24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 24stundir atómljóð og ég veit ekki hvað. Svo reyndi ég að mála. Ljótustu mál- verk sem liggja á Íslandi eru á háa- loftinu hjá mömmu og pabba! Einnig skrifaði ég leikrit, var plötu- snúður, gutlaði í tónlist og tók ljós- myndir. Þegar ég var sautján ára fór ég síðan út í kvikmyndagerð. Ég og Grímur Hákonarson, félagi minn, gerðum okkar fyrstu stuttmynd í menntaskóla.“ Myndin hét því virðulega nafni Klósettmenning og varð þess heið- urs aðnjótandi að vera sýnd á Nor- disk Panorama-kvikmyndahátíð- inni. „Við Grímur fengum eyðublað frá Nordisk Panorama í pósti þar sem spurt var hvort og hvenær við ætluðum að koma. Við fylltum þetta út samviskusamlega. Svo fengum við bara reikning viku seinna. Við fórum með skottið milli lappanna upp í Kvikmynda- sjóð þar sem Anna María Karls- dóttir og Bryndís Schram sáu aum- ur á okkur. Þær náðu því í gegn að annar flugmiðinn væri frír en síðan borgaði Kvikmyndasjóður hinn. Þar að auki fengum við að gista heima hjá konunni sem sá um há- tíðina. Anna María og Bryndís eiga miklar þakkir skildar.“ Þetta hefur þótt dálítið krúttlegt? „Já, ósköp krúttlegt. Þarna vor- um við, tveir sautján ára krakkar frá Íslandi, blautir á bak við eyrun, staddir á einhverri kvikmyndahátíð sem við vissum hvorki haus né sporð á. Við vorum stútfullir af sjálfum okkur – og erum enn. Þetta var vítamínsprauta fyrir okkur báða og gerði okkur að því sem við erum. Við erum ennþá að djöflast í þessu.“ Þú sagðist hafa skrifað ástarljóð í æsku. Ertu svona rómantískur? „Erum við ekki öll rómantísk á einn eða annan hátt? Sum klunna- leg og önnur ekki. Ég ætla rétt að vona það að ég eigi einhvern snefil af rómantík.“ Ertu ennþá að semja ljóð? Eða læturðu ljóðagerð á hvíta tjaldinu duga? „Ég leik mér stundum að því að gera stökur. Heima í stofu eða á húrrandi fylliríi með vinum mín- um á bar. Þá leikum við okkur að því að gera fyrriparta og seinni- parta.“ Liggur skáldagáfan í ættinni? „Einhver útlendingur sagði mér að hann hefði á tilfinningunni að 95% Íslendinga væru listamenn. Væri hann staddur á afskekktum bóndabæ og spyrði húsfreyju út í áhuga á listum fengi hann svör eins og: „Sástu ekki stytturnar úti í garði?“ Svo væri jafnvel vaðið í næstu skúffu og sjö ljóðabókum skellt fram. Við erum öll lista- menn. Erum öll að koma einhverju skapandi frá okkar. En það þora ekki allir að viðurkenna það.“ Fáir fá þó jafnmikinn meðbyr og þú. Af hverju heldurðu að mynd- irnar þínar njóti slíkrar velgengni sem raun ber vitni? „Ég á góða að sem hafa hjálpað mér. Svo held ég að þetta snúist um einlægni. Ef maður ber virðingu fyrir því sem maður er að gera, per- sónunum og sögunum sem maður setur upp á tjaldið, finnur fólk það. Þú getur ekki feikað einlægni. Ef það er hjarta í myndinni og vel hlúð að því hjarta er hægt að fyr- irgefa svo margt, eins og klunna- legar klippingar eða ósannfærandi leik.“ Í partíi með Pamelu Síðasti bærinn var tilnefndur til Óskarsverðlauna í flokki stutt- mynda. Var það hátindurinn á ferli þínum hingað til að ganga inn rauða dregilinn? „Það var eins og að leika í lélegri bíómynd. Að vera í einhverri lím- mósínuröð þar sem fólk barði á rúðurnar til að reyna að sjá inn. Síðan þessi rauði dregill þar sem hópur ljósmyndara stóð og öskraði á fræga fólkið til reyna að ná augn- sambandi við það. Þetta er bara fá- ránlegur sirkus. Hálfgert kandí- floss.“ Náðir þú augnsambandi við ein- hvern? „Meira en það. Ég var svo mikið að líta í kringum mig þarna að ég gekk niður lítinn, þybbinn mann. Lá ofan á honum. Svo þegar ég reisti mig upp, tók í spaðann á manninum og kippti honum upp þá sá ég að þetta var leikarinn Phil- ip Seymour Hoffman. Stuttu seinna var ég á leiðinni á klósettið. Þar var mikill troðningur og annar maður datt í fangið á mér. Við föðmuðumst, fórum að hlæja og horfðumst í augu. Margar konur hefðu viljað vera í mínum sporum því þarna horfði ég í augun á George Clooney. Kvöldið var á þessum nótum. Áður en við fórum heim fórum við Kjartan tónskáld í partí í hæðunum þar sem við döns- uðum með Paris Hilton og Pamelu Anderson.“ Núna ferðu hátíða á milli og vinnur til verðlauna á hverri einustu hátíð. Hvað er að gerast? „Það er voða gaman hvað geng- ur vel. Ég hafði ekki búist við því. Hafði frekar búist við að myndin færi fyrir brjóstið á fólki.“ Af hverju ætti hún að gera það? „Ég vil ekki segja of mikið um það …“ Hvenær fá Íslendingar að sjá myndina þína? „Við erum í viðræðum við Sjón- varpið. Svo erum við að vonast til að frumsýna hana núna með haustinu.“ Sjúkdómahræðslan Rúnar býr í Danmörku þar sem hann er á þriðja og næstsíðasta ári í Den Danske Filmskole. Af hverju Danmörk? „Þetta er góður skóli. Fyrrver- andi kærasta mín komst inn í skóla hér í Danmörku og mér fannst ekkert sjálfsagðara en að flytja út með henni og reyna að komast inn í samfélagið og tungumálið. Reyna svo að komast inn í þennan skóla.“ Góður vinur þinn sagði mér að þú hefðir þurft að hafa fyrir hlutunum þarna úti og m.a. unnið við skúr- ingar til að framfleyta þér. Hefur þetta verið ströggl? „Ég hef búið hérna í sex ár. Síð- ustu þrjú ár hef ég verið í skóla og að skrifa með skólanum. En áður en ég byrjaði í honum vann ég fyrir mér með skúringum á kvöldin í þrjú ár. Fólkið sem rekur skúringa- fyrirtækið var mjög liðlegt ef ég þurfti að fara í burtu í tökur. Þetta var fínn tími og það kom mikið út úr honum. Ég var duglegur að skrifa á þessum árum.“ Hefurðu hugsað þér að flytja heim aftur? „Koma tímar og koma ráð. Ég á þýska konu og saman eigum við dóttur. Það á eftir að koma í ljós hvar við munum búa. Heimilið er þar sem hjartað er.“ Hvað óttastu mest? „Ég var hræddur við að deyja þegar ég var ungur. En ekki lengur. Reyndar fer ég oft í læknisskoðun og læt tékka á mér. Ég ímynda mér stundum að ég sé með undarleg- ustu sjúkdóma.“ Hugsarðu þá vel um heilsuna fyrst þú ert svona sjúkdómahrædd- ur? „Ég rúlla mínar eigin sígarettur, því annars hefði ég ekki yfirsýn yfir hvað ég reyki marga pakka á dag! En ég geri ekkert til að leggja inn í heilsubankann.“ Ertu ekki stálsleginn bara – hefur nokkuð fundist í þessum læknisskoð- unum? „Einu sinni fékk ég svæsna hálsbólgu og fór til læknis í Reykja- vík. Hann fór að handfjatla mig og sá þá bólu á lærinu sem ég hafði verið að kreista og komin var ígerð í, auk þess sem eitillinn í náranum á mér var orðinn bólginn. Lækn- irinn, eldgamall og hrumur, spurði mig hvort ég hefði verið í einhverju rugli með kvenfólki. Hvort ég not- aði ekki smokkinn? Svo sagði hann að honum þætti leiðinlegt að til- kynna mér það en það benti allt til þess að ég væri HIV-smitaður! En sem betur fer var ég það lífhræddur að tveimur dögum áður hafði ég farið í lifrarbólgu- og HIV-próf. Nokkrum dögum síðar fékk ég þá niðurstöðu úr því að ekkert væri að mér. En þarna, í nokkra daga, var ég byrjaður að plana þessi fáu ár sem ég ætti eftir ólifuð.“ Og hvernig ætlaðirðu að verja þeim? „Ég man það ekki. Líklega ætlaði ég að ferðast og lifa lífinu til hin ýtrasta, hvern einasta dag.“ Ekki að bjarga heiminum Þótt Rúnar hafi sterkar skoðanir á mönnum og málefnum forðast hann að flokka sig til hægri eða vinstri. „Mér finnst við öll vera pólitísk. Allir eru að reyna að bæta heiminn, bara með mismunandi kerfum. Stundum er erfitt að greina á milli. Ég myndi segja að ég væri húmanisti en staðset mig hvergi í flokkakerfinu.“ Hvaða áhrif langar þig til að hafa á fólk með myndunum þínum? „Ég er ekki maðurinn frá eyj- unni í norðri sem Nostradamus spáði að myndi koma fram og redda heiminum. En ég hef barist fyrir hinum og þessum málefnum. Ég veit fyrir víst að Síðasti bærinn hafði þau áhrif að gamalt fólk fékk eina eða tvær fleiri heimsóknir frá börnunum sínum, barnabörnum eða nágrönnum. Þá hefur maður áorkað einhverju. Annað sama- semmerki millið myndanna minna og lífsskoðana minna er að heim- urinn er hvorki svartur né hvítur, hann er grár.“ Framundan eru fleiri kvik- myndahátíðir, þótt Rúnar hyggist ekki fara á þær allar. „Svo er ég að gera lokamyndina mína í skólan- um.“ Má sýna hana opinberlega? „Já, þetta er eina myndin af þeim sem ég geri í skólanum sem má sýna. Ég hef gert þrjár til fjórar myndir á ári, af svipaðri lengd og Smáfuglar, en það má ekki sýna þær. Ekki nema ég verði voða stór og frægur karl einhvern tímann og einhver kvikmyndahátíð heiðri mig á 80 ára afmælinu mínu. Þá verður þetta kannski grafið upp.“ Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Mér finnst gaman að lifa, alveg yndislegt, og ætla að reyna að halda því áfram. Halda áfram að gera mínar myndir. Leika við dóttur mína, sjá hana verða fullorðna og byrja að hata mig þegar hún verður unglingur. Vinna svo í því að hún taki mig í sátt aftur.“ Þótt dóttirin sé kannski óskrifað blað ennþá hafa kvikmyndahúsa- gestir greinilega tekið Rúnar Rún- arsson í sátt. Áður var það blóð- rautt. Núna sér hann rautt. Og hver veit nema Smáfuglar eigi eftir að leiða hann á rauða dregilinn einu sinni enn. Lykillinn að velgengninni „Ef það er hjarta í myndinni og vel hlúð að því hjarta þá er hægt að fyrirgefa svo margt.“ a Læknirinn, eld- gamall og hrum- ur, spurði mig hvort ég hefði verið í ein- hverju rugli með kven- fólki. Hvort ég notaði ekki smokkinn? Svo sagði hann að honum þætti leiðinlegt að tilkynna mér það en það benti allt til þess að ég væri HIV- smitaður! 24stundir/Claudia Hausfeld HVAÐ SEGIR VINURINN? Árni Ólafur Ásgeirsson: Hann er mjög þrjóskur, blóðheitur og al- gjör skaphundur. En undir niðri er hann næmur og viðkvæmur. Þess vegna gerir hann svona fallegar myndir. HVAÐ SEGIR MAMMA? Ragnhildur Jónsdóttir: Ætli hann sé ekki fylginn sér. Lætur aldrei neitt frá sér nema hann sé 100% ánægður með það. Hefur aldrei látið valta neitt yfir sig og er trúr sinni sannfæringu. Vinir og vandamenn um Rúnar Þrjóskur, næmur og viðkvæmur a Ég kann betur með skap mitt að fara í dag en áður. Ég hef lært að telja upp í tíu – og síðan upp í hundrað. Nú sér maður rautt en áður var það blóðrautt. Ég hef aðeins náð að temja í mér skepnuna.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.