24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 38

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 24stundir Ljósmynd/Gunnar Þór Nilsen Kristjana Stefánsdóttir tónlistarmaður. Það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir orðið sveitaball? „Þetta var eina skemmt- unin sem í boði var áður fyrr. Á sveitaböllunum komu saman allt frá óhörðnuðum ungling- um upp í sjötuga bændur. Ég fór að syngja á sveitaböllum sautján ára og þá voru fimm hundruð manns á hverju einasta balli. Stemningin var stórkostleg. Maður lagði af stað í hljómsveitarbíl snemma á laugardagsmorgni, með ljós og reykvélar og kom svo heim eftir sólarhring. Landslagið breyttist með bjórnum og pöbbunum. Svo gerðu böndin úr Reykjavík „innrás“ á sveitaballamarkaðinn, eins og Sálin, Nýdönsk og fleiri, og þá breyttist þetta meira í unglingaskemmtanir. Einu sveitaböllin sem eftir eru í dag eru réttarböllin á haustin.“ Besta ballið sem þú hefur sungið á? „Það var réttarball með Karma í Árnesi, sumarið 1988. Þá voru yfir þúsund manns í húsinu, sem tekur 500-600 manns. Fólk flæddi um allar dyr og við spiluðum langt fram yfir tímann því það var svo mikið stuð.“ Besti ballstaður á Íslandi? „Uppáhaldsballstaðirnir mínir eru fjórir; Árnes, Aratunga, Njáls- búð og Flúðir. Reyndar voru líka mjög góð böll á Borg í Grímsnesi. Ég á góðar minningar um alla þessa staði.“ Eru sveitaböll deyjandi fyrirbæri? „Vonandi ekki. Það þarf að búa til einhverja ballstemn- ingu aftur. En jú, kannski eru þau það.“ Stórkostleg stemning Það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir orðið sveitaball? „Sveitaball er ball úti í sveit. Þau tíðkuðust mikið fyrir nokkrum árum en fór síðan að- eins að fækka. Nema í Skagafirðinum! Hér er alltaf haldið hefðbundið sveitaball um það bil einu sinni í mánuði. Ég spilaði til dæmis á Jónsmessuballi í Hofsósi í lok júní fyrir 500- 600 manns. Við höfum líka spilað í Árgarði en Miðgarður í Varmahlíð, það mikla sveita- ballahús, er lokaður vegna viðgerða í sumar.“ Eru sveitaböll deyjandi fyrirbæri? „Sumstaðar kvarta menn undan því að þetta sé að dragast mikið saman. Það varð mikil breyting á dansleikjahaldi eftir að bjórinn kom og pöbbarnir spruttu upp.“ Hefurðu sjálfur farið á sveitaball? „Ég gerði það náttúrlega þegar ég var ungur og sætur! En það var ekki lengi því ég fór ungur að spila og hef haldið út síðan.“ Besta ballið sem þú hefur spilað á? „Miðgarður í Varmahlíð var gott sveitaballa- hús en gullaldarár hans voru á milli 1970 og 1980. Um verslunarmannahelgina tjölduðu þar yfirleitt 1.000-2000 manns og fóru á böll öll kvöldin. En ég hef spilað á mörgum, góð- um böllum í öllum héruðum landsins.“ Geirmundur Valtýsson tónlistarmaður. Ennþá sveitaböll í Skagafirði Það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir orðið sveitaball? „Alvöru sveitaball er haldið einhvers staðar úti í sveit. En það hef- ur lengi verið settur sami stimpill á dansleiki sem haldnir eru af popphljómsveitum. Þetta er dálítið séríslenskt. Þessi rómantík sem er fólgin í að fara út á land og dansa frá sér allt vit í stóru félagsheimili.Ég var svo heppinn að fá að upplifa mjög blómlega sveitaballa- menningu. En ég fór aldrei á sveitaball nema til að spila. Ég sakna þessara tíma svolítið. Þetta var ógeðslega skemmtilegt! Mér þætti miður ef komandi kynslóðir misstu af þess- um „fílingi“.“ Besta ballið sem þú hefur spilað á? „Við í „Móralnum“ spiluðum oft í Broadway fyrir 2.000 manns. Svo fylltum við Njálsbúð, Ýdali og Miðgarð. Ég held að besta ballið hafi samt verið í Miðgarði í Skagafirði 1998. Þá frumfluttum við lagið Farinn í 19-20 á Stöð2 og spiluðum svo í Miðgarði um kvöldið. Ballið byrjaði þannig að tjaldið var dregið frá um leið og við byrjuðum á laginu. Mjög dramatískt. Smekkfullur kofi og allir kunnu lagið. Það var ógleymanlegt!“ Einar Ágúst tónlist- armaður. Séríslensk sveita- rómantík Það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir orðið sveitaball? Ýdalir eru mér of- arlega í huga. Ég fór þar á mitt fyrsta sveita- ball, fimmtán ára gömul, og hef einnig sung- ið þar. Pöbbarölt eða sveitaball? Sveitaball er mun skemmtilegra að mínu mati eða bara vera í heimahúsi með góðum vinum. Þar ræður maður tónlistinni sjálfur og ekki verra að heyra í þeim sem maður spjallar við. Hvenær fórstu síðast á sveitaball? Það er langt síðan. Ætli það hafi ekki verið áður en við í Írafári tókum okkur hlé. Fyrir um það bil tveimur árum eða svo. Vá, hvað tíminn líður hratt! Besta ballið sem þú hefur sungið á? Það eru svo mörg böll sem standa upp úr, bæði með Írafári og Stuðmönnum. Þjóðhátíð, Sjallinn á Akureyri og Hnífsdalur geyma góðar minningar. Hiti, sviti og troðningur. Klikkar ekki. Eru sveitaböll deyjandi fyrirbæri? Því mið- ur er það staðreynd að sveitaböllin eru að hverfa. Það er svona eitt og eitt ball yfir há- sumarið en það verður sennilega aldrei eins og það var. Þeirra er sárt saknað. Birgitta Haukdal tónlistarmaður. Hiti, sviti og troðningur Það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir orðið sveitaball? „Sveitaball! Gaman, gaman.“ Hvenær fórstu síðast á sveitaball? „Árið 1992 datt þessi svokallaða sveitaballamenn- ing svo til út en við í hljómsveitinni Karma höfum verið að spila á hestamannaböllum og svona. En áður voru sveitaböll allar helg- ar.“ Besta ballið sem þú hefur spilað á? „Sem betur fer eru ennþá haldin fín böll, til dæmis ballið á Hestamannamótinu á Hellu um daginn og á Bryggjuhátíð á Stokkseyri um síðustu helgi. Þetta voru toppböll.“ Besti sveitaballastaður á Íslandi? „Uppá- haldsstaðir okkar Mánanna voru Aratunga, Árnes, Borg og Flúðir.“ Eru sveitaböll deyjandi fyrirbæri? „Blóma- skeiðið var frá 1960-1980. Þá voru böllin miðpunktur skemmtanahalds og afþrey- ingar. Haldið var gott sveitaball um hverja helgi en núna eru 1-2 böll allt sumarið í þessum félagsheimilum. Það er mikil eftirsjá að sveitaböllunum því þar kom fólk svo víða að og mörg sambönd urðu til. Nú hittast bara lokaðar grúppur á þessum börum. Þetta verður allt orðið eingetið á endanum!“ „Labbi í Mánum“ tónlistarmaður. Mikil eftirsjá að sveitaböllunum Hvað varð um sveitaböllin? Ekki er ýkja langt síðan kynslóðirnar flykktust saman á sveitaböll. Birgðu sig upp af vodka og kók, brugðu sér í betri fötin – eða betri lopapeysuna – og keyrðu langar leiðir í næstu sveit til að missa ekki af Ballinu. Létu svo berast með þvögunni inn í loftlítið félagsheimili, stigu trylltan dans, fiskuðu slagsmál eða stofnuðu til ástarsambanda. Ekkert jafnast á við sveitaball, eins og skáldið sagði. En eru sveitaböllin að deyja út? Fimm tónlistarmenn velta því fyrir sér. heiddis@24stundir.is LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Því miður er það staðreynd að sveitaböllin eru að hverfa. Það er svona eitt og eitt ball yfir há- sumarið en það verður sennilega aldrei eins og það var. Þeirra er sárt saknað. spjallið

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.