24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 19

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 19
24stundir LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 19 ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Þetta gerir það að verkum að í fyrsta skipti í mörg ár get ég verið með af fullum krafti á öllum æfingum með landsliðinu. Það er langt síðan ég hef verið í svona góðu standi og ég á það að þakka þess- um æfingum Eggerts. Eftir Sindra Sverrisson sindris@24stundir.is „Eggert setti bara upp allsherjar- æfingaáætlun fyrir mig og fór með mig í gegnum hana, og svo hef ég unnið út frá henni sjálfur í kjölfar- ið. Það hefur skilað sér mjög vel því ég hef allur styrkst, er hættur að nota spelku og er í staðinn bara með venjulega hitahlíf, og finn ekk- ert fyrir hnénu þannig að þetta er allt á réttri leið. Ég segi því bara: „Takk fyrir mig, Eggert Bogason.“ Þetta gerir það að verkum að í fyrsta skipti í mörg ár get ég verið með af fullum krafti á öllum æfing- um með landsliðinu. Það er langt síðan ég hef verið í svona góðu standi og ég á það að þakka þessum æfingum Eggerts,“ sagði Sigfús. „Þessar æfingar sem hann kenndi mér eru svona venjulegar frjáls- íþróttaæfingar sem reyna á allan skrokkinn í einu en ekki bara ein- hvern ákveðinn vöðvahóp. Þannig fær maður líkamann til að beita sér rétt og þetta virkaði mjög vel,“ sagði Sigfús, en hann hefur nú lagt frjáls- íþróttaæfingarnar til hliðar og æfir af kappi með landsliðinu sem mætti Spáni í gærkvöld og aftur í dag, en leikirnir eru hluti af undirbúningn- um fyrir Ólympíuleikana í ágúst. „Það er náttúrulega ekkert sjálf- gefið í þessu og enginn öruggur um að komast til Kína en ég vonast náttúrulega til að fara. Miðað við standið á mönnum og hvernig æf- ingarnar hafa verið þá lýst mér mjög vel á þetta. Það eru allir að leggja sig fram á fullu á æfingum og ekkert um það að menn séu að gera hlutina með hálfum huga. Það vilja bara allir leggjast á eitt um að liðið verði í toppstandi á Ólympíuleik- unum. Ólympíuleikarnir eru náttúru- lega „Mekka“ íþróttanna og fyrir okkur sem erum að keppa í liðsí- þrótt er mjög erfitt að komast þang- að. Þetta er öðruvísi fyrir frjáls- íþrótta- og sundfólk sem hefur möguleika í mörgum mótum, á meðan við getum bara komist með því að verða Evrópu- eða heims- meistarar, eða þá með því að vinna umspilsriðilinn eins og við gerðum núna. Þetta er því mikill áfangi fyrir okkur og það er bara þannig með alla handknattleiksmenn í heimin- um að þeir líta á Ólympíuleikana sem stærsta mótið,“ sagði Sigfús, og hann segir kærkomið að fá að mæta Spánverjum eftir stífar æfingar síð- ustu viku. „Liðin eru kannski á mismun- andi stöðum í undirbúningi þannig að það verður bara forvitnilegt og gaman að sjá hvernig þau standa. Aðallega er náttúrulega gott að fá smá tilbreytingu og vera ekki bara alltaf að eiga hver við annan á æf- ingum. Tækifærið verður eflaust nýtt til að prófa ýmislegt en við för- um í alla leiki til að vinna. Það er auðvitað fótbolti og margt annað í gangi en það gefur okkur mikið að fá góðan stuðning, og ég hvet fólk eindregið til að mæta og hvetja okk- ur til dáða á næstu vikum,“ sagði Sigfús, en Ísland mætir Spáni öðru sinni í Vodafone-höllinni kl. 16 í dag. Í heljargreipum Sigfús hef- ur lengi verið í vörn Íslands og hér heldur hann Svíanum Kim Anderson niðri. „Takk fyrir mig, Eggert“  Sigfús Sigurðsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur æft undir leiðsögn frjálsíþróttaþjálfara í sumar  Æfingarnar hafa skilað sínu og Sigfús segist ekki hafa verið í betra standi í mörg ár Sigfús Sigurðsson, varn- armaðurinn sterki í landsliði Íslands í hand- knattleik, hefur nýtt sum- arið til að koma skrokkn- um í betra stand undir handleiðslu frjálsíþrótta- þjálfarans Eggerts Boga- sonar. Þær æfingar hafa heldur betur skilað ár- angri fyrir Sigfús, sem hefur lengi glímt við meiðsli á hné, og hann segir líkamlegt ástand sitt ekki hafa verið betra í mörg ár. ➤ Sigfús lék með Valsmönnumáður en hann hélt fyrst í at- vinnumennsku árið 1998, en þá lék hann hálfan vetur með spænska liðinu Caja. ➤ Hann kom svo aftur í Val enhélt til Magdeburgar í Þýska- landi vorið 2002. Þaðan gekk Sigfús til liðs við spænska lið- ið Ademar León, en hann mun að öllum líkindum leika aftur með Valsmönnum í vet- ur og hyggst enda ferilinn að Hlíðarenda. SIGFÚS SIGURÐSSON „Þetta gekk bara fínt enda fór vel á með okkur. Ég hefði reyndar viljað fá hann fyrr til að geta verið lengur með hon- um, og árangurinn á eftir að koma betur í ljós, en við vorum strax á réttri leið fannst mér. Ef ég hefði fengið hann fyrr hefði hann geta orðið eins og nýr maður,“ sagði „galdramað- urinn“ Eggert Bogason sem með tilsögn sinni hefur komið handknattleiksmanninum Sig- fúsi Sigurðssyni í sitt besta stand í mörg ár. „Ég þykist kunna á þessa stærð af mönnum, sem eru rúmir tveir metrar og meira en 120 kíló, það er svona minn flokk- ur. Hann var mjög áhugasamur og ég er sannfærður um að ef hann heldur áfram með þetta getur hann blómstrað í mörg ár í viðbót,“ sagði Eggert, sem hefur þjálfað íþróttafólk úr fjölda greina, svo sem sundi, golfi og körfubolta, auk þess að þjálfa einnig á sínum tíma fé- laga Sigfúsar í landsliðinu, Loga Geirsson. Aðspurður um æfingarnar sem notast var við sagðist Eggert í fyrstu ekkert geta gefið upp enda lægi þarna að baki þrjátíu ára starfsreynsla. „Eigum við ekki að segja að ég hafi gefið honum blómafræfla og sent hann á þrekhjólið? Nei, nei, þetta eru bara hefð- bundnar styrktaræfingar sem ég hef látið mitt fólk gera í gegnum tíðina. Þetta byggist á margs konar lyftingaæfingum og þær hentuðu Sigfúsi vel.“ Sigfús getur blómstrað í mörg ár í viðbót Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.