24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 24stundir Sunnudaginn 20. júlí Sjóstangaferð fyrir alla fjölskylduna frá Ægisgarði (Gömlu höfninni) á morgun kl 15:00. Farið er í land í Viðey þar sem gestum er boðið að grilla aflann í Viðeyjar- nausti. Um borð er allur búnaður til veiðanna, aðstoð við úrvinnslu aflans og leiðsögn. Takmarkaður fjöldi Fullorðnir Börn (7-15) 4.900 kr 2.500 kr Hvalaskoðun Reykjavík sími: 555 3565 www.elding.is www.videy.isFjölbreytt dagskrá í Viðey í allt sumar. Sjóstöng og sæla Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Um tvö hundruð aðilar í ferðaiðn- aði komu saman í Írak í vikunni til að ræða stöðu og framtíð ferða- mála í landinu. Eitt sinn var Írak ein mesta ferðamannaparadís Mið- Austurlanda, en á síðari árum hef- ur reynst nánast ógjörningur að sannfæra ferðalanga um að leggja leið sína til landsins. Margir vonast þó til að með fækkandi hryðjuverkum og dauðs- föllum takist einn daginn að end- urvekja gullaldarskeið ferðaiðnað- ar í Írak. Fornleifar og helgidómar Ráðstefnugestir eiga mjög erfitt verk fyrir höndum, þar sem þrír áratugir af stríði og volæði hafa ekki farið vel með þau menning- arverðmæti sem Írak hefur að geyma. Breska blaðið Times segir að margir af merkustu fornleifa- uppgröftum í heimi sé að finna í Írak, auk nokkurra helstu helgi- dóma íslamstrúar. Hamood Massam al-Yakoubi, ferðamálastjóri Íraks, er sannfærð- ur um að eftir því sem ofbeldis- verkum í landinu fækkar munu hugrakkir og forvitnir ferðamenn láta til leiðast og skipuleggja ferðir til Íraks. „Ég myndi vilja fá fólk hvaðanæva að úr heiminum til að koma til landsins, þar sem heilmik- ið er að sjá.“ Þjófnaður og skemmdarverk Mörg dæmi eru um fornmuni og gamla ferðamannastaði í Írak sem hafa eyðilagst eða horfið á síð- ustu árum. Þannig varð Þjóð- minjasafnið í Bagdad fyrir óbæt- anlegu tjóni þegar ribbaldar réðust inn og stálu ómetanlegum forn- minjum í kjölfar innrásar Banda- ríkjahers 2003. Bandaríkjamenn voru einnig harðlega gagnrýndir fyrir að koma upp herstöð við borgina Hillah, á þeim stað þar sem hin forna borg Babylon stóð áður. Í borginni Samarra er nú unnið hörðum höndum að viðgerðum á Askari-moskunni, einni helgustu byggingu sjíta-múslíma, sem skemmdist mikið í sprengjuárás árið 2006. Fyrir fáeinum árum var moskan eitt helsta aðdráttaraflið fyrir erlenda ferðamenn í Írak. Engin framtíð, engin fortíð Neshwar al-Joubouri, starfs- maður ráðuneytis ferðamála, segist vera hrygg vegna hvernig fyrir ferðaiðnaði í Írak sé komið og þeirra skemmda sem hafa orðið á fornminjum og merkum bygging- um. „Við höfum sagt að við höfum ekki haft neina framtíð, en þó höf- um við haft merka sögu. Nú líður manni eins og við höfum hvorki nokkra framtíð né sögu.“ Fulltrúar íraska ferðaiðnaðarins ætla þó ekki að láta deigan síga og segja alla geta sótt um vegabréfs- áritun svo að það geti ferðast til landsins. Eftir mikinn samdrátt undanfar- in ár vinna nú stærstu hótelin að endurbótum á byggingum sínum í von um að viðskipti taki kipp á ný. Og nóg er af lausum herbergjum. Ferðamanna- paradísin Írak  Ráðstefna var haldin í vikunni þar sem staða og framtíð ferða- iðnaðar í Írak var til umræðu  Vilja koma á nýju gullaldarskeiði ➤ Áttundi áratugur síðustu ald-ar var gullaldarskeið íraska ferðaiðnaðarins. ➤ 95% þeirra sem ferðast tilÍraks í trúarlegum tilgangi koma frá Íran. ➤ Um 5.000 Evrópumenn hafaferðast til Írak það sem af er ári. Flestir koma frá Bretlandi, Þýskalandi og Úkraínu. ➤ Flestir ferðamenn skoðahelgidóma íslams, og verja vanalega nokkrum dögum í Najaf og Karbala. FERÐAIÐNAÐUR Í ÍRAK NordicPhotos/AFP Askari-moskan Helgi- dómurinn skemmdist mikið í sprengjutilræði 2006. Atvinnulaus og gjaldþrota vöru- bílstjóri á yfir höfði sér allt að 105 ára fangelsisdóm eftir að upp komst að hann þóttist vera í sér- verkefni á vegum Alríkislögregl- unnar í bandarískum smábæ til að taka á fíkniefnavanda bæjarins. Ákæran á hendur hinum 37 ára Bill Jakob er í 23 liðum, en hann fór fyrir vopnuðum áhlaupum, handtók „grunaða einstaklinga“ og yfirheyrði, eftir að hann kom til bæjarins Gerald í Missouri-ríki, þar sem búa um 1.200 manns. Fjöldi íbúa hafa nú kært hann fyrir of harða meðferð í aðgerðum sín- um. Jakob tókst að blekkja íbúa bæj- arins er hann kom fyrst með skammbyssu og falsað einkennis- merki í fórum sínum og á notuð- um lögreglubíl. Sagðist hann til- heyra sérstakri deild innan FBI, en heiti hennar var uppspuni og tekið úr kvikmyndinni Beverly Hills Cop. Upp komst um Jakob eftir að staðarblaðið fletti ofan af blekking- arleiknum. atlii@24stundir.is Þóttist vera alríkislögreglumaður í sérverkefni Undir fölsku flaggi NordicPhotos/AFP Blekking Fjöldi íbúa kærði Jakob. Framkvæmdir eru aftur hafnar á 105 hæða hótelbyggingu í Norður- Kóreu sem bandaríska tímaritið Esquire hefur útnefnt „verstu byggingu í sögu mannkyns“. Framkvæmdum á Ryugyong hót- elinu í Pyongyang var hætt árið 1992 eftir hrun Sovétríkjanna og þegar peningar til fram- kvæmdanna kláruðust. Að sögn fjölmiðla hefur egypskt fyrirtæki nú byrjað að gera upp efstu hæðirnar á hótelinu sem er eins og pýramídi í laginu. Hótelið er um 330 metrar á hæð, með um 3.000 herbergi og er eitt helsta einkenni norðurkóresku höfuðborgarinnar, þó að það hafi alla tíð staðið autt. Framkvæmdir hófust árið 1987, að sögn til að vekja upp afbrýðisemi hjá nágrönnunum í suðri, sem sjálfir héldu Ólympíuleika 1988. aí Framkvæmdir hafnar á ný Framkvæmdastjórn ESB hyggst stöðva um 80 milljarða króna fjárveitingu til búlgarskra stjórn- valda, þar sem þeim hefur mis- tekist að uppræta spillingu í stjórnkerfinu og draga úr skipu- lagðri glæpastarfsemi í landinu. Að sögn kann hugsanleg aðild Búlgaríu að Schengen-svæðinu einnig að vera í hættu. aí Búlgarar missa fleiri milljarða 27 ára breskur karlmaður hefur verið handtek- inn vegna rann- sóknar á röð kynferðisárása á sauðfé á býli suður af Lundúnum. Að sögn vitna sást til mannsins þar sem hann níddist á sauðfénu áður en hann tók til fóta. Þá vöknuðu grunsemdir tveggja hlaupamanna þegar þeir sáu til mannsins þar sem hann girti upp um sig nærri ánum. Lögregla rannsakar einnig hvort maðurinn hafi myndað ærnar fyrir árásir sínar. aí Breti svalaði sér á sauðfé STUTT ● Afmæli Nelson Mandela, fyrr- verandi forseti Suður-Afríku, hélt upp á 90 ára afmæli sitt í faðmi fjölskyldu sinnar í þorp- inu Qunu, nærri Höfðaborg, í gær. Mandela hvatti hina ríku til að leggja meira að mörkum til að bæta hag fátækra. ● Skotárás Sextán ára sómal- ískur piltur liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi í Ósló eft- ir að skotið var með veiðiriffli á byggingu sem hýsir unga hælisleitendur á fimmtudags- kvöld. ● Styrkur ESB styður áætlun um að leggja fram 1 milljarð evra til aðstoðar bændum í Afr- íku. Framlagið mun auka fram- leiðslugetu bænda og hjálpa bændum að takast á við mat- arskort og hækkandi verðlag.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.