24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 24stundir Silfurarmband verð 64,900 kr. Ertu að flytja, láttu fagmenn sjá um verkið fyrir þig Örugg og trygg þjónusta Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Hríseyingar blása til árlegrar Full- veldishátíðar um helgina og verður margt í boði fyrir fólk á öllum aldri. Meðal annars verður boðið upp á óvissuferðir, leiktæki fyrir börn, kvöldvökur, götuleikhús, söngvarakeppni og vitaferðir. Þá stendur Þorsteinn Þorsteinsson fyrir fræðslugöngu á laugardag kl. 16 þar sem hann segir frá Hrísey í fortíð og nútíð, fjallar um mannlíf og náttúrufar og allt þar á milli. „Ég sýni meðal annars gamlar kolagrafir sem eru víða um eyjuna. Landnámsmennirnir brenndu náttúrlega skóginn og bjuggu til kol því að það var ekki hægt að dengja ljáinn við móinn,“ segir Þorsteinn. „Svo segi ég frá mótekju og sýni mógrafir og segi frá hinum og þessum fuglategundum, eyði- býlum og ýmsu öðru.“ Bláskeljaveisla Samhliða Fullveldishátíðinni halda eyjarskeggjar Bláskeljahátíð. Skeljahátíðin fer fram á laugardag kl. 14 þar sem keppt verður í skel- fiskkappáti auk þess sem boðið verður upp á súpu og ýmsa rétti úr bláskel. „Á skeljahátíð fá menn að smakka á öllum þessum afurðum úr bláskelinni. Hún er reykt, soðin, steikt og grilluð. Þá er búin til kæfa og alls konar réttir úr henni,“ segir Þorsteinn. Hópakstur dráttarvéla Einn af hápunktum hátíðarinn- ar verður hópakstur dráttarvéla um þorpið og hefst hann upp úr kl. 18.30 á laugardag. „Það er náttúr- lega gífurlega mikið af dráttarvél- um í Hrísey. Það koma allir á sinni dráttarvél og sumir eru með vagna aftan í og aðrir með sæti á drátt- arvélunum. Fólki finnst þetta mjög skemmtilegt og ferðafólk fær að fara með í þessa lest. Hún verður mjög löng þegar 30-40 dráttarvélar af mörgum tegundum eru komnar saman í röð,“ segir Þorsteinn Þor- steinsson að lokum. Skeljaveisla Hríseyingar bjóða gestum sínum upp á ýmsa rétti úr bláskel. Fræðsla og skemmtun á Fullveldishátíð í Hrísey Bláskeljaveisla og dráttarvélarall Hríseyingar gera sér glaðan dag á árlegri Full- veldishátíð sem hefst í dag. Á dagskránni er meðal annars skeljaveisla og hópakstur dráttarvéla um þorpið. Þá ætlar Þor- steinn Þorsteinsson að fjalla um Hrísey í fortíð og nútíð. ➤ Ljótu hálvitarnir halda tón-leika í Íþróttamiðstöðinni í kvöld kl. 20. ➤ Unglingadiskó verður á hátíð-arsvæðinu kl. 22. ➤ Kvöldvaka hefst á laug-ardagskvöld kl. 20.30. ➤ Þar koma meðal annarra framOddný Sturludóttir og Kúrek- ar norðursins. FULLVELDISHÁTÍÐ 24stundir/Rúnar Þór Íbúar Kjósarhrepps bjóða lands- menn velkomna í hreppinn á morgun þegar haldinn verður op- inn dagur undir yfirskriftinni „Kátt í Kjós“. Fjölbreytt starfsemi fer fram í Kjósinni og getur fólk kynnt sér allt frá hefðbundnu kúabúi til gæludýragrafreits og minjasafns á fjósalofti. „Þetta er í annað skipti sem við höldum svona dag. Hann gekk ljómandi vel í fyrra og er með svip- uðu sniði nú,“ segir Sigurbjörn Hjaltason á Kiðafelli sem er einn þeirra sem býður fólki í heimsókn á morgun. „Fólk getur bara farið um sveitina og heimsótt þá staði sem það vill,“ segir Sigurbjörn. Opið verður á einum tíu stöðum auk þess sem sveitamarkaður verð- ur í Félagsgarði. Sigurbjörn segir að með þessu vilji íbúar vekja athygli á því sem sé að gerast í sveitinni. „Við vitum að það er undirliggjandi áhugi hjá fólki að komast upp í sveit. Það eru margir sem hafa engin tækifæri til þess lengur, það þekkir engan og það er alveg að leggjast af að fólk banki upp á,“ segir hann. Á flestum stöðum verður opið frá kl. 13 og fram eftir degi. Nánari upplýsingar um hvern stað fyrir sig má nálgast á www.kjos.is. Kjósverjar bjóða fólki í bæinn Opið hús í sveitinni Hvammsvík Margs konar afþreying er í boði í Kjós. 24stundir/Golli Fjölskylduhátíð fer fram á Bif- röst í dag kl. 11-16 í tilefni af 90 ára afmæli skólans. Efnt verður til útimarkaðs þar sem seldir verða listmunir, græn- meti, fatnaður og fleira. Listamenn fremja gjörninga í húsakynnum skólans og úti í náttúrunni. Þá verður starfrækt listasmiðja fyrir börn og fullorðna þar sem kyn- slóðunum gefst tækifæri til að eiga skapandi samverustundir. Meðal listrænna atriða sem í boði verða eru óperusöngur, flautuleikur, kórsöngur og söng- sveitir og leikhópar bjóða upp á fjölbreytt atriði. Í hátíðarsal skól- ans verður kaffisala og þjóðlegt meðlæti á boðstólum. Fjölskylduhátíð á Bifröst Landverðir í Ásbyrgi standa fyrir lifandi sögusýningu í botni Ás- byrgis sunnudaginn 20. júlí. Reynt verður að endurvekja svo- kallaða Ásbyrgishátíðir í anda fimmta áratugarins. „Þetta voru íþróttahátíðir fyrir sveitungana og böll. Við verðum með dæmi um íþróttagreinar sem keppt var í og svo ætlum við að reyna að endurverkja ballstemninguna með smátónlistarflutningi,“ segir Snædís Laufey Bjarnadóttir land- vörður. Klæðnaður og veitingar gestgjafa verða í anda þess tíma og vonast þeir til að gestir mæti einnig í viðeigandi klæðnaði. Hátíðin hefst kl. 13 og stendur fram eftir degi. Aðgangur er ókeypis. Úr Ásbyrgi Efnt verður til hátíðar þar á sunnudag. Ásbyrgishátíð endurvakin LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Á skeljahátíð fá menn að smakka á öllum þessum afurðum úr bláskelinni. Hún er reykt, soðin, steikt og grilluð. Þá er búin til kæfa og alls konar réttir úr henni. helgin

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.