24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 24stundir Enginn er ég æsingamaður. Ég dái kyrrð og ró; friður og spekt er mér ævinlega efst í huga. Eigi að síður þykir mér nú kominn tími til að efna til nokkurs ófriðar í ís- lensku samfélagi. Ég hef nefnilega komist að þeirri niðurstöðu að hollast væri íslensku samfélagi á þessum síðustu og verstu tímum að boðað yrði til nýrra kosninga. Það er kreppa, já, og eins og ég hef margtekið fram í þessum pistl- um, þá er ég í grundvallaratriðum þeirrar skoðunar að við þurfum ekki að fara á taugum yfir því. Kreppur koma og fara og þessi kreppa núna verður orðin fjarlæg minning eftir svo og svo langan tíma, þegar allt verður aftur í blóma. Gjaldþrotin eru hafin En vissulega ræðst það af við- brögðum okkar núna hversu langt er þangað til og hversu miklir erf- iðleikarnir verða áður en allt fer aftur að hjarna við. Og ef viðbrögð okkar hér og nú reynast vera röng verður kreppan bæði mun lengri og mun illvígari en hún þyrfti að vera. Það er spáð hrinu gjaldþrota í haust. Það er reyndar röng spá. Sú hrina gjaldþrota er þegar byrjuð. Það sást í upptalningu á fyrirtækj- um sem nýlega hafa verið lýst gjaldþrota og birt var í Viðskipta- blaðinu, ef mér skjöplast ekki. Enda eru fyrirtækin að tærast upp af peningaskorti. Löngu fyrirséð vandamál Það vandamál var löngu fyrir- séð. Einmitt til þess að ráða bug á því vandamáli fékk ríkisstjórn Geirs Haarde heimild Alþingis til að taka risastórt lán erlendis. Pen- ingarnir áttu að lina lánsfjárkrepp- una hér á landi. Þetta leit vel út. Nema hvað svo gerðist ekki neitt. Það eru meira en tveir mánuðir síðan heimild var veitt til að taka lánið. En hvar eru peningarnir? Geir Haarde er sem fyrr hinn rólegasti og segir að lánið verði tekið þegar það er hagstætt. En kjörin á slíku láni eru nú þeg- ar töluvert verri en var í vor, þegar heimildin var veitt. Og ekkert útlit fyrir annað en þau muni versna enn í náinni framtíð. Svo var þetta þá bara brella, til þess ætluð að Geir fengi svolítinn frið í nokkrar vikur, og menn væru ekki alltaf að bögga hann? Því hann lítur á það sem bögg þegar hann er spurður um vænt- anlegar aðgerðir; það sáum við þegar hann skammaði fréttamann Stöðvar 2 fyrir dónaskap – vansæll- ar minningar. Sjálfstæðisflokkurinn ráðalaus Sjálfstæðisflokkurinn, sem fer með efnahagsstjórn landsins, virð- ist einfaldlega ráðalaus. Hann, sem alltaf hefur hreykt sér af því að vera kletturinn í hafinu sem öll áföll brotna á, hann hefur nú ekki upp á neitt að bjóða. Og því bjargráði, sem umsókn að ESB og aðild að evrunni gæti verið, því er ekki hægt að beita af því Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki komið sér saman um hvernig taka skuli á málinu. Þótt aðild að ESB og evran séu ekki kraftaverkameðul og það muni reyndar taka langan tíma að koma málum hér í lag svo við get- um yfirleitt tekið upp evruna, væri það samt svo markverð yfirlýsing um að við ætluðum að taka til í okkar ranni að sækja um aðild að það mundi strax hafa góð áhrif. En það er ekki hægt af því að Sjálfstæðisflokkurinn er í upplausn út af málinu. Arfleifð gamla foringjans Gamli foringinn má ekki til þess hugsa, enda væri þá arfleifð hans öll farin fyrir lítið, og í flokknum er enn valdamikill hópur sem telur arfleifð gamla foringjans skipta meira máli en efnahag þjóðarinnar. Þess vegna má ekkert gera. Sjálfstæðisflokkurinn er ráðalaus á þessu sviði líka. Ég fæ ekki betur séð en eina ráð- ið sé að efna til ófriðar og fara fram á nýjar kosningar. Í kosningabar- áttu yrði Sjálfstæðisflokkurinn neyddur til að móta almennilega stefnu í ESB-málum og kjósendur gætu þá tekið skýra afstöðu til þeirrar stefnu. Gætum kosið um miðjan ágúst Ef vel gengi gæti ríkisstjórnin síðan bara haldið áfram og Geir Haarde hefði þá fengið skýrt um- boð til þess sem hann ætlaði að gera. Og væri maður að meiri. En ef flokkurinn hefur ekki upp á neina afgerandi kosti að bjóða í málinu ætti hann að skreppa í frí. Endurhlaða batterí sín. Hreinsa út úr skúmaskotum sínum og hleypa inn ferskum vindum. Voðalegt vesen að kjósa? Í Bretlandi tekur kosningabar- átta þrjár vikur. Við gætum kosið um miðjan ágúst. Efnaha gslífið í öldud al. 2010200019901980 Sjálfstæðisflokkurinn þarf að komast í frí aIllugi Jökulsson skrifar um Sjálfstæðisflokkinn Hann, sem alltaf hefur hreykt sér af því að vera kletturinn í hafinu sem öll áföll brotna á, hann hefur nú ekki upp á neitt að bjóða. Kosningar í ágúst Í Bretlandi tek- ur kosningabarátta þrjár vikur. Við gætum kosið um miðjan ágúst. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Frábær gisting - örfáar íbúðir í boði Bjóðum nú frábært sértilboð 16. ágúst í 1 viku eða 2 vikur á Hotel Forum með hálfu fæði, okkar aðalgististað á Rhodos. Hótelið er vel staðsett aðeins um 100m frá ströndinni. Góður sundlaugagarður er við hótelið, buslulaug, veitingastaðir og barir. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað Heimsferða. Takmarkaður fjöldi íbúða í boði á þessu frábæra verði. Verð kr. 59.990 -m/hálfu fæði Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/1 svefnherbergi í viku. Aukavika kr. 15.000. Verð kr. 69.990 -m/hálfu fæði Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi í viku. Aukavika kr. 15.000 M b l1 02 80 75 Sértilboð á Hotel Forum - hálft fæði Rhodos 16. ágúst frá kr. 59.990

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.