24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 21

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 21
kemur að því að endurskoða lág- marksíbúafjölda sveitarfélaga. „Við munum nota sumarið til að fara betur yfir þessi mál. En auðvitað geta verið einhverjir fyrirvarar út frá t.d. landfræðilegum takmörk- unum,“ segir hann. Erfitt að svara „já“ eða „nei“ Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, segist ekki hissa á því að skiptar skoðanir séu á hugmynd samgönguráð- herra. „Ég held að þessari spurn- ingu sé erfitt að svara annaðhvort játandi eða neitandi. En ég er alveg klár á því að umræðan um þetta mál mun halda áfram.“ Hann bendir á að meðal annars vegna sameiningarátaks undanfar- in ár hafi sveitarfélögum fækkað úr 224 árið 1990 í 78. „Það er stefna sambandsins, sem samþykkt hefur verið á landsþing- um þar sem fulltrúar allra sveitar- félaga koma saman, að það skuli sameina sveitarfélögin enn frekar til að efla sveitarstjórnarstigið og það skuli gert með frjálsum sam- einingum. Við sveitarstjórnarmenn höfum hins vegar sagt að sökum þess að það er svo stutt síðan síðasta sam- einingarátak átti sér stað, þurfi lög- gjafinn að hafa skoðun á málinu og jafnvel að grípa til einhvers konar aðgerða, eigi að koma til mikilla sameininga til viðbótar.“ Sameining ekki forsenda Hann segir ljóst að efla þurfi mörg sveitarfélög í landinu til þess að þau geti tekið við þeim auknu verkefnum sem stendur til að færa til sveitarstjórna frá ríki, en bendir á að sameining sé ekki nauðsynleg forsenda eflingar. „Í stefnumótun landsþings sam- bandsins árið 2006 sögðum við að ekki væri hægt að bíða eftir enn frekari sameiningu sveitarfélaga, áður en við tækjum við þeim verk- efnum sem setja ætti til okkar. Við ætlum sveitarfélögum, sem eru of lítil til að taka við þessum stóru verkefnum, að þau hefji samstarf annaðhvort á fjórðungsvísu eða með því að tengja sig við stórt sveitarfélag.“ Eitt sveitarfélag Vestfjarða Aðspurður segist Halldór sjá fyr- ir sér frekari sameiningar. „Ég tel að sveitarfélög á Ströndum og Reykhólahreppur ættu að geta sameinast í eitt sveitarfélag; sveit- arfélögin þrjú á norðanverðum Vestfjörðum ættu að geta samein- ast í eitt sveitarfélag; og sveitar- félögin tvö á sunnanverðum Vest- fjörðum ættu að geta sameinast í eitt. Svo hef ég persónulega sagt áður að ég sé fyrir mér eitt sveitar- félag Vestfjarða.“ SVÖR FRAMKVÆMDASTJÓRA EÐA STAÐGENGLA Sveitarfélag Sveitarstjóri, oddviti eða staðgengill Íbúafjöldi Svar Reykjavíkurborg Ólafur F. Magnússon 118.861 Náðist ekki í Kópavogsbær Gunnar I. Birgisson 29.301 Nei Seltjarnarneskaupstaður Jónmundur Guðmarsson 4.453 Já Garðabær Gunnar Einarsson 10.139 Náðist ekki í Hafnarfjarðarkaupstaður Lúðvík Geirsson 25.107 Já Sveitarfélagið Álftanes Sigurður Magnússon 2.416 Náðist ekki í Mosfellsbær Haraldur Sverrisson 8.317 Náðist ekki í Kjósarhreppur Sigurbjörn Hjaltason 188 Nei Reykjanesbær Árni Sigfússon 13.686 Já Grindavíkurbær Ólafur Örn Ólafsson 2.817 Nei Sandgerðisbær Sigurður Valur Ásbjarnarson 1.754 Já Sveitarfélagið Garður Oddný G. Harðardóttir 1.492 Óviss/svara ekki Sveitarfélagið Vogar Róbert Ragnarsson 1.245 Óviss/svara ekki Akraneskaupstaður Gísli S. Einarsson 6.419 Já Skorradalshreppur Davíð Pétursson 54 Nei Hvalfjarðarsveit Laufey Jóhannsdóttir 683 Nei Borgarbyggð Páll S. Brynjarsson 3.763 Já Grundarfjarðarbær Guðmundur Ingi Gunnlaugsson 926 Nei Helgafellssveit Benedikt Benediktsson 60 Nei Stykkishólmsbær Erla Friðriksdóttir 1.102 Já Eyja- og Miklaholtshreppur Eggert Kjartansson 127 Nei Snæfellsbær Kristinn Jónasson 1.713 Nei Dalabyggð Grímur Atlason 711 Óviss/svara ekki Bolungarvíkurkaupstaður Elías Jónatansson 894 Nei Ísafjarðarbær Halldór Halldórsson 3.946 Óviss/svara ekki Reykhólahreppur Óskar Steingrímsson 265 Nei Tálknafjarðarhreppur Guðni Ólafsson 291 Náðist ekki í Vesturbyggð Ragnar Jörundsson 914 Já Súðavíkurhreppur Ómar Jónsson 220 Já Árneshreppur Oddný Þórðardóttir 49 Nei Kaldrananeshreppur Jenný Jensdóttir 105 Nei Bæjarhreppur Sigurður Kjartansson 107 Náðist ekki í Strandabyggð Ásdís Leifsdóttir 488 Nei Sveitarfélagið Skagafjörður Guðmundur Guðlaugsson 4.039 Óviss/svara ekki Húnaþing vestra Skúli Þórðarson 1.142 Já Blönduósbær Arnar Þór Sævarsson 896 Já Sveitarfélagið Skagaströnd Magnús B. Jónsson 526 Nei Skagabyggð Rafn Sigurbjörnsson 104 Náðist ekki í Húnavatnshreppur Jens Pétur Jensen 441 Já Akrahreppur Agnar H. Gunnarsson 205 Nei Akureyrarkaupstaður Sigrún Björk Jakobsdóttir 17.304 Já Norðurþing Bergur Elías Ágústsson 2.981 Já Fjallabyggð Þórir Kristinn Þórisson 2.190 Náðist ekki í Dalvíkurbyggð Svanfríður Jónasdóttir 1.957 Já Grímseyjarhreppur Brynjólfur Árnason 103 Náðist ekki í Arnarneshreppur Axel Grettisson 173 Nei Eyjafjarðarsveit Guðmundur Jóhannsson 991 Já Hörgárbyggð Guðmundur Sigvaldason 414 Nei Svalbarðsstrandarhreppur Árni K. Bjarnason 382 Óviss/svara ekki Grýtubakkahreppur Guðný Sverrisdóttir 354 Nei Skútustaðahreppur Guðrún María Valgeirsdóttir 395 Óviss/svara ekki Aðaldælahreppur Ólína Arnkelsdóttir 270 Óviss/svara ekki Tjörneshreppur Jón Heiðar Steinþórsson 59 Náðist ekki í Þingeyjarsveit Sigbjörn Gunnarsson 681 Náðist ekki í Svalbarðshreppur Stefán Eggertsson 115 Nei Langanesbyggð Björn Ingimarsson 485 Nei Seyðisfjarðarkaupstaður Ólafur Hr. Sigurðsson 711 Nei Fjarðabyggð Helga Jónsdóttir 4.973 Nei Vopnafjarðarhreppur Þorsteinn Steinsson 701 Nei Fljótsdalshreppur Gunnþórunn Ingólfsdóttir 383 Nei Borgarfjarðarhreppur Jón Þórðarson 147 Nei Breiðdalshreppur Páll Baldursson 198 Nei Djúpavogshreppur Björn Hafþór Guðmundsson 454 Já Fljótsdalshérað Stefán Bragason 4.033 Já Sveitarfélagið Hornafjörður Ásta Halldóra Guðmundsdóttir 2.119 Nei Vestmannaeyjabær Elliði Vignisson 4.038 Óviss/svara ekki Sveitarfélagið Árborg Ragnheiðir Hergeirsdóttir 7.693 Óviss/svara ekki Mýrdalshreppur Sveinn Pálsson 492 Náðist ekki í Skaftárhreppur Bjarni Daníelsson 473 Já Ásahreppur Eydís Indriðadóttir 176 Nei Rangárþing eystra Elvar Eyvindsson 1.749 Nei Rangárþing ytra Örn Þórðarson 1.558 Já Hrunamannahreppur Ísólfur Gylfi Pálmason 798 Já Hveragerðisbær Aldís Hafsteinsdóttir 2.281 Já Sveitarfélagið Ölfus Ólafur Áki Ragnarsson 1.971 Já Grímsnes- og Grafningshreppur Jón Guðmundur Valgeirsson 393 Nei Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sigurður Jónsson 528 Nei Bláskógabyggð Valtýr Valtýsson 975 Já Flóahreppur Margrét Sigurðardóttir 585 Nei Halldór Halldórsson bæjarstjóri 24stundir LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 21 Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Laugardagur 19. júlí 2008 Bubbi Morthens skýtur á Björk Guðmundsdóttur. » Meira í Morgunblaðinu Gamaldags maður Efnilegir tennisspilarar í barnablaðinu. » Meira í Morgunblaðinu Fyrir börnin Farartækið er gullskreytt blanda af indverskum glamúr og sí́gaunastemningu. » Meira í Morgunblaðinu Hamingjuhýsill Sjálfstæðismenn setja ESB á dagskrá. » Meira í Morgunblaðinu Sammála Einar Falur ræðir við Steinu Vasulka. » Meira í Morgunblaðinu Í Lesbókinni

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.