24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 31

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 31
24stundir LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 31 Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is „Það er ég sem er forsetinn og hana nú.“ Þetta á Cristina Fernández de Kirchner, forseti Argentínu, að hafa hrópað til eiginmanns síns og fyrrverandi forseta landsins, Né- stors Kirchner, fyrir rúmri viku þegar þau rifust um hvort þeirra bæri ábyrgðina á uppreisn bænda sem kostað hefur Argentínu átta milljarða dollara frá því að hún hófst fyrir fjórum mánuðum. Samkvæmt fréttavefnum e24.no, sem vitnar í argentínska blaðið Perfil, trúðu nágrannar forseta- hjónanna í bænum El Calafate í Patagóníu varla sínum eigin eyrum þegar þeir heyrðu rifrildið um bændurna sem í mars síðastliðnum hófu mótmæli gegn útflutnings- skatti á sojabaunum. Néstor, sem er leiðtogi Perónistaflokksins, mun hafa viljað sýna bændum enn meiri hörku heldur en Cristina sem út- skýrði hækkunina á þann hátt að fátækir borgarbúar ættu að fá sinn hlut af batnandi efnahag landsins. Cristina sagði reyndar bændur hafa hagnast gríðarlega á ákvörðun stjórnvalda um að halda gengi pes- ósins lágu og að mótmæli þeirra væru velmegunarmótmæli. Sauma peningana í dýnurnar Ráðgjafarfyrirtækið Estudio Bein hefur reiknað út að óróinn hafi kostað Argentínu 8 milljarða dollara. Talið er að tap þjóðfélags- ins hafi verið um 3 milljarðar frá því að mótmælin hófust auk þess sem sparifjáreigendur hafi tekið út 5 milljarða dollara af reikningum sínum. Peningana hafa þeir ann- aðhvort lagt inn á erlenda banka eða saumað þá inn í dýnur sínar, samkvæmt frásögn e24.no. Nú segja sumir stjórnmálaskýr- endur í Argentínu að vilji Cristina, sem um þessar mundir nýtur stuðnings tæpra 25 prósenta kjós- enda miðað við 60 prósenta stuðn- ing í desember, bæta ímynd sína megi eiginmaður hennar ekki leng- ur stjórna á bak við tjöldin. Þótt algengt sé í Suður-Ameríku að draga taum ættmenna við stöðuveitingar og ættarveldin séu mörg kom það á óvart þegar Né- stor Kirchner skýrði frá því í fyrra að að eiginkona hans ætlaði að bjóða sig fram í forsetakosningun- um síðastliðið haust. Flestir höfðu spáð Nestor sigri í kosningunum. Landsmenn töldu það nefnilega honum að þakka að þeir komust upp úr efnahagslægðinni sem skall á 2001 en þá missti millistéttin sparifé sitt á nokkrum dögum og atvinnuleysið meðal verkamanna varð rosalegt. Sumir kváðust aldrei hafa haft það jafngott eftir að Nestor var kjörinn forseti. Hagfræðingar sök- uðu hins vegar forsetann um að breyta tölum sér í hag og starfs- menn hagstofu Argentínu efndu reglulega til mótmæla í fyrra vegna meintra afskipta yfirvalda. Aftur sætaskipti Nokkrir fréttaskýrendur eru þeirrar skoðunar að með framboði Cristinu hafi hjónin ætlað sér að reyna að byggja upp eigið ættar- veldi með því að skipta aftur um sæti í næstu forsetakosningum í Argentínu sem haldnar verða árið 2011, að því er greint var frá á fréttavef International Herald Trib- une. Forsetar í Argentínu geta ekki setið lengur en í tvö fjögurra ára kjörtímabil samfleytt. Eftir að hafa verið á hliðarlínunni í eitt kjör- tímabil geta þeir boðið sig fram á ný. Ákvörðun Nestors og Cristinu þótti í stíl við þá hefð perónista að koma eiginkonum valdamikilla leiðtoga til valda. Í kosningabaráttunni hegðaði Cristina, sem var öldungadeildar- þingmaður, sér eins og hún væri þegar forseti og þykir það hafa ver- ið skynsamlegt herbragð. Á meðan aðrir frambjóðendur voru á at- kvæðaveiðum heima í Argentínu heimsótti Cristina háttsetta erlenda stjórnmálaleiðtoga og fór meðal annars til Spánar, Austurríkis, Þýskalands og Mexíkó auk þess sem hún var viðstödd allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna. Bótox-Evita Áður en Néstor var kjörinn for- seti Argentínu 2003 lét Cristina ekki mikið á sér bera. Í argentínsk- um fjölmiðlum var hún sögð þekktust fyrir dýru tískuflíkurnar sem hún klæddist, skósafnið sitt og fegrunaraðgerðirnir sem fullyrt er að hún hafi gengist undir. Sumir fjölmiðlar hafa kallað forsetafrúna Cristinu drottningu en aðrir hafa kallað hana Evitu og vísa þá til Evitu Perón. Þessir sömu fjöl- miðlar hafa hins vegar bætt við viðurnefninu bótox vegna meintr- ar fegurðaraðgerðar forsetans. Forsetahjónum Argentínu, sem kynntust í laganámi, hefur ekki bara verið líkt við Evu og Juan Pe- rón, fyrrverandi forsetahjón Arg- entínu, heldur einnig Hillary og Bill Clinton. Og eins og Hillary þurfti Cristina auðvitað fé til þess að komast til valda. Dularfull ferðataska Lagt var hald á dularfulla ferða- tösku sem var full af grænum pen- ingaseðlum, samtals 800 þúsund- um dollara, á flugvellinum í Buenos Aires. Þessi taska olli Cristinu höfuðverk og milliríkja- deilum milli Argentínu og Banda- ríkjanna. Í ágúst í fyrra var kaupsýslumað- urinn Guido Antonini Wilson, sem er með bæði bandarískt og venesú- elskt vegabréf, stöðvaður á flugvell- inum í Buenos Aires þangað sem hann kom í einkaþotu í fylgd emb- ættismanna frá Venesúela og yfir- manna í olíufélaginu PDVSA sem er í eigu venesúelska ríkisins. Bandarísk yfirvöld fullyrtu að pen- ingarnir hefðu verið ólöglegt fram- lag forseta Venesúela, Hugo Chá- ves, til kosningabaráttu Cristinu. Cristina sagði hins vegar að um rógsherferð Bandaríkjanna væri að ræða í þeim tilgangi að skaða sam- bandið milli Argentínu og Venú- sela sem hefur orðið náið á und- anförnum árum. Antonini, sem átti ekki ferða- töskuna sem hann bar, sneri aftur til Bandaríkjanna, þar sem hann er búsettur, og gekk til liðs við banda- rísku alríkislögregluna. Með hler- unarbúnaði sem hann bar á sér á fundum og með símahlerunum kveðst lögreglan hafa komist að því dollaraseðlarnir í ferðatöskunni voru framlag frá Venúsela til kosn- ingabaráttu Cristinu. Peningapoki falinn á salerni Suður-Ameríkumenn eru vanir spillingu. Þegar poki með rúmlega 30 þúsundum dollara fannst í fyrrasumar í skáp á salerni flokks- systur Cristinu, Felisu Miceli sem þá var efnahagsmálaráðherra Arg- entínu, veltu menn því reyndar fyr- ir sér hvort fundurinn myndi ógna forsetaframboði forsetafrúarinnar. Felisa, sem neyddist til að segja af sér, kvaðst hafa geymt féð fyrir bróður sinn sem ætlaði að kaupa sér fasteign. Almenningur taldi hins vegar að um mútur væri að ræða eða jafnvel peningaþvætti. Cristina var kjörin forseti þrátt fyr- ir hneykslismálin en stundum þarf hún að minna eiginmann sinn á það hvort þeirra er forsetinn. Rifrildi forsetahjóna og full ferðataska af dollurum  Stjórnmálamenn í Suður-Ameríku skara eld að eigin köku og ættingjanna  Hneykslismál á færibandi ➤ Cristina Elisabet Fernándesde Kirchner og Néstor Carlos Kirchner Ostoic kynntust þegar þau voru bæði í laga- námi. ➤ Cristina og Néstor, sem eru ásextugsaldri, hófu stjórn- málaferil sinn á áttunda ára- tug síðustu aldar. FORSETAHJÓNIN Néstor og Cristina Talið er að þau ætli að hafa sætaskipti á ný árið 2011. Nordic Photos/AFP Keiko Fujimori Hún er sögð ætla að náða föður sinn, Alberto Fujimori, sem á yfir höfði sér 30 ára fangelsisdóm, verði hún forseti Perú 2011. Hingað til hefur hún neitað því að hún ætli í framboð en stuðningsmenn föður hennar hafa stofn- að nýjan flokk. Marta Sahagún Háværar raddir voru uppi í Mexíkó fyrir tveimur árum um að forseti landsins, Vicente Fox, myndi til- kynna að eiginkona sín, Marta Sahagún, tæki við forsetaembættinu af honum. Synir Mörtu af fyrra hjónabandi eru sagðir hafa hagnast á ferli hennar. Martín Torrijos Martín, forseti Panama, sonur fyrrverandi einræðisherra landsins, Omars Torrijos, hrifsaði til sín völdin fyrir fjórum áratugum og stjórnaði Panama til ársins 1981. Martín var kjörinn forseti 2004 en hafði áður gegnt ráðherraemb- ættum. Hillary Clinton Forsetjahjón Argentínu eru lögfræðingar eins og Hillary og Bill Clinton. Andstæðingar Clinton-hjónanna kváðust ekki vilja nýtt kjörtímabil með Bill Clinton þegar Hillary sóttist eftir að verða útnefnd forsetaframbjóðandi demó- krataflokksins. Raúl Castro Það kom fáum á óvart að litli bróðir Fidels Castro Kúbuforseta skyldi verða kjörinn forseti Kúbu á þingi landsins í febrúar síðastliðnum. Nýr for- seti Kúbu lagði til að allar stórar ákvarð- anir yfirvalda yrðu bornar undir Fidel stóra bróður. RÝNIR frettir@24stundir.is a Það er ég sem er forsetinn og hana nú.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.