24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 29

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 29
24stundir LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 29 ATH. Erum með 30 potta í sýningarsal okkar. Tilboð Skeljar kr. 200.000,- Arctic Spas Kleppsvegur 152 Sími 554 7755 www.heitirpottar.is H ann hefur gengið inn rauða dregilinn á Óskarnum, horfst í augu við George Clooney og dansað með Paris Hilton. Tilhugsunin vek- ur hjá honum kátínu, minninga- brot um súrrealískt kvöld sem seint gleymst. Hans eigin raunveruleiki, eins og hann birtist í myndunum hans, er hins vegar eins langt frá Hollywood-glamúr og er hægt er að komast. Myndir Rúnars Rún- arssonar fjalla um venjulegt fólk. Einangrað lengst uppi í íslenskri sveit eða flækt í fjötrum unglinga- hormóna. Fólk á krossgötum í líf- inu. Nýjasta myndin hans, Smáfugl- ar, var ein af níu stuttmyndum sem valdar voru til sýninga á Cannes- kvikmyndahátíðinni í ár og hefur á síðustu vikum unnið til verðlauna á fimm kvikmyndahátíðum víðs vegar um heiminn. Þar segir frá hálfum sólarhring í lífi Óla, aðal- persónu myndarinnar. „Þetta er uppvaxtarsaga hans og tekur á því hvernig drengur verður að manni,“ segir Rúnar. Af hverju þetta viðfangsefni? „Gerir maður ekki alltaf myndir um sjálfan sig? Ég hef verið ungur drengur og held að ég hafi orðið að manni. Ég hef verið unglingur og ég hef verið rugludallur. Það má ekki skilja það þannig að ég sé að gera ævisögur mínar. Maður verð- ur að hafa einhvern grunn til að byggja á. Svo skáldar maður í eyð- urnar og gerir eitthvað spennandi,“ svarar Rúnar. Myndin er rammíslensk og leik- ararnir sömuleiðis. Meira en hundrað krakkar fóru í áheyrnar- prufur síðastliðið sumar og að lok- um stóðu fjórir eftir. „Prufurnar tóku tvo og hálfan mánuð. Við fengum marga hæfileikaríka krakka í þær en hópurinn varð að passa saman. Ef ég gerði eitthvað rétt þá valdi ég réttu krakkana í þetta. Þau stóðu sig öll með sóma og léku frá hjartanu.“ Hvað eiga myndirnar þínar Síð- asti bærinn í dalnum og Smáfuglar sameiginlegt? „Þetta eru ástarsögur. Aðalsögu- hetjurnar eru á vendipunkti í lífi sínu og þurfa að taka drastískar ákvarðanir. Svo gerast þær báðar úti á landi, þótt það sé meira fyrir tilviljun.“ Af hverju hefurðu áhuga á fólki sem stendur á krossgötum í lífi sínu? „Áhugaverðar sögur fjalla um ákvarðanatökur á einn eða annan hátt. Þær eru margar krossgöturn- ar á lífsleið hvers og eins.“ Þú hefur greint frá því að Síðasti bærinn og Smáfuglar séu hluti af þríleik. Ertu búinn að skrifa hand- ritið að þriðju myndinni?„Nei, en ég er með alls konar hugmyndir um hana.“ Hvernig byggirðu handritin þín upp? „Það er misjafnt. Ég reyni að ganga með bók á mér og skrifa hugmyndir niður í hana. Ég á ágætis bunka af glósubókum, þar sem ég hef t.d. teiknað mynd af gömlum, grátandi manni að borða ís og fleira miklu dramatískara. Þegar ég hef skrifað mig einu sinni í gegnum handritið finnst mér gott að taka einn rúnt í gegnum glósu- bækurnar. Ef mér dettur eitthvað í hug bæti ég smáum eða stærri blæ- brigðum inn í handritið.“ Rekinn úr skóla fyrir misskilning Rúnar er þrjátíu og eins árs, ör- verpið í fjölskyldu sinni og ólst upp undir verndarvæng þriggja eldri systra á Seltjarnarnesinu. Foreldrar hans eru Rúnar Geirsson og Ragn- hildur Jónsdóttir. Gekk æskan áfallalaust fyrir sig á Nesinu? „Ætli það ekki. Það verða alltaf árekstrar. Unglingsárin eru eins og rússibanaferð og það var ekkert öðruvísi hjá mér en öðrum. Ég lék fótbolta á sumrin. Fór til Borgar- fjarðar eystri á sumrin, þaðan sem faðir minn er ættaður, og dvaldi hjá langömmu minni, ásamt fjöl- skyldunni.“ Þú talar um árekstra – voru það árekstrar við skólakerfið, fjölskyld- una eða félagana? „Bara allt þetta. Stundum var maður ósáttur við skólann eða skólinn ósáttur við mann sjálfan. Stundum var maður ósáttur við vinina …“ Varstu rekinn úr skóla? „Já, ég var nú reyndar einu sinni rekinn úr skóla. Fyrir að hafa lamið kennara úti í frímínútum. En það var allt annar drengur sem gerði það. Á þessum árum var margt upp á mig að klaga en þarna var ég hafður fyrir rangri sök. Kennarinn var aldrei spurður hver hefði lamið hann, heldur var bara ákveðið að reka mig úr skólanum. Ég var frá skóla í nokkra daga eða vikur, þar til kennarinn komst að því og leið- rétti þennan misskilning.“ Ég ræddi við nokkra vini þína og þeir minntust allir á það að þú hefð- ir mikið skap og værir fylginn þér …. „Ég kann betur með skap mitt að fara í dag en áður. Ég hef lært að telja upp í tíu – og síðan upp í hundrað. Nú sér maður rautt en áður var það blóðrautt. Ég hef að- eins náð að temja í mér skepnuna.“ Hvernig unglingur varstu að öðru leyti? „Ég ætlaði mér alltaf að verða atvinnumaður í fótbolta eða hand- bolta. Svo ætlaði ég að verða mark- mannsþjálfari.“ Heldurðu að það sé erfiðara að vera unglingur í dag en fyrir 15 ár- um? „Það er öðruvísi. Það er alltaf erfitt að vera unglingur. Allir þessir hormónar sem flæða um líkam- ann. Það væri örugglega erfiðara fyrir mig að vera unglingur í dag. Unglingar glíma við nákvæmlega það sama og áður, bara í annarri mynd. Að verða ástfanginn í fyrsta skipi og lenda í ástarsorg í fyrsta skipi. Hjartað er alltaf jafnvið- kvæmt, þótt þú eigir nýjan gsm- síma eða kunnir að nota tölvu.“ Hvernig fór ástin með þig á ung- lingsárum? „Ég átti mínar ástarsorgir sem unglingur. Annars væri maður ekki eðlilegur, held ég.“ Varstu bráðþroska? „Ég var hávaxinn og fékk hár á typpið tiltölulega snemma! En ég veit ekki um tilfinningalífið, hversu framarlega eða aftarlega á merinni ég var þar.“ Ekki hægt að feika einlægni Rúnar byrjaði snemma að skrifa en sköpunarþörfin leitaði útrásar á fleiri sviðum. „Ég var alltaf að rembast við að finna flöt á einhvers konar sköpun. Ég byrjaði ungur að skrifa smásögur og ljóð. Ástarljóð, a Unglingar glíma við nákvæmlega það sama og áð- ur, bara í annarri mynd. Að verða ástfanginn í fyrsta skipi og lenda í ást- arsorg í fyrsta skipti. HELGARVIÐTAL Eftir Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur heiddis@24stundir.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.