24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 24stundir Upplýsingar í símum 845-1425 / 899-1295 www.kgbtours.is Ástralía frá 12. til 29. okt. 2008. Heillandi ferð, ósnortin náttúra, kóralrif með öllu sínu lífríki, hvítar strendur og þjóðgarðar. Heimsókn á vínbúgarð og Australian Zoo, heimili hins fræga Crocodile Hunter o.m.fl. Verð kr. 468.575 á mann í tvíbýli. Allra síðasti séns að komast með í þessa mögnuðu ferð. Í aðdraganda kosninga í maí 2007 sagði formaður Samfylking- arinnar að: „Með þessari stefnu- mótun um hið Fagra Ísland hefur Samfylkingin tekið þá skýru stefnu að sú stóriðjustefna sem ríkis- stjórnin hefur fylgt á umliðnum ár- um og boðar á komandi kjörtíma- bili eigi ekkert erindi við framtíðina. Hún á ekkert erindi við framtíðina, nú er tímabært að stokka upp spilin, gefa upp á nýtt og gefa náttúrunni betri spil á hendi en hún hefur haft hingað til. Samfylkingin mun fylgja þessu máli fast eftir, þetta verður vega- nesti hennar inn í nýja ríkisstjórn.“ (Umræður um stefnuræðu for- sætisráðherra 3. október 2006) Hvað fékk Samfylkingin? Því miður verður að segjast að Samfylkingin hefur ekki fylgt þessu máli fast eftir. Nú hefur formaður hennar, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, gefið þá skýringu að Sam- fylkingin hafi fallist á málamiðlun um áframhaldandi stóriðjuupp- byggingu – tvö ný álver – 24 stund- ir 15. júlí. Er það trúverðug skýring á því hvers vegna Samfylkingin gaf eftir þá skuldbindingu við kjósend- ur að stóriðjustefnan ætti ekkert erindi við framtíðina. Eða, hvað fékk Samfylkingin – kjósendur hennar – í staðinn fyrir að falla frá kröfunni um stóriðjuhlé? Hver var eftirgjöf Sjálfstæðisflokksins í stjórnarmyndunarviðræðum? Hvaða markmið Fagra Íslands hafa náð fram að ganga með því að fall- ast á stefnu sem – samkvæmt for- manni hennar – á ekkert erindi á við framtíðina? Af hverju greinir formaðurinn frá þessari eftirgjöf núna? Skýring eftir á „Núna,“ sagði Ingibjörg Sólrún við 24 stundir: „stöndum við frammi fyrir allt öðrum hlutum“, og vísar til breytts efnahagsástands. Engir slíkar fyrirvarar voru gefnir við þau markmið sem sett voru fram í Fagra Íslandi. Á hinn bóginn leiðir þessi eftir-á-skýring Ingi- bjargar Sólrúnar hugann að því lof- orði hennar „að stokka upp spilin, gefa upp á nýtt og gefa náttúrunni betri spil á hendi en hún hefur haft hingað til“. Ef slík uppstokkun – New Deal Samfylkingarinnar í náttúruverndarmálum er háð efna- hagsástandinu, hvers er þá að vænta af Rammaáætlun? Í viðtalinu við 24 stundir sagði formaður Samfylkingarinnar að grunnhugsunin að baki Fagra Ís- landi snúist ekki um „hvort það eigi að byggja álver eða ekki“. Les- endur Alþingistíðinda munu eiga erfitt með að trúa því. Sagði ekki Ingibjörg Sólrún skýrum stöfum að Fagra Ísland gengi þvert gegn stóriðjustefnu fyrri ríkisstjórnar? Loforð formanns Samfylkingar- innar voru ekki gefin í hita leiksins heldur var um að ræða vel und- irbúna ræðu, yfirfarna af helstu forustumönnum flokksins, sem mótvægi við stefnuræðu forsætis- ráðherra í upphafi kosningavetrar 2006/2007. Orð Ingibjargar Sól- rúnar voru því skýr skilaboð til kjósenda um að Samfylkingin væri algerlega andvíg stóriðjustefnu fyrri ríkisstjórnar. Rýr trúverðugleiki Nú lætur formaður Samfylking- arinnar í veðri vaka að Fagra Ísland hafi öðru fremur snúist um að- ferðafræði en ekki stóriðjuhlé, auk þess sem unnið sé að „öllum meg- inmarkmiðum Fagra Íslands“. Í gær minnti iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, á eitt meg- inmarkmiða Fagra Íslands; að frið- lýsa Þjórsárver í heild sinni í sam- ræmi við tillögu Umhverfisstofnunar. Það markmið náðist ekki. Þjórsárver voru smætt- uð niður í „hið sérstaka votlendi veranna“ líkt og segir í stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar; orðalag sem ekki útlokar Norðlingaöldu- veitu. Þessu útspili Össurar var umsvifalaust hafnað af hálfu for- sætisráðherra sem þó sagði vera í lagi að Össur hefði þetta áhugamál. Hvernig hyggst Ingibjörg Sólrún fylgja eftir þessu meginmarkmiði Fagra Íslands? Eins og mál standa nú er trú- verðugleiki Samfylkingarinnar í umhverfismálum ákaflega rýr. Fagra Ísland færist æ fjær og jafn- lengi og forustumenn flokksins gefa skýringar út og suður, þvert á kosningaloforð og fyrirheit um nýja tíma í náttúruvernd mun þetta mál elta Samfylkinguna og veikja trúverðugleika hennar. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands Hvað er Fagra Ísland? UMRÆÐAN aÁrni Finnsson Hvaða mark- mið Fagra Ís- lands hafa náð fram að ganga með því að fallast á stefnu sem – samkvæmt formanni hennar – á ekkert erindi á við framtíðina? Þjórsárver „Eins og mál standa nú er trúverðugleiki Samfylkingarinnar í umhverfismálum ákaflega rýr.“ Umræður í tilefni af vangavelt- um mínum um þann kost, að semja um evruaðild við Evrópu- sambandið (ESB) en ekki aðild Ís- lands að ESB, hafa staðfest rétt- mæti þeirrar skoðunar að lögheimildir séu fyrir ráðherraráð ESB til slíkra samninga og niður- staðan yrði bindandi fyrir stofnanir ESB og aðildarríki, án þess að þau þyrftu að fullgilda samninginn. Séu lögheimildir fyrir hendi er unnt að leita leiða til að nýta þær. Í þessu tilviki ræðst framhaldið af stjórnmálavilja hér á landi og inn- an Evrópusambandsins. Stjórn- málastefna ESB er mótuð í höfuð- borgum aðildarríkjanna en ekki af embættismönnum þess. Vegferðin hefst hjá ríkisstjórnum ESB-landa en ekki hjá embættismönnum í Brussel eða sendiráði ESB í Ósló. Umræðurnar hafa dregið fleira fram en þetta. Þar ber hæst hve þeim, sem vilja leiða Ísland inn í ESB, er ljúft að beygja sig undir embættisvilja Brusselvaldsins. Dæmi um það má sjá í grein eftir Helgu Völu Helgadóttur, dálkahöf- und 24 stunda, sem blaðið kynnir til sögunnar sem „áhugakonu um ábyrga landstjórn“, þegar hún segir um mig: „Mér finnst það harla óá- byrgt af Birni Bjarnasyni dóms- málaráðherra, sem alla jafna vill láta taka mark á sér, að slengja fram þessari hugmynd sinni.“ Helgu Völu finnst ekki aðeins ámælisvert að ég kynni rökstudda og réttmæta hugmynd, heldur fell- ur henni jafnvel enn verr að ég hafi skoðun á ummælum Percys Wes- terlunds, sendiherra ESB, og telur hún mig með því hafa svarað hon- um „af fullum hroka“. Helga Vala er auk þess miður sín yfir því „að svona vitleysisumræða íslenskra ráðamanna berist út fyrir land- steinana“ eins og hún orðar það. Ef íslenskur ráðherra lýsir skoð- un, sem fellur ekki í kramið hjá Brusselvaldinu, sýnir hann því hroka og verður þjóðinni til skammar með vitleysisgangi. Eitt er að vilja Ísland í Evrópusam- bandið, annað að því fylgi sá þræls- ótti við Brusselvaldið sem orð Helgu Völu endurspegla. Undir- gefni af þessu tagi er helsta upp- spretta þess að þjóðir segja nei þeg- ar spurt er hvort framselja skuli meira þjóðlegt vald til Brussel. Að kenna viðhorf Helgu Völu við „ábyrga landstjórn“ er hreint öf- ugmæli – þau leiða til þess að stjórnin flyst á brott úr landinu. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. Undirgefni og Brusselvald UMRÆÐAN aBjörn Bjarnason Eitt er að vilja Ísland í Evrópusam- bandið, ann- að að því fylgi sá þrælsótti við Brusselvaldið sem orð Helgu Völu endurspegla. Percy Westerlund „Ef íslenskur ráðherra lýsir skoðun sem fellur ekki í kramið hjá Brusselvaldinu sýnir hann því hroka.“ Hvers vegna ætti ríkið að taka lán til þess að hjálpa bönkunum? Spurninguna þá arna heyri ég dag- lega. Í vikunni bætti leiðarahöf- undur 24 stunda um betur og sakar Framsóknarflokkinn um ábyrgðar- leysi að kalla eftir skilyrðislausri eflingu gjaldeyrisforðans. Í tillögum sem flokkurinn lagði fram í síðustu viku leggjum við höfuðáherslu á tafalausa stýri- vaxtalækkun og umrædda lántöku ríkissjóðs til stuðnings krónunni og gjaldeyrisvaraforða landsmanna. Tillagan er ekki sett fram í ábyrgðarleysi eins og leiðarahöf- undurinn heldur fram og ekki af einskærri umhyggju fyrir auð- mönnunum sem ráða bönkum landsins. Styrkjum hagkerfið Efling gjaldeyrisvaraforða lands- manna hefur margþætt hlutverk sem snertir miklu fleiri en bara þá sem reka fjármálafyrirtæki í land- inu. Krafan um að Íslendingar taki upp annan gjaldmiðil tengist ein- mitt veikri stöðu krónunnar. Það er framtíðarverkefni að ræða um gjaldmiðilinn og peningastefn- una en verkefni dagsins í dag er að styrkja stöðu krónunnar. Með sterkari gjaldeyrisvarasjóði er ríkið ekki að gefa íslenskum bönkum peninga enda fengju hvorki þeir né ríkissjóður umrætt fé til brúks. Við lánsfjárkreppuna sem ríður yfir heiminn hefur það gerst að vextir margra fyrirtækja hafa í reynd stokkið úr um 5 prósent í blandaðri skuldasamsetningu krónu og erlendra gjaldmiðla yfir í 15 prósent okurvexti Seðlabank- ans. Um leið og við styrkjum gjald- eyrisvaraforða þjóðarinnar aukum við líkurnar á að fyrirtækjum landsmanna bjóðist aftur kostur á að taka lán í öðru en hávaxtakrón- um. Beðið og bloggað … Ríkisstjórnin hefur margoft við- urkennt þörfina á þessari lántöku en nú er að heyra að kjör ríkissjóðs séu ekki nógu hagstæð. Það að bíða eftir að þau batni er mikið hættu- spil. Meðan beðið er blæðir hag- kerfinu og það aftur er líklegast til að gera kjörin enn verri. Lánakjör Íslendinga ráðast af tvennu. Annars vegar stöðu hagkerfisins og hins vegar pólitísku áræði og dugnaði þeirra sem fara með stjórn lands- ins. Það er ekkert sem segir að við þurfum að ræða við Evrópumenn eina um lán. Stærstu peningatank- ar heimsins eru nú í austrinu, hjá Kínverjum, Rússum og jafnvel Ind- verjum og þar getur verið mögu- leiki að leita hófanna. Geir H. Haarde hefur nú allt frá því á aðalfundi Seðlabankans sl. vetur boðað að til standi að ríkið taki umrætt lán og væntingar við- skiptalífsins og erlendra aðila horfa til efnda á því loforði. Þar eru þegar orðnar miklar vanefndir enda liðið hálft ár frá umræddum aðalfundi. Það er því langsótt hjá fyrr- nefndum leiðarahöfundi að saka Framsóknarflokkinn um ábyrgðar- leysi. Ábyrgðarleysið felst í að skapa væntingar og lofa aðgerðum til styrkingar á ímynd hins íslenska efnahagslífs og standa svo ekki við það loforð. Já og það er líka ábyrgðarleysi að leiðarahöfundar séu að mæla slíkt upp í forsætisráð- herra sem helst gerir sér nú til dundurs að halda blaðamanna- fundi um bloggsíður samráðherra sinna! Höfundur er alþingismaður Ábyrgðarleysi sem skaðar hagkerfið UMRÆÐAN aBjarni Harðarson Ábyrgð- arleysið felst í að skapa væntingar og lofa aðgerð- um til styrk- ingar á ímynd hins íslenska efna- hagslífs og standa svo ekki við það loforð.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.