24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 24stundir Þankastrik eru fjölbreytt tómstundablöð fyrir alla þá sem hafa gaman af þrautum. Krossgátur, sudoku og ratleikir. Tvö glæný tölublöð fyrir sumarið. Brjóttu heilann í sumar! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Skemmtilega r gátur heilabrot og sudoku-þr autir Síðumúla 28 • 108 Reykjavík • Sími 522 2000 „Heiðra skaltu föður þinn og móður, en ekki nota meira en 31 stafabil til verksins. Þannig gætu skilaboð Þjóðskrár hafa hljómað þegar ég vildi heiðra móður mína með því að kenna mig bæði við hana og föður minn. Ég skyldi skráð sem Jónu og Helgadóttir en það má ekki.“ Matthildur Helgadóttir matthildurh.blog.is „Í dag las ég að opnaður hafi ver- ið nýr veitingastaður á Laug- arásvegi 1 þar sem tilbúnir réttir eru seldir eftir vigt. Vafalaust ágæt hugmynd hjá eigandanum sem sagður er heita Stefán Stef- ánsson. Eða á frekar að segja Mr. Stefan? Staðurinn heitir nefnilega Just Food to go.“ Guðmundur Magnússon gudmundurmagnusson.blog.is „Ætla mætti, miðað við þetta lán (að hitta tvo á tveimur dögum), að ég hafi átt þrjú þúsund átta hundruð og fimmtíu elskuhuga um ævina. En því fer fjarri. Er al- gjör tepra þó ég gangi ekki í nær- buxum. Ég enda alltaf í sambúð með þessum andskotum!“ Heiða Þórðardóttir heidathord.blog.is BLOGGARINN Valdimar tekur þó fram að hann sé lærður fagmaður og taki öll sín áhættuatriði alvarlega, annars væri hann dauður. „Allur undirbún- ingur miðast af því að koma í veg fyrir hið óvænta og hafa stjórn á ástandinu. Varla þarf að taka fram, að ekki er mælt með að fólk reyni þetta heima hjá sér.“ Málshátturinn „brennt barn forðast eldinn“ á ekki við Valdi- mar. „Nei, alls ekki. Þetta er orðið hálfgert hobbí hjá mér, sérstaklega á tímabili þegar ég gerði lítið ann- að en að prófa ýmsa líkamsparta til að kveikja í. Vill keyra í gegnum eldgöng „Annað heimsmet sem mig langar að slá er akstur á bíl í gegn- um logandi eldgöng. Það er þó öllu meiri framkvæmd og dýrari enda að mörgu að huga. Ég er ekki viss um hvert metið er núna en ég held að það sé í kringum 300 metrar,“ segir Valdimar, sem er lærðasti Ís- lendingurinn á sviði áhættuleiks, með margar stórmyndir undir beltinu, á borð við Die Another Day, Gangs of New York og flestar íslenskar kvikmyndir síðustu ára, sem krafist hafa áhættuleiks. Valdimar Jóhannsson er sannkallaður eldhugi Ætlar að kveikja í sjálfum sér Áhættuleikari Íslands, Valdimar Jóhannsson, hyggst slá tvö heimsmet á næsta ári. Annars vegar í sjálfsíkveikju og hins vegar í akstri gegnum 300 metra eldgöng. Eldhuginn Valdimar er hvergi banginn. Alelda Valdimar verður eflaust bálreiður fari eitthvað úrskeiðis, í það minnsta öskuvondur. Eftir Trausta S. Kristjánsson traustis@24stundir.is „Ég brenni mig eða svíð af einhver líkamshár í hvert skipti sem ég leik mér að eldinum,“ segir ofurhuginn og áhættuleikarinn Valdimar Jó- hannsson, en hann stefnir á að setja tvö heimsmet á næsta ári; annars vegar í sjálfsíkveikju og hins vegar í akstri gegnum eldgöng. Setur öryggið á oddinn „Metið í sjálfsíkveikju er tvær mínútur og sex sekúndur en ég stefni á að slá það. Ég er búinn að ganga með metið í maganum lengi en stefni á að gera þetta einhvern- tímann á næsta ári,“ segir Valdi- mar sem notast við sérstakan hlífð- arfatnað, sem smurður er með eldvarnargeli og settur í kæli sólar- hring áður en sjálfur bruninn fer fram. Þannig helst Valdimar kaldur lengst af, þó svo að hann sé alelda, einsog Nýdönsk söng forðum. „Ég er ekki klár á því hvert hita- stigið verður, en manni verður ansi heitt á skömmum tíma. Þá er mjög fín lína milli þess að vita hvenær hitinn nær hámarki og hvenær þú byrjar að brenna lifandi,“ segir Valdimar ósköp yfirvegaður, með- an blaðamaður sýpur hveljur. HEYRST HEFUR … Hinn skeleggi ritstjóri Monitor, Atli Fannar Bjarka- son, skemmti sér konunglega á Hróarskelduhátíð- inni á dögunum, enda mikið um dýrðir og góðar hljómsveitir, sem Atli sá kannski lítið af. Atli, sem jafnan er vinsæll meðal veikara kynsins hér heima, virðist nefnilega njóta ámóta vinsælda erlendis, því ein blómarósin tók sig til og stal sjónglerjum Atla, við dræmar undirtektir ritstjórans. tsk Og enn af Monitor. Í nýjasta tölublaðinu svarar Krummi í Mínus spurningum lesenda blaðsins. Í einni þeirra, er tengist meintri hegðun hans á djamminu, spyr Krummi á móti hvort viðkomandi sé sá sami og hafi sent systur sinni háfleyg dónaleg bréf. Samkvæmt heimildum 24 stunda var hann þó að grínast, engin slík bréf voru send, hann vildi að- eins sýna fram á fáránleika spurningarinnar. tsk Eitt stykki píanó getur verið til margra hluta nyt- samlegt, háð þeim skilyrðum að hljóðfærið sé í heilu lagi. Það er þó ekki reyndin hjá ljóta hálfvit- anum Ármanni Guðmundssyni, sem hirti hörpuna úr píanói sínu, sem úrskurðað hafði verið látið. Hvort hljómsveit Ármanns, Ljótu hálfvitarnir, noti hörpuna til tónlistarsköpunar er óvíst, en harpan er heil 100 kíló og því erfið til dansleikja. tsk Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 3 2 6 7 1 8 4 5 9 5 4 8 9 6 2 1 7 3 7 9 1 4 3 5 2 6 8 6 3 5 1 8 4 7 9 2 8 1 9 6 2 7 3 4 5 4 7 2 3 5 9 6 8 1 9 5 7 2 4 3 8 1 6 1 8 3 5 7 6 9 2 4 2 6 4 8 9 1 5 3 7 Jæja við verðum að borða í eldhúsinu, maturinn þinn ilmar ekki vel í stofunni a Nei, ætli ég reyni ekki að halda mig við eitthvað íslenskt, app- elsín til dæmis. Jæja Stefán, muntu skipta yfir í Pepsi? Stefán Pálsson er formaður Samtaka hernaðarandstæð- inga, en NATO hefur ráðið sér ímyndarsérfræðing frá Coca Cola til þess að efla vinsældir sínar.FÓLK 24@24stundir.is fréttir „Ég get ekki beðið, ég held að þetta verði ótrúlega gaman. Ég hef aldrei áður farið í svona tónleika- ferðalag og ég hef heldur aldrei komið til Seyðisfjarðar eða Borg- arfjarðar eystri,“ segir Bryndís Jak- obsdóttir sem verður á ferð og flugi um landið á næstu vikum. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í gærkvöldi í Iðnó en í kvöld spilar hún á LungA hátíðinni á Seyð- isfirði. Á þessum tónleikum spilar hún með hljómsveitinni Mosez High Tower en hana skipa félagar Bryndísar, eða Dísu eins og hún er kölluð, úr FÍH tónlistarskólanum. Með geggjaðan gítaleikara Frá Seyðisfirði heldur Dísa til Akureyrar þar sem hún spilar á Græna hattinum á fimmtudaginn, á föstudeginum verður hún í Gamla bænum í Mývatnssveit og þaðan heldur hún til Borgarfjarðar eystri þar sem hún spilar í Bræðsl- unni á laugardagskvöldið. Hún lýkur ferðinni svo í Reykjavík hinn 1. ágúst þegar hún kemur fram á Innipúkanum á NASA. Dísu til halds og trausts verður ungur og efnilegur gítarleikari að nafni Daníel Friðrik en hann er aðeins 19 ára. „Hann er besti gítarleikari sem ég hef kynnst. Hann er korn- ungur og ég veit að ég er að setja smápressu á hann með þessum orðum, en hann er bara æðislegur gítarleikari, svo skapandi og frum- legur,“ segir Dísa en fyrsta plata hennar, Dísa, hefur fengið góða dóma frá gagnrýnendum og frá- bærar viðtökur. haukurh@24stundir.is Bryndís Jakobsdóttir söngkona á ferðinni Á ferð um landið

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.