24 stundir - 05.09.2008, Side 4

24 stundir - 05.09.2008, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 24stundir Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Samgönguráðherra telur ekki að draga muni úr póstþjónustu þrátt fyrir ákvörðun stjórnar Íslands- pósts um að loka fjórum pósthús- um á landsbyggðinni. Landpóstar muni auka þjónustu sína. Fjórum pósthúsum lokað Á fundi stjórnar Íslandspósts síðasta þriðjudag var tekin ákvörð- un um að loka pósthúsum á Króksfjarðarnesi, í Varmahlíð, á Laugum og í Reykholti. Sveitar- stjórnir og íbúar á svæðunum hafa lýst allmiklum áhyggjum af því að lokanirnar muni valda skertri þjónustu. Sveitarstjórn Reykhóla- hrepps hefur sent samgönguráð- herra erindi þar sem þess er farið á leit við hann að gildistöku ákvörð- unar um lokun á Króksfjarðarnesi verði skotið á frest á meðan farið verði yfir málið með lögmönnum. Kristján Möller samgönguráð- herra segir að hann hafi beint þeirri ósk til stjórnar Íslandspósts að lokanir pósthúsa muni miðast við að uppbygging háhraðanet- tenginga sé langt komin eða lokið á svæðunum. „Varðandi ósk sveitar- stjórnar Reykhólahrepps um frest þá lít ég svo á að þar verði pósthús- inu ekki lokað fyrr en búið verður að byggja upp háhraðanettengingu á svæðinu. Almennt tel ég ekki að þjónusta muni versna því að land- póstar munu taka við og sinna því hlutverki sem pósthúsin sinntu áð- ur. Það má því segja að þjónustan geti í sumum tilvikum aukist.“ Landpóstar eiga að sinna verkefnum pósthúsa sem lögð verða niður á landsbyggðinni Háhraðanettengingar leysa pósthúsin af hólmi ➤ Útboð vegna uppbyggingarháhraðanettengingar á lands- byggðinni voru opnuð í gær. ➤ Í bókun stjórnar Íslandspóster sagt að lokun pósthúsa skuli miðast við þá uppbygg- ingu eftir því sem kostur er. HÁHRAÐATENGINGAR Samgönguráðherra Kristján segir að lokun pósthúsa eigi að haldast í hendur við uppbyggingu háhraðanettenginga. Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is „Það er ekkert að ræða og við þurfum ekki að fara á fundi til að horfa hvert á annað,“ sagði Guð- laug Einarsdóttir, formaður Félags ljósmæðra, eftir misheppnaðan samningafund í gær. „Engu var bætt við tilboðið frá síðasta fundi, sem var mjög langt frá leiðréttingunni sem við þurf- um.“ Bjuggust við breytingu „Afdráttarlausar stuðningsyfir- lýsingar úr stjórn og stjórnarand- stöðu, frá samstarfsfólki og víða úr þjóðfélaginu eru dýrmætar,“ segir Guðlaug, en veit ekki hvað stuðn- ingurinn þýðir, ef ekkert meira ger- ist. „Þetta kemur, hríðirnar vinna sitt verk og það hlýtur að koma að þessari fæðingu, hvernig sem hana ber að.“ Ljósmæður ætla að halda áfram yfirsetunni, yfir samningun- um og fjármálaráðherra. „Það eru engar hríðir núna.“ Geta ekki bakkað Nú undirbúa ljósmæður næsta fund 9. september, en þær ætla ekki að slaka á neinum kröfum. „Við getum það ekki. Til þess eins að standa jafnfætis öðrum verður krafan ekki minni. Það kemur á óvart að ekki skyldi hafa bæst neitt við tilboð ríkisins, miðað við þau orð sem fallið hafa á Al- þingi, síðustu daga,“ segir Guð- laug. Bíða stuðnings ráðherra Ljósmæður hafa óskað eftir fundi með Jóhönnu Sigurðardótt- ur félagsmálaráðherra, til að ræða störf nefnda til að eyða kynbundn- um launamun. „Þann fund höfum við ekki fengið, óskuðum eftir honum snemma í ágúst eftir að deilan var byrjuð. Og við bindum ekki neinar sérstakar vonir við jafnréttisþing seinna í haust. Reynsla okkar af að skrifa undir vonir og væntingar er ekki góð. Í síðasta kjarasamningi var skrifað undir yfirlýsingu um að meta ætti menntun okkar. Það var ekki gert.“ Nálægt neyðar- mönnun alla daga  Ljósmæðrum kemur á óvart að samúð með kröfum þeirra breyti engu um tilboð í samningum  Skrifa ekki oftar undir vonir og væntingar Ljósmæður Verðandi mæður og mæður sýna samhug. ➤ Við störf undanþágu-nefndar hefur komið fram mikil dagleg undirmönnun. ➤ Á sumum stöðum er fjöldiljósmæðra undir neyð- armörkum þótt ekki sé verkfall. UNDANÞÁGULISTAR Hafnarstjórn Hafnarfjarðar- bæjar hefur falið hafnarstjóran- um, Má Sveinbjörnssyni, að und- irrita viðskiptasamning við GlacierWorld ehf. Fyrirtækið hyggst flytja út vatn úr vatnsbóli bæjarins, Kaldárbotnum. Már segir að samningurinn sé aukasamningur við þann um vatnstökuna. Stefnt sé að því að flytja út 5000 tonn úr höfninni til að byrja með. Fyrirtækið fái að- stöðu á hafnarsvæðinu til að tappa vatninu á til útflutnings, en það verði flutt um vatnspípur þangað. Þannig sparist flutnings- kostnaðurinn. Unnið sé að und- irbúningnum sem taki eitt og hálft til þrjú ár. Magnús Magnússon verkfræð- ingur fer fyrir fyrirtækinu. gag@24stundir.is Vatnsútflutningur frá Hafnarfirði Átöppun í höfninni Það er lögbrot að planta hlutum í jörð í von um að rugla fornleifa- fræðinga. Verði Kristín Huld Sig- urðardóttir, forstöðumaður Forn- leifaverndar ríkisins, og starfsmenn hennar vör við að menn leiki hrekk Gylfa Traustasonar eftir ætlar hún að kæra. Gylfi gróf kínverskar styttur nið- ur við fornleifarnar á Gásum í Eyjafirði fyrir nokkrum árum. Hann á þó ekki von á kæru. „Fólk þekkir ekki alltaf lögin og því vil ég vekja athygli á þeim,“ seg- ir Kristín. „Það má ekki hylja for- leifar, eða grafa í þær. Það er lög- brot. Ef ég verð vör við að aðrir geri þetta munum við taka á því,“ segir hún. „Ég hræðist að mönnum finnist þetta svo ofboðslega fyndið að þeir vilji leika sama leikinn. En með því eyðileggur fólk ekki aðeins fyrir sérfræðingum að störfum heldur einnig fyrir sjálfu sér.“ Kristín hefur áður heyrt af mönnum sem vilja hrekkja forn- leifafræðinga. „Þetta hefur viðgengist í gegnum tíðina. Fyrir mjög mörgum árum var grafinn niður járngripur sem ruglaði fornleifafræðinginn. Svo veit ég til þess að peningar hafi ver- ið settur niður. Það er hins vegar mjög slæmt því peningar eru not- aðir til þess að aldursgreina rústir. “ Kristín segir kímni manna ólíka. „Ég geri mér grein fyrir því að þeir fornleifafræðingar sem grófu á Gásum hafi haft húmor fyrir kín- versku styttunum enda erfitt að rugla þeim saman við fornminjar, en okkur í stjórnsýslunni finnst þetta ekki fyndið. Þetta er lögbrot, ekkert annað.“ gag@24stundir.is Forstöðumaður fornleifaverndar ríkisins hræðist eftirhermur Ætla að kæra hrekkjalóma Gylfi Traustason Hrekkur Gylfa fyndinn en ekki til eftirbreytni. Ásta Möller, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, telur laun ljósmæðra allt of lág. Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir þingmaður og flokkssystur hennar í Sam- fylkingunni hafa lýst stuðn- ingi við kröfurnar. Árni Mat- hiesen fjármálaráðherra telur svigrúm þröngt til leiðréttinga og Steinunn Valdís segir reynsluna sýna að misrétti verði ekki leiðrétt í einni svip- an og vísar til nefnda og jafn- réttisþings í haust. bee Konur í stjórnarflokkum Vilja hækka laun ljósmæðra Nokkur samtök hafa sent frá sér stuðningsyfirlýsingu við ljósmæður í verkfalli og hyggj- ast mæta á Austurvöll í hádeg- inu á morgun til að sýna þann stuðning. Þetta eru Femínsta- félagið, Kvenréttindafélagið, Flugfreyjufélagið, Félag hjúkr- unarfræðinga, Læknafélagið, Kennarasambandið, Félag framsóknarkvenna og Vinstri hreyfingin – grænt framboð. Ljósmæður ætla líka að mæta. bee Samtök sýna samstöðu Styðja verkfall ljósmæðranna

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.