24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 19

24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 19
24stundir FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 19 Eftir Kjartan Þorbjörnsson veidi@24stundir.is Laxveiðin í Rangánum hefur verið lygileg í sumar. Seiðasleppingar hafa greinilega heppnast vel í fyrra og vaxtarskilyrði laxins í sjónum hljóta að vera góð. Nú þegar hafa árnar sprengt alla skala og sú ytri nálgast óðfluga 10 þúsundasta lax- inn. Um síðustu helgi var þar opn- að fyrir maðkaveiði, en laxinum hefur eingöngu verið boðin fluga það sem af er sumri. Það er ekki að sökum að spyrja að á þremur dög- um lönduðu veiðimenn á 18 stang- ir nálægt 1100 löxum! Ef við setj- um upp frekar ósanngjarna viðmiðun, þá er þetta svipuð veiði og kemur að meðaltali, á heilu sumri, úr ám eins og Miðfjarðará, Laxá í Dölum, Blöndu og Laxá í Aðaldal. Þriggja daga veiði í Ytri- Rangá hefur sem sagt náð sumar- veiði náttúrulegrar laxveiðiár. Kaldur Hróarslækur Ein af þverám Ytri-Rangár er Hróarslækur. Þar hefur á seinni ár- um verið sleppt seiðum líkt og gert er í Rangánum. Veiðimenn sem voru við veiðar um síðustu helgi sögðust ekki hafa séð mikið af laxi. Þeir gengu þó nokkuð meðfram ánni í leit að fiski en sáu hvergi eða urðu varir við líf. Eini staðurinn sem geymdi lax voru ármótin við Rangá. „Lækurinn er ískaldur. Ég mældi hann fjórar gráður meðan Rangáin var sex gráður á straum- skilunum. Það síðasta sem laxinn vill er að fara úr sex gráðum í fjór- ar,“ sagði einn veiðimannanna. Hann sagði að samkvæmt veiðibók væru komnir um 200 laxar á land, þar af nálægt 90 prósent upp úr ár- mótunum. „Það geta tveir veitt í ármótunum á sama tíma en stað- urinn ber ekki meira en það.“ Hópurinn náði fjórtán löxum á tveimur dögum, en veitt er á fjórar stangir í Hróarslæk. Veiðimaður- inn sagði alla veiðina hafa komið úr ármótunum og mest hafa komið á spún. Hítará Fern hjón sem veiddu í Hítará á Mýrum um síðustu helgi áttu þar góða daga. Áin er þegar búin að gefa fleiri laxa en nokkru sinni áð- ur, fór yfir þúsund laxa fyrir mán- aðamótin ágúst-september. Enn er þó mikill lax í ánni. Staðir eins og Langidráttur, Grettisbæli, Grettis- stiklur, Ármót og Bakkastrengir eru hreinlega fullir af laxi. Veiði- menn urðu lítið varir við fisk á svæðinu fyrir neðan veiðihús og greinilegt er að laxinn á mjög greiða uppgöngu upp fossinn við þjóðveginn. Búið er að byggja nýja brú yfir Hítará og eldri brúin hefur verið fjarlægð. Sú framkvæmd er mjög vel heppnuð og allur frágang- ur til fyrirmyndar við ána. Á fyrstu vakt var brjálað veður. Fyrsta hauslægðin hafði læðst upp að landinu vestanverðu og jós rign- ingu og roki yfir landið. Þetta virt- ist þó eingöngu kæta laxinn því þar sem hægt var að kasta flugu, settu menn í laxa. Á fjórum vöktum tók hópurinn 22 laxa. Athyglisvert er að eftir mikla veiði fyrstu tvær vaktirnar datt öll taka niður á þriðju vaktinni og enginn lax náð- ist. Á sama tíma voru menn að veiða í Flekkudalsá á Fellsströnd. Þar var nákvæmlega sama munstur í gangi. Mikil veiði fyrstu tvær vaktirnar og síðan enginn lax á þriðu vakt. Þessi tvo holl, annað í Hítará og hitt í Flekkudalsá, héld- ust þétt í hendur. Úr Hítará komu 22 laxar en 23 úr Flekkunni. Fyrstu tvær vaktirnar fengu nánast alla laxana í Flekkunni og langstærsta partinn af veiðinni í Hítaránni. Tóku sumarveiði góðrar laxveiðár á þremur dögum Lygileg veiði Hítará á Mýrum Laxveiðin hefur verið lygileg í sumar. 24stundir/Golli LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Það geta tveir veitt í ármót- unum á sama tíma en stað- urinn ber ekki meira en það. veiði ,,Því stærri því betra,“ sagði veiðimaðurinn og gerði mál með höndunum svo minnti á eins og hálfs punds urriða. ,,Hún á að vera minkur.“ Hann var að tala um Sun Ray Shadow. Sun Ray komst á spjöldin hjá okkur á flugur.is eftir veiðisumarið 2003 og birtum við grein sem hét: „Spútnikflugan Sun Ray Shadow“. Hún er miklu eldri, auðvitað, en hefur sótt verulega á hjá veiði- mönnum á liðnum árum. Ég nota hana ca. fimm senti- metra langa eða svo, aðallega sem flottúpu en einnig sem gárutúpu og þá heldur minni. Ennþá stærri eru í boxinu en ég hef nú ekki feng- ið á þær í „minksstærð“ enn enda nota ég þær eiginlega aldrei. Menn rífast mikið um Sun Ray, telja hana eyðileggja veiðistaði því annað hvort geri hún allt vitlaust í töku eða drepi laxinn í dróma. Sem dæmi má nefna grein á flugur.is sem heitir: „Að sunreyja allt í klessu.“ Ég hef heyrt veiðimenn tala um hana eins og argasta dóna- skap. Sögur af „löxum“ í losti eftir Sun Ray-yfirferð hafa komist á prent með viðeigandi blótsyrðum. Sjálfur fer ég ekki mikið í lax, en hef hana alltaf með og hika ekki við að setja flottúpu undir sem fyrsta val og athuga hvort ekki kemur líf. Læt hana skára spegla og rispa. Mér reyndari laxveiðimenn vitna þvert gegn þessu og segja að maður eigi alls ekki að kasta henni í byrjun yfirferðar, og reyna hana ekki fyrr en öllu er lokið, sem og þá aðeins sem örvæntingarfullt lokabragð. Í nafni hlutlægrar blaðamennsku er því báðum viðhorfum haldið til haga. En þá verðum við að muna að útgáfurnar eru margar. Allt frá 20 cm löngum „minkum“ með keiluhaus niður í hálfrar tommu gárutúpur. Það er því hægt að „sunreyja“ fínlega. En um þetta má lesa í fræðigreinum á flugur.is! Önnur fluga sem margir sverja og sárt við leggja að sé hin end- anlega fluga er „Þýskaland, Snæld- an hans Gríms“. Þetta er túpa og margir leiðsögumenn heimta að nýgræðingar á bakkanum setji hana og ekkert annað undir og hafi hana á allan daginn. Hvílík veiði- mennska. Útgáfurnar af Snældu Gríms eru margar, en þessi er með hala sem er í þýsku fánalitunum og þaðan kemur nafnið. Í Rangánum er hún vinsæl, ja, og hvar ekki þar sem stórveiðimenn koma saman? Það sama gildir um hana og Sun Ray: Eftir að Snældan fer yfir þýðir lítið að reyna annað segja margir. Ekki er það nú víst. Hitt þykir drengilegra að nálgast veiðistað með ákveðinni virðingu og her- tækni í huga. Einfalda reglan er þessi: Byrja á yfirborðsflugu, svo sem gárutúpu af minni gerð. Fara næst í örtúpu og prófa hraðan inn- drátt, svo í millistóra flugu og leita betur, þyngja kannski með keilu- haus framan á flugunni og enda loks á stórri túpu. Og þá er ekki vit- laust að veðja á Snældu. En hvað sem menn gera þá ætti enginn að gleyma góðu heilræði: Prófa það sem enginn annar hefur sýnt lax- inum. Sleppa bæði Sun Ray og Snældu, Francis og Black Brahan og fara beint í einhverja flugu sem hvergi kemur fram í bókum veiði- hússins. Það held ég nú að verði bingó. Sun Ray Shadow og Þýskaland Tvær skæðar Stefán Jón Hafstein skrifar um veiði. VEIDDU BETUR Sun Ray Shadow Mikið er rifist um Sun Ray Shadow.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.