24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 41

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 41
24stundir LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 41 Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Hjá okkur fáið þið mikið úrval af barnabílstólum Mikki Mús Dýragarðurinn ÉG ÞARF AÐ SKJÓTAST! VIÐ SJÁUMST SJÁUMST! ÉG ÆTLA AÐEINS AÐ SLAPPA AF BANNAÐ AÐ GEFA DÝRUNUM HVAÐ ER AÐ ÞÉR?!? KANNTU EKKI AÐ LESA?!? Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is Rakel María Jónsdóttir er tíu ára stelpa úr Reykjavík en hún fór með fjölskyldu sinni á Húnavöku á Blönduósi síðustu helgi. Þar tók hún meðal annars þátt í skemmtilegri söngvakeppni. „Söngvakeppnin heitir Míkró- húnninn,“ sagði Rakel. „Ég söng lagið Betri tíð með Stuðmönnum og vann.“ Rakel segir að Stuðmenn séu samt ekki endilega uppáhalds- hljómsveitin sín. „Ég veit ekki alveg hvaða hljóm- sveit er uppáhaldshljómsveitin mín. En ég hlusta líka á Jóhönnu Guðrúnu til dæmis.“ Flott verðlaun Samkeppnin í Míkróhúninum var mikil og margir stóðu sig vel. Það var keppt í tveimur flokkum: 11 ára og yngri og 12 til 15 ára. „Það voru margir að keppa, um það bil 30 manns. Ég keppti í flokknum 11 ára og yngri. Í verð- laun voru rafmagnshlaupahjól, kókkippa og medalía. Svo fékk ég að syngja aftur á kvöldvökunni og það var bara fínt.“ Langar aftur á Húnavöku Rakel Marín er ekki frá Blöndu- ósi sjálf en amma hennar og afi eiga heima þar. Þar finnst henni margt skemmtilegt að gera en er ekki alveg viss hvað er skemmtileg- ast. „Það er nú góð spurning hvað er skemmtilegast að gera á Blöndu- ósi,“ segir hún. „Það er bara margt. Til dæmis að heimsækja ömmu og afa.“ Og hana langar að fara aftur á Húnavöku enda er margt fleira skemmtilegt þar fyrir krakka. „Það var hoppukastali. Svo var Íslandsmet í gítarkeppni á kvöld- vökunni.“ Rakel Marín vann söngvakeppnina Míkróhúninn á Húnavöku Söng Betri tíð á Húnavöku Sigurvegari Hér fagnar Rakel Marín sigri ásamt Gunnari Helga- syni leikara sem var kynnir. 24stundir/Jón Sigurðsson HÚSDÝR VIKUNNAR VÍSINDAHORNIÐ – Með venjulegum blýanti er hægt að draga allt að 56 kíló- metra langa línu. – Sá sem á heimsmet í því að ropa hæst heitir Paul Hunn og ropið hans er háværara en vélsög. – Nær enginn, eða alls enginn, getur sleikt sinn eigin olnboga. – Sumir indíánar mála útidyra- hurðina sína bláa til þess að halda slæmum öndum frá. – Það eru til um 6.000 tungumál í heiminum. – Elísabet I. Englandsdrottning átti 3.000 kjóla þegar hún dó. Skemmtilegar staðreyndir Vissir þú þetta? Geitin er spendýr með klaufir og hún jórtrar matinn sinn, eins og fleiri húsdýr. Geitur komu til Ís- lands með fyrstu landnámsmönn- unum og voru miklu fleiri í gamla daga en þær eru í dag. Þá voru þær stundum kallaðar kýr fátæka mannsins vegna þess að þær þurftu miklu minna að borða en kýr. Í dag eru um þúsund sinnum færri geit- ur á Íslandi en kindur, eða um 400. Karlgeitin nefnist hafur, kven- geitin huðna og afkvæmin kiðling- ar. Geiturnar eru oftast ekki mjög margar saman og innan hópsins er það alltaf hafurinn sem er með stærstu hornin sem stjórnar. Huðnurnar stanga hvora aðra mik- ið til að reyna að sýna stöðu sína innan hópsins. Kiðlingarnir eru oft mjög fjörugir og finnst lítið mál að fara burt frá mömmu sinni. Hægt er að mjólka geitur, fá af þeim ull og borða kjötið þeirra og þykir mörgum það afar gott. hj Geitur voru kallaðar kýr fátæka mannsins Íslenska geitin a Hvað stóð á skiltinu sem að tannlækn- irinn á Mars hengdi á gluggann sinn þegar hann fór til jarðar? - Lokað vegna jarðarfarar! Flugvélar haldast á lofti vegna þess að þrýstingur undir vængjunum er meiri en þrýstingurinn ofan þeirra. Vegna þrýstingsins verkar lyftikraftur á vængina og flugvélin helst á flugi. Flug- vélavængir eru þannig í laginu að efra borðið á þeim er stærra en það neðra. Loft- straumurinn fyrir ofan og neðan fer fram hjá vængnum á sama tíma en vegna þess að loftið fyrir ofan þarf að fara lengri leið fer það hrað- ar. Þeim mun hraðar sem loft fer þeim mun minni þrýsting hefur það. Það sem gerist þegar flugvél tekst á loft er það að þrýstings- munurinn á loftinu fyrir neðan væng og ofan, vegur á móti þyngd vélarinnar. Þegar loftið fer nógu hratt lyftist vélin og flýgur. Það geta allir sannreynt náttúrulögmálið um þrýstinginn sem kennt er við Bernoulli með einfaldri tilraun: Haldið tveimur blaðsíðum fyrir framan ykk- ur og blásið á milli; við það minnkar þrýstingurinn á milli blaðanna og þau færast Halldór Andri spyr Halldór Andri Kristinsson Hvernig geta flugvélar flogið? LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is krakkar

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.