24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 24stundir Stóru olíufélögin lækkuðu verð á elds- neyti í gærmorgun um fimm krónur á lítrann. Í auglýsingu frá N1 kemur fram að lækk- unin sé tímabundin og gildi í tvo daga. Sama er uppi á teningnum hjá Olís en Skeljungur og Atlantsolía hafa ekki ákveðið hversu lengi lækkunin mun standa. Í fyrradag lækkuðu olíufélögin verðið um eina krónu og tuttugu aura á lítr- ann vegna lækkunar heimsmark- aðsverðs. Hermann Guðmunds- son forstjóri N1 segir að ekkert sé ákveðið um eldsneytisverð þegar að tilboðinu lýkur. „Þetta er tilboð sem var ákveðið fyrir viku en ef það hefði ekki komið til hefðum við lækkað verð vegna lækkunar á heimsmark- aði. Við hefðum bara ekki lækkað jafnmikið.“ Hermann segist vona að toppnum sé náð í elds- neytishækkunum. „Ég á ekki von á að eldsneytisverð lækki mikið en ég vona að við sjáum fyrir endann á hækkunum.“ fr Stóru olíufélögin lækka eldsneyti tímabundið Eldsneyti lækkar Frá og með næstu áramótum verður hægt að ferðast á milli Selfoss, Hveragerðis og Reykjavíkur með stræt- isvagni. Er áætlað að farnar verði tólf ferðir á dag, sem sveitarfélögin þrjú hafa sameinast um að nægi til að svara þeirri þörf sem er á svæðinu fyrir þessa þjónustu, að sögn Ástu Stefánsdóttur, bæjarritara Árborgar. Sérleyfi Þingvallaleiðar að renna út Einkaleyfi á almenningssamgöngum á milli Árborg- ar, Hveragerðis og Reykjavíkur er nú í höndum Þing- vallaleiðar en það rennur út um næstu áramót. Segir Ásta það renna í kjölfarið til sveitarfélaganna en samn- ingaviðræður þess efnis á milli Árborgar, Hveragerð- isbæjar og Vegagerðarinnar eru nú á lokastigi. Þar sem sveitarfélögin munu þá í fyrsta skipti taka þátt í kostnaði almenningssamgagna á milli sveitarfé- laganna mun ferðakostnaður hins almenna notanda lækka töluvert, en ferð með Þingvallaleið frá Selfossi til Reykjavíkur kostar nú 1300 krónur. Hafnar eru viðræður við Strætó Bs. um að sjá um aksturinn á milli sveitarfélaganna eða útboð á honum. „Í því felast auðvitað töluverð samlegðaráhrif en gangi það ekki upp munu sveitarfélögin sjá sjálf um að bjóða aksturinn út,“ segir Ásta. thorakristin@24stundir.is Samningaviðræður um strætóferðir frá Árborg eru á lokastigi Selfossstrætó væntanlegur Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is „Þessar tölur samrýmast öðrum rannsóknum sem gerðar hafa verið hér á landi,“ segir Sigrún Daníels- dóttir, sálfræðingur hjá barna- og unglingageðdeild Landspítalans, um frétt í 24 stundum um að um þriðjungur íslenskra stúlkna á aldr- inum 13 og 15 reyni að megra sig. „Við fáum til okkar krakka allt nið- ur í átta ára með átraskanir.“ Í fréttinni sagði frá rannsókn Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, en hún leiddi í ljós að hvergi í því 41 landi sem rannsóknin náði til, sagðist jafnhátt hlutfall stúlkna í áðurnefndum aldursflokki gera eitthvað til að megra sig. „Samfélag krakkanna er svo lítið að hópþrýstingur um að vera eins og aðrir hefur kannski meiri áhrif hér en víða annars staðar. Það eru svo fáir sem skera sig úr, og þá verða þeir svo áberandi. Ef hópi krakka þykir eðlilegt að vera í megrun hefur slíkt því hugsanlega meiri áhrif vegna smæðarinnar,“ segir Sigrún. Mikið hefur verið rætt um áhrif þeirra líkamsímynda sem haldið er að börnum og unglingum í fjöl- miðlum. Ekki má þó gleyma hlut- verki fjölskyldu og vina í þessu samhengi, bendir Sigrún á. „Fólk gleymir því að það gild- ismat sem er ríkjandi í daglegu lífi hefur mest áhrif á krakkana, þ.e. gildismat fjölskyldu og vina.“ Aðgát í nærveru barna Hún tekur sem dæmi að það eitt að barn heyri móður sína ræða við vinkonu um hver sé búin að fitna og hver sé búin að grennast, og sýna aðdáun á þeirri sem grennist en tala með vorkunn um þá sem fitnaði, hafi áhrif á börnin. „Við sem samfélag þurfum að fara að átta okkur á því að líkamar eru mismunandi, og munu alltaf verða það. Inn í umræðuna um heilbrigði og hollar lífvenjur þarf að blandast viðurkenning á þeirri staðreynd að það geta ekki allir ver- ið grannir,“ segir Sigrún. Rannsóknin bendir til þess að á Íslandi, eins og víða annars staðar, lækki hlutfall stráka í megrun eftir að þeir ná ákveðnum aldri. Þannig sagðist 19% 11 ára stráka á Íslandi vera í megrun, 18% 13 ára stráka og 14% 15 ára stráka. „Þegar strákar vaxa úr grasi batnar oft líkamsímynd þeirra,“ segir Sigrún. „Við kynþroska hækka þeir og verða kraftmeiri og margir grennast við það. En hið öf- uga gerist gjarnan hjá stelpum, þ.e. þær bæta á sig fitu frekar en vöðv- um.“ Tal foreldra hvetur til megrunar barna  Börn allt niður í átta ára koma á Landspítala með átraskanir  Erfiðara að standast hóp- þrýsting vegna smæðar  Gildismat foreldra getur hvatt til megrunar hjá börnunum Sálfræðingurinn Sigrún segir mikilvægt að sam- félagið viðurkenni að ekki geti allir verið grannir. ➤ Í skýrslu vegna rannsókn-arinnar segir að ströng og löng megrun geti haft slæm áhrif á börn. ➤ Hún geti m.a. leitt til pirrings,erfiðleika með svefn, einbeit- ingarskorts og frestað kyn- þroska og vöxt barna. BÖRN Í MEGRUN Aðalmeðferð hófst í gær í máli karlmanns sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn sjö stúlkubörnum. Maðurinn er kærður fyrir brot gegn tveim- ur dætrum sínum, stjúpdóttur og fjórum vinkonum dætr- anna. Alvarlegustu brotin eru gegn stjúpdóttur hans en maðurinn er ákærður fyrir að hafa haft við hana kynferð- ismök. Níu kærur voru lagðar fram á hendur manninum en tvær þeirra eru fyrndar. Mað- urinn situr í gæsluvarðhaldi. fr Kynferðisbrot Aðalmeðferð í héraðsdómi Austurvöllur verður heitur reitur í sumar í fleiri en einum skilningi því nú geta allir gestir tengt tölv- ur sínar við verald- arvefinn án endur- gjalds. Það er Reykjarvíkurborg sem býður upp á þessa þjónustu í samstarfi við Vodafone. ejg Reykjavíkurborg Austurvöllur heitur reitur Bílastæðasjóður flytur í Borgartún 10-12 Skrifstofu Bílastæðasjóðs á Hverfisgötu 14 verður lokað föstudaginn 18. júlí 2008 Tekið verður á móti viðskiptavinum okkar í nýju þjónustuveri í Borgartúni 10-12 Nánari upplýsingar fást í síma 4 11 11 11 Bent er á að greiðsluseðla Bílastæðasjóðs er hægt að greiða í heimabanka eða næsta bankaútibúi Andmæli álagðra gjalda fer fram á www.bilastaedasjodur.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.