24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 36

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 24stundir Eftir Heiðdísi Magnú́sdóttur heiddis@24stundir.is Guðríði Haraldsdóttur þekkja margir af skrifum hennar í Vik- una en þó ekki síður í gegnum bloggsíðu hennar, Sögur úr himnaríki, þar sem hún skrifar m.a. um strætóferðir, kettina sína og sápuóperuna The Bold and the Beautiful. Nýverið kom út bókin 50 sannar, íslenskar lífsreynslu- sögur, sem skrifaðar eru af Gurrí. „Ég byrjaði að blogga á blog. central.is en vinkona mín, Anna vélstýra, rak mig yfir á Mogga- bloggið. Ég lét tilleiðast vegna þess að ég vildi geta sett inn myndir. Núna er ég er hins vegar að flytja mig yfir á dv.is bloggið.“ Um hvað bloggarðu? „Ætli ég bloggi ekki mest um strætóferðir milli Akraness og Reykjavíkur, Chuck Norris, kett- ina mína og lífið í íbúðinni minni, himnaríki. Ég lýg. Ýki rosalega. Um daginn fór rafmagn- ið af í hálftíma og ég sagðist hafa farið að strokka smjör, súrsa slát- ur og hefði ekki fyrr verið búin að hita mér kaffi með hlóðabragði þegar rafmagnið kom aftur.“ Hver er Chuck Norris? „Ég fer upp í 1000 IP tölur á dag ef ég blogga um hann!Hann er töffari eins og Jack Bauer í 24. Þegar hann gerir armbeygjur ýtir hann sér ekki upp frá jörðinni, heldur ýtir hann jörðinni niður.“ Hvað færðu út úr því að blogga? „Með blogginu vita vinir og vandamenn að ég hef það fínt. Mér finnst gaman að fá komment og ég fylgist kannski betur með á margan hátt. Held ég fái fé- lagslega útrás með því að blogga og halda upp á afmælið mitt á hverju ári. En þar fyrir utan er ég frekar ófélagslynd.“ Guðríður Haralds- dóttir aðstoðarritstjóri Vikunnar Guðríður Haraldsdóttir er einn vinsælasti bloggari landsins Stuð í strætó NAFN: Guðríður Haraldsdóttir MENNTUN: Nám í hagnýtri fjöl- miðlun við Háskóla Íslands STARF: Aðstoðarritstjóri Vikunnar HJÚSKAPARSTAÐA/BÖRN: Ein- hleyp. Á 28 ára son, „erfðaprins- inn“. HNOTSKURN HVAÐ SEGIR ÍSLENDINGABÓK? Af bloggsíðu Nönnu Rögnvald- ardóttur: Ég fékk far með Hildigunni í hið árlega afmæli Gurríar. Sem var reyndar með töluvert öðrum svip en venjulega, enda er Gurrí komin til himnaríkis. KOMMENT: Hef haldið upp á afmælið mitt í 20 ár og þarna var Nanna Rögnvaldardóttir að koma í fyrstu veisluna eftir að ég flutti á Skagann. Himnaríki er nafnið á íbúðinni minni en hún er á 4. hæð í blokk og út- sýnið magnað yfir Langasandinn, hafið og yfir til Reykjavíkur. Gurrí komin til himna? Afmælisveisla í himnaríki Úr viðtali við Sirrý og Guðrúnu Evu Mínervudóttur: Hver er fyndnasti Íslendingurinn að ykkar mati? Guðrún: Þetta er erf- ið spurning en ætli það sé ekki hún Kaffi-Gurrí, blaðamaður sem bloggar undir nafninu Gurrihar. Hún er hrikalega fyndin.[...] Hún er reyndar móðursystir mín en hún er samt í alvörunni alveg rosalega fyndin! Ég skil ekki hvernig nokkur manneskja fer að því að vera svona fyndin nokkrum sinnum á dag. KOMMENT: Ég er eiginlega orðlaus hérna, kannski Eva mín hafi verið með þessu að gulltryggja að henni verði alltaf boðið í afmælin mín. Það er samt engin hætta á öðru. Úr viðtali við „litlu frænku“ Alveg rosalega fyndin Af bloggsíðu Steina Briem: Gurrí Þú veist nú að allir vita að við höfum ekki sofið ennþá saman, mín kæra Gurrí, en það er rétt hjá þér að það á ekki að gaspra um svona viðkvæm málefni. Kynferðisleg spenna mun allt- af liggja í loftinu á milli okkar og hana má ekki eyðileggja. Ég veit hvað þig dreymir um á nóttunni og hvers vegna þú mætir í vinnuna rjóð í vöngum.[...]Hvað ertu annars að gera um helgina? KOMMENT: Hahaha, ég man ekki eftir þessu. Steini Briem er bloggvinur sem ég hef greinilega kommentað hjá og ekki séð svar hans. Æ,æ. Ástaróður á netinu Meint kynferð- isleg spenna Af bloggsíðu Gurríar. Stutt minningaleiftur: Gurrí (við mátunarherbergi RÚV): „Ah, ég ætla að sækja fötin mín áður en þú skiptir um föt, ekki ætla ég að æða inn á þig á óheppilegum tíma.“ Haraldur veðurfræðingur: „Ja, slíkt er afar fátítt hér.“ (Ólíklegt að ég næði honum á brókinni.) Gurrí: „Nú, það er þá tilgangslítið að sækja um vinnu hér.“ Haraldur veðurfræðingur: „Ekki upp á slíka von.“ KOMMENT: Þetta var fyrir og eftir Útsvarsþátt á RÚV sem ég tók þátt í fyrir hönd Skagamanna. Ég gekk næstum inn á Harald veðurfræðing fyrir einn þáttinn. Vonlaus vinnustaður Haraldur ekki á brókinni Með lítilli fyrirhöfn má rekja ættir Gurríar í Íslendingabók og þannig fékkst þetta ófullkomna ættartré. Guðríður Haraldsdóttir 1958 Bryndís Jónasdóttir 1934 Mínerva Málfríður Jósteinsdóttir 1896-1971 Jónas Jónasson 1897-1964 LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Ætli ég bloggi ekki mest um strætóferðir milli Akraness og Reykjavíkur, Chuck Norris, kett- ina mína og lífið í íbúðinni minni, himnaríki. Ég lýg. Ýki rosalega. gúglið Íslensk gæðaframleiðsla Viðhaldsfrítt efni Endalausir möguleikar Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is Sérhönnuð fyrir íslenska veðráttu Markísur Alhliða reddingar frá A-Ö www.reddarinn.is reddarinn@reddarinn.is REDDARINN - Hjá okkur eru engin vandamál, bara verkefni!

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.