24 stundir - 05.09.2008, Síða 22

24 stundir - 05.09.2008, Síða 22
Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is „Ég get ekki Trabantlaus verið. Það hefur sennilega verið um 1976 sem ég kynntist Trabantinum fyrst. Þá stóð til að henda einum slíkum og ég fékk að hirða hann,“ segir Örn Ingólfsson, eini Íslendingurinn sem tekur þátt í rallinu, en hann hefur átt Trabant svo áratugum skiptir. Og stundum fleiri en einn í einu. „Það er nú bara sáralítið til af þeim hér á landi. Ég veit að það voru tíu á skrá í fyrra og þar af átti ég 20 prósent. Ég á sem sagt tvo, þennan gamla sem ég ætla á í rallið en svo á ég annan sem verður forn- bíll á næsta ári þegar hann verður 25 ára.“ Og Örn segist eiginlega ekki hafa áhuga á öðrum bílum en Trabantinum. „Trabantinn er svo sérstaklega gerður. Hann er svo lík- ur mér því hann er einfeldningur.“ Engar torfærur Þótt fornbílarnir séu að fara í rall þá segir Örn að ekki standi til að senda þá í neinar torfærur. „Þetta verður miklu heldur góð- akstur. Það verður gefinn upp með- alhraði sem maður á að reyna að halda á leiðunum. Svo verða refsi- stig ef maður kemur of fljótt eða seint.“ Og hann hefur ekki áhyggj- ur af því að fara yfir Kjöl á 46 ára gömlum bíl. „Það mun ekki fara neitt illa með Trabantinn, ég hef farið yfir Kjöl nokkrum sinnum á honum. En ég get ekki svarað fyrir hina. Þarna eru svo margir bílar og suma hef ég aldrei heyrt nefnda.“ En ætlarðu að halda áfram að eiga alltaf Trabant? „Það er nú meiningin!“ Fjöldi erlendra fornbíla tekur þátt í ralli um Ísland Kjölur fer ekki illa með Trabantinn Alls 65 fornbílar víða að úr heiminum hafa verið fluttir til landsins til þess að taka þátt í ralli dagana 7.-12. september þar sem meðal annars verður ekið yfir Kjöl. Einn Íslendingur tekur þátt en hann verð- ur á Trabant frá árinu 1962 en elsti bíllinn í rall- inu er Bentley frá 1922. Góðir saman Örn segir að Trabantinn sé einfaldur eins og hann sjálfur. ➤ Elsti bíllinn er frá árinu 1922og sá yngsti frá 1981. ➤ Breski akstursíþróttaklúbb-urinn HERO (hero.org.uk) stendur fyrir rallinu. ➤ Þann 7. september fara bíl-arnir um Þingvelli, Gullfoss og Geysi. FORNBÍLARALLIÐ 24stundir/Valdís Thor 22 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 24stundir Svokallaður blindur blettur er það svæði sem ekki er sýnilegt öku- manni þegar hann horfir fram á við eða í spegla. Þetta svæði er ná- lægt afturhluta bílsins á báðum hliðum og ekki er óalgengt að bíl- stjórar lendi í tjóni vegna þessa, til dæmis þegar skipt er um akrein. En hönnuðir Ford hafa nú sagt blinda blettinum stríð á hendur og kynnt nýja gerð hliðarspegils. Hlið- arspegillinn er að sögn sá fyrsti sem sýnir blinda blettinn og er hann búinn einskonar aukaspegli í horni spegilsins sem eykur sjónsvið bíl- stjórans til muna. Verður staðalbúnaður Nýi spegillinn verður staðalbún- aður í Ford Edge 2009 en að sögn framleiðenda er þetta útspil svar við auknum öryggiskröfum neyt- enda. „Nýi spegillinn er þáttur í þeirri áætlun okkar að bregðast snöggt við kröfum neytenda, vera leiðandi í iðnaðinum og auka upplifun öku- manna,“ segir Derrick Kuzak, að- stoðarforstjóri vöruþróunar hjá Ford, en síðar er stefnt á að koma speglinum fyrir í fleiri bílum fram- leiðandans. Notendur ánægðir Samkvæmt niðurstöðum könn- unar sem gerð hefur verið á meðal fyrstu notenda spegilsins eru flestir ánægðir. Þannig sögðu 76 prósent að spegillinn yki sjálfsöryggi þeirra í umferðinni og þar að auki sögðu flestir að auðvelt væri að venjast því að nota hann. haukurj@24stundir.is Ný gerð hliðarspegla eykur öryggi bílstjóra í umferðinni Blindi bletturinn heyrir sögunni til Toyota er óskoraður sigurvegari þegar kemur að framleiðslu vin- sæls tvinnbíls. En nú kannar bíla- risinn möguleikann á því að skapa bíl sem eingöngu gengur fyrir rafmagni. Mun það að öllum líkindum verða smágerður borg- arbíll og kæmi hann á markað á fyrri hluta næsta áratugar. hj Rafmagnsbíll frá Toyota? LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is bílar Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Föstudagur 5. september 2008  Spilar fótbolta og finnst ís svo ósköp góður. » Meira í Morgunblaðinu Fjölhæfur hrútur  Þriðja sæti í riðli fyrir HM er besti árangur til þessa. » Meira í Morgunblaðinu Ísland og Noregur  Sýning í Kling og bang og frumsýnir Háveruleika. » Meira í Morgunblaðinu Liðtæk í listinni  Organ lifði í eitt ár en nú er búið að loka. » Meira í Morgunblaðinu Úti er ævintýri  Í samkeppni við íslenskt hugvit, ekki íslenskan fisk. » Meira í Morgunblaðinu Erfiður markaður Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík höggdeyfar eru orginal hlutir frá USA og E.E.S. Aisin kúplings- sett eru orginal hlutir frá Japan varahlutir í miklu úrvali

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.