24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. „Við fáum til okkar krakka allt niður í átta ára með átraskanir,“ sagði Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur hjá barna- og unglingageðdeild Land- spítala í 24 stundum í gær. Mann setur hljóðan við slík ummæli. Tilefnið var umfjöllun 24 stunda um að þriðjungur íslenskra stúlkna 13 og 15 ára reyni að megra sig. Hvergi er hlutfallið jafnhátt og hér, sam- kvæmt könnun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Athygli vekur líka að hlutfall stúlkna sem teljast of feitar er mun lægra en hlutfall stúlkna í megrun. 14-18% stráka á sama aldri reynir samkvæmt rannsókninni að megra sig. Átraskanir eru vaxandi heilbrigðisvandamál. Þær hafa alvarleg áhrif á lífsgæði og geta jafnframt verið lífshættulegar. En hverju er um að kenna? Hvers vegna er gildismatið svona kol- brenglað að börn telja brýnt að fara í megrun? Hvað hefur brenglað gild- ismat þeirra og ekki síður okkar foreldranna? Þó íslensk börn séu ef til vill sjálfstæðari en víðast annars staðar eru þau áhrifagjörn. Því gleymum við alltof oft. Þau heyra okkur foreldrana tala um holdafar, hver hafi fitnað og hver ekki. Það þykir langt í frá í lagi að vera með hold, hvað þá feitur, eins og við setjum það fram. Fagfólk gengur sumt jafnvel svo langt að horfa blint á kúrfur fræðanna og tala um frávik, jafnvel vandamál, ef börnin fylgja ekki kúrfunni út í ystu æsar. Líkamar okkar eru og verða mismunandi og það þarf ekki að hafa neitt með lífsvenjur eða heilbrigði að gera þó tölur á vigtinni stemmi ekki við kúrfurnar. Það er sjálfsagt og eðlilegt að hvetja til neyslu holls fæðis og heilbrigðra lífshátta. En þróunin hér er hættuleg. Sölumennskan og ímyndarsköpunin, sem birtist okkur meðal annars gegnum fjölmiðla, getur valdið ómældum þjáningum hjá börnum og unglingum sem vilja auðvitað falla inn í formið. Við upphefjum grannan vöxt og óttumst fitu. Feitu börnin eiga á hættu stríðni í skólum og enginn þarf að velkjast í vafa um hvers konar líkamsvöxtur er ávísun á útskúfun. Áherslan er lögð á vöxtinn, ekki lífshættina. Afleið- ingarnar geta orðið skelfilegar því mörg leita börnin örvæntingarfullra leiða þegar í óefni er komið. Er ef til vill tími til kominn að breyta matinu? Galið gildismat Myndbandið góða um FL Group sem Egill sýnir á silfurvefnum er magnað. Ég var hluthafi í FL Gro- up frá gamalli tíð. Þegar ég var polli fékk ég hlut í Eimskipum og Flugleiðum, það eina sem maður var varð við það þá voru dagatöl Eimskipa og kómískar arð- greiðsluávísanir Flugleiða. Ég átti enn hlutinn í FL og mér líður eins og Hannes og Jón Ás- geir hafi hlunnfarið mig. Við færsluna hjá Agli sjást svona at- hugasemdir: „ … er ekki hægt að koma lögum yfir þá …“ „Hvurskonar bananalýðveldi er þetta eiginlega?“ Friðjón R. Friðjónsson fridjon.eyjan.is BLOGGARINN Í minningu FL Fyrir kosningarnar 2007 benti ég á að nútímaálfyrirtæki teldu sig, af hagkvæmnisástæðum, þurfa að minnsta kosti eins stór álver eins og álverið í Reyðarfirði. Með einfaldri sam- lagningu væri hægt að finna út að á endanum þyrfti að virkja alla orku Íslands til að fullnægja kröfum þeirra sex staða, sem stefna að byggingu ál- vers á Íslandi og þá yrði ekkert eftir til okkar eigin þarfa eða fyrir fyrirtæki sem ekki menguðu og sköpuðu fleiri og betri störf fyrir hverja orkueiningu. Forsætisráð- herra taldi slíkt ýkjur og blaða- fulltrúi Alcoa setti ofan í við mig. Ómar Ragnarsson omarragnarsson.blog.is Engar ýkjur Akstur stórra bíla í miðbænum ætti að sjálfsögðu að vera bann- aður. Það er ógnvekjandi að ganga Laugaveg- inn þegar heilu skriðdrekarnir aka þar um. Bílar sem ætlaðir eru í hálendisferðir og bílar sem ætlaðir eru á vígvöllinn hafa ekkert að gera í akstur um miðbæinn eða inn í litlar húsa- götur. Hvers vegna eigum við að leyfa akstur þessara trukka inn í hverfin? Auðvitað á að banna akstur stórra bíla inn í íbúða- hverfi, þessir bílar eru stórhættu- legir þar sem ökumenn eru svo hátt uppi að þeir sjá ekki al- mennilega niður fyrir sig. Guðrún Þóra Hjaltadóttir gudruntora.blog.is Trukkar í miðbæ Þröstur Emilsson the@24stundir.is Það eru skiptar skoðanir um það hvort leyfi Landsvirkjunar til rannsóknarborunar í Gjástykki eigi að vera háð umhverfismati, en Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að svo ætti að vera. Rannsókn- arleyfið veitti Jón Sigurðsson þáverandi iðnaðarráð- herra þann 10. maí í fyrra, tveimur dögum fyrir kosn- ingar og hlaut hann nokkra gagnrýni fyrir það. Umdeild ákvörðun Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi Lands- virkjunnar segir ekkert hafa verið athugavert við þá tímasetningu hjá Jóni að veita rannsóknarleyfi á þess- um tímapunkti, rétt fyrir kosningar. „Eina hneykslið var að það hafi þá ekki verið búið að afgreiða það fyrir löngu,“ segir hann en Landsvirkjun hefur kvartað yfir því að núverandi iðnaðarráðherra og ráðuneyti hans hafi tafið alla framgang málsins með því að veita álit sitt á því hvort rannsóknarleyfið ætti að vera háð mati á umhverfisáhrifum allt of seint. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands bendir á að Jón Sigurðsson og Framsókn- arflokkurinn hafi boðað það fyrir kosningar að ekki yrðu veitt fleiri leyfi. „En það tók enginn mark á þeim,“ segir Árni og bætir við: „Síðan veitti Jón rann- sóknarleyfi í Gjástykki tveimur dögum fyrir kosningar og gekk þvert á eigin loforð.“ Valgerður Sverrisdóttir varaformaður Framsókn- arflokksins og fyrrverandi iðnaðarráðherra segir að þó svo að Jón hafi verið með frumvarp á þinginu þess efnis að ekki yrði farið inn á óröskuð svæði fyrr en rammaáætlun um verndun og nýtingu lægi fyrir þá hefði það ekki verið neinn glæpur af honum að veita rannsóknarleyfi í Gjástykki. „Þetta frumvarp hafði bara ekki stuðning á þinginu, þannig að hann var ekki bundinn af því,“ segir hún og bætir við: „Hann hefði ekki veitt leyfið ef lögin hefðu verið samþykkt, en stjórnarandstaðan kom í veg fyrir það.“ Hvort kemur á undan? Kolbrún Halldórsdóttir þingkona Vinstri grænna gagnrýnir þann skilning sem margir virðast hafa á umhverfismati. „Þetta er svo öfugsnúið. Það er búið að gefa leyfi í iðnaðarráðuneytinu áður en það liggur Umhverfismat eða ekki? SKÝRING

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.