24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 13

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 13
fyrir hver umhverfisáhrifin verða,“ segir hún og bend- ir á að eðlilegast væri að ferlið væri þannig að þegar sótt væri um rannsóknarleyfi þá yrði það metið hvort nauðsynlegt væri að fram færi mat á umhverfisáhrif- um áður en leyfið yrði veitt. „Umhverfismatið á að leiða í ljós öll þau áhrif sem framkvæmdirnar gætu mögulega haft. Þegar það liggur allt fyrir þá vega og meta menn hvort það sé æskilegt að fara í fram- kvæmdina,“ segir Kolbrún. Þorsteinn segir að þegar Landsvirkjun hafi sótt um rannsóknarleyfi í Gjástykki þá hafi jafnframt verið gerð grein fyrir því hvernig standa ætti að fram- kvæmdunum og af hverju fyrirtækið teldi ekki ástæðu til þess að fram fari mat á umhverfisástæðum. „Okkar röksemdir voru fólgnar í því að við töldum okkur hafa fundið stað sem var í sjálfu sér ekki viðkvæmur og sem hægt var að komast að án mikils rasks,“ segir hann og bætir við: „Sérfræðingar á þessu sviði telja að hægt hefði verið að afmá öll merki þess að þarna hefði verið boruð rannsóknarhola“. Árni segir aftur á móti að Náttúruverndarsamtökin hafi barist fyrir því að umhverfismat færi fram áður en veitt væru rannsóknarleyfi. „Vegna þess að með rann- sóknum á svona stöðum með bor, vegalagningu og öllu tilheyrandi þá er þá þegar búið að eyðileggja svo mikið.“ Álit ráðherra réð úrslitum Þorsteinn og Valgerður telja bæði að álit iðn- aðarráðherra hafi haft mikil áhrif á niðurstöðu Skipu- lagsstofnunar, en þar mælti hann með því að fram færi mat á umhverfisáhrifum. „Iðnaðarráðherra hefur sagt að hann muni ekki svíkja Húsvíkinga, en ég veit að mörgum Húsvíkingum finnst að það sé einmitt það sem hann er að gera með þessu,“ segir Valgerður um álit iðnaðarráðherra. elias@24stundir.is aElías Jón Guðjónsson Iðnaðarráðherra hefur sagt að hann muni ekki svíkja Húsvíkinga, en ég veit að margir Húsvíkingar telja að það sé einmitt það sem hann er að gera með þessu 24stundir LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 13 Afmæli eru oftast gleðistundir, en þeir eru þó eflaust margir sem minnast ársafmælisins í dag með blendnum hug. Í dag er ár síðan bjartsýnin náði hámarki sínu í Kauphöll Íslands og vísitala verð- bréfanna var um níu þúsund stig, en nú aðeins ári síðar meira en helmingi lægri eða liðlega fjögur þúsund. Á sama tíma hefur verð- mæti krónunnar minnkað mikið. Í vikunni bárust fréttir frá Pak- istan um að þar hefðu hlutabréf lækkað í verði eins og víða annars staðar. Varð það til þess að þús- und fjárfestar mótmæltu við Kauphöllina og grýttu hana um leið og þeir kröfðust þess að henni yrði lokað í einhvern tíma til að stöðva verðlækkanir! En líkt og í mörgum neytendamálum bólar ekkert á mótmælum eða aðgerð- um hlutabréfaeigenda hér á landi. Óhjákvæmilega hafa þó fjölmarg- ir fundið fyrir þessum breyting- um, enda nemur verðmætarýrnun hlutabréfagengis í Kauphöll um 20 milljónum á hvert heimili í landinu. Þá er ótalin verðlækkun húsnæðis og aukin greiðslubyrði margra af erlendum lánum. Þyrluvellir En meðan umræðan í sam- félaginu er um kreppu berast okk- ur líka fréttir af því að gera hafi þurft ráðstafanir í þjóðgarðinum á Þingvöllum til að draga úr ónæði af þyrluflugi. Mun ónæði af þess völdum mjög hafa aukist vegna stækkana og nýbygginga glæsilegra sumarbústaða í og við þjóðgarðinn. Svo ekki hafa allir tapað á eignabólunni. Þó er auð- vitað margur prinsinn á mark- aðnum aftur orðinn að froski. Samdráttur var auðvitað löngu fyrirséður, en er miklu skarpari en vænst var vegna þess að hann fer saman við alþjóðlega lausafjár- kreppu. Þyrluflugið á Þingvöllum þarf ekki að koma á óvart því hin svonefnda kreppa mun ekki felast í harðæri hjá þeim sem högnuð- ust á góðærinu. Þegar við vorum í þenslunni að ræða um þetta fyr- irsjáanlega samdráttarskeið var þenslunni stundum líkt við partí en því tímabili sem nú er hafið við tiltektina. Allir vissu að þeir sem fara mestan í veislunni eru sjaldn- ast til stórræðanna við tiltektina. Þegar haustar að Það má ráða af umræðunni undanfarið að þetta þyki mörgum ósanngjarnt. Að þegar verið sé að taka lánin blómstri einstaklings- hyggjan og trúin á alvitran mark- að, en þegar borga eigi þau sé kallað eftir félagslegri samábyrgð og forystu stjórnmálamanna. Eiga skattgreiðendur að bjarga þessum aðilum er eðlilega spurt og stund- um með þjósti. En það er nátt- úrlega bara þannig í lýðræðislegu markaðssamfélagi að þegar mark- aðurinn ekki getur þá þurfum við saman að taka á. Með haustinu mun því reyna verulega á fé- lagslega forystu okkar, bæði í stjórnmálum og atvinnulífi. Við skulum ekki gleyma því, þótt svartsýni sæki að sumum, að tiltekt er til margra hluta nytsam- leg. Þannig vorum við í vikunni minnt á að ekki bara almenning- ur, heldur líka atvinnulífið og jafnvel steinrunnir stjórnmála- menn hafa áttað sig á því að við þurfum annan gjaldmiðil en krónuna. Ef við sætum nú lagi og skiptum um gjaldmiðil munum við njóta þess um langa framtíð. Okkur gefst líka tækifæri til að ná sátt um vernd og nýtingu náttúru Íslands til að tryggja bestu nýt- ingu náttúruauðlinda okkar. Nýt- ing þeirra verður okkur nú nauð- synlegri en fyrr enda munum við ekki lifa af bílunum og flatskjáun- um sem „fjárfest“ var í á þenslu- skeiðinu. Við þurfum að styrkja fjárhagslega bakhjarla samfélags okkar, m.a. með því að innsigla félagslega eign og arð af auðlin- dagnótt okkar. Þannig mætti áfram telja tækifærin, en ekkert eitt þeirra er patentlausnin eða hreinsar allt eins og hvítur storm- sveipur. Það eru spennandi tímar framundan. Höfundur er alþingismaður Ársafmælið VIÐHORF aHelgi Hjörvar Þannig vor- um við í vik- unni minnt á að ekki bara almenningur, heldur líka atvinnulífið og jafnvel steinrunnir stjórnmálamenn hafa átt- að sig á því að við þurf- um annan gjaldmiðil en krónuna. 4 VERÐ Í GANGI ÚTSALA 1.500 3.000 5.000 7.000 Veri› stælt í sumar Opnir tímar og frábært tilbo› sem gildir til 1. september 2008 á a›eins kr. 6.900. Mánudag/mi›vikudag/föstudag 10:00 létt leikfimi firi›jud/fimmtudag 12:00 leikfimi fyrir ófrískar konur 17:20 leikfimi 18:20 Stafaganga Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T Margrét Jónsdóttir, íflróttafræ›ingur Margrét er íflróttafræ›ingur frá Íflróttaskori Kennaraháskóla Íslands og hefur margvíslega reynslu í leikfimiskennslu barna og fullor›inna. Hún stundar nú nám í sjúkrafljálfun í Kaupmannahöfn. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol, 14., 21. eða 28. ágúst í viku. Bjóðum takmarkaðan fjölda íbúða á tveimur af vinsælustu gististöðum Heimsferða, Aguamarina og Timor Sol á hreint ótrúlegum kjörum. Íbúðarhótelin eru rétt við ströndina og miðbæinn í Torremolinos. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað og traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða. Verð kr. 59.990 Netverð á mann, flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, saman í íbúð á Augamarina eða Timor Sol, 14., 21. eða 28. ágúst í viku. Verð kr. 69.990 Netverð á mann, flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn, m.v. 2 fullorðna saman í íbúð á Aguamarina eða Timor Sol, 14., 21. eða 28. ágúst í viku. M b l1 02 80 77 Aðeins fáar íbúðir í boði! Costa del Sol í ágúst frá kr. 59.990 Frábær sért ilboð á vins ælu gististö ðunum Aguamarina og Timor S ol - kemur þér við AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 íþróttir útivist pólitík heilsa fréttir fé&frami golf 24fólk veiði neytendavaktin golf dagskrá menning viðtöl ferðalög viðskipti garðurinn grill 24lífið bílar neytendur umræða

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.