24 stundir - 06.09.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 06.09.2008, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 23 Amsterdam 18 Alicante 31 Barcelona 29 Berlín 19 Las Palmas 24 Dublin 13 Frankfurt 21 Glasgow 15 Brussel 17 Hamborg 20 Helsinki 18 Kaupmannahöfn 19 London 15 Madrid 22 Mílanó 21 Montreal 17 Lúxemborg 18 New York 24 Nuuk 6 Orlando 25 Osló 17 Genf 23 París 19 Mallorca 29 Stokkhólmur 19 Þórshöfn 11 Sunnan 5-8 m/s með vesturströndinni. Léttir smám saman til um landið austanvert, skýjað að mestu vestanlands og dálítil súld með köflum á annesjum. Hiti 7 til 14 stig. VEÐRIÐ Í DAG 11 11 12 11 11 Léttir til Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast suðvestanlands. Rigning sunnan- og vest- anlands, en yfirleitt bjartviðri norðaustantil. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast á Norðurlandi. VEÐRIÐ Á MORGUN 11 12 13 13 13 Rigning sunnan- og vestanlands Tveir íslenskir karlmenn sem voru á leið í frí til Albufeira í Portúgal voru á fimmtudag skildir eftir í Malaga-héraði á Spáni vegna drykkjuláta sem þeir voru með um borð í flugvél á leið út. Flugferðin var farin með flugfélaginu Futura en um var að ræða leigu- flug fyrir ferðaskrifstofuna Úrval Útsýn. Að sögn Guðrúnar Sigurgeirsdóttur, mark- aðsstjóra Úrvals Útsýnar, taka flugfélög með ströngum hætti á drykkjulátum í flugvélum. Ekki sé algengt að bregðast þurfi við með því að skilja farþega eftir þar sem millilent er áð- ur en komið er á leiðarenda. „Það voru tveir farþegar sem reyktu um borð og voru með drykkjulæti í flugvélinni. Við því brást áhöfn vélarinnar og mennirnir voru skildir eftir í Malaga á Spáni,“ segir Guðrún. Upplýsingar um málið komu inn á borð Úrvals Útsýnar þar sem flug á vegum félagsins tafðist vegna dólgsláta mannanna. Flugvélin var á leið til Albufeira í Portúgal, eins og áður sagði, þangað sem farþegar voru að fara í sum- arleyfi. Áhöfn flugvélarinnar vann að því ásamt lögreglu að koma mönnunum frá borði og gekk það greiðlega, samkvæmt heimildum 24 stunda. Mennirnir voru því næst handteknir. Óljóst er enn hvernig þeim verður refsað en flugfélög hafa verið að herða refsingar við dólgslátum í flugvélum; ýmist með fjársekt- um eða ferðabanni. Helsta ástæða þess er mikið óöryggi sem hlotist getur af látum í há- loftunum. Íslensk flugfélög hafa þann vana að vísa málum beint til lögreglu þegar þau koma upp. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upp- lýsingafulltrúa Icelandair, eru farþegar nú mun óþolinmóðari gagnvart hvers kyns dólgslátum í flugi en áður. „Fólk er meðvitað um að mikil hætta getur skapast ef farþegar fara ekki að öllu með gát. Það er þróun sem er vitaskuld jákvæð.“ magnush@24stundir.is Tveir farþegar í flugi til Faraó í Portúgal voru skildir eftir í Malaga á Spáni Reyktu um borð og létu dólgslega Flug Íslensk flugfélög vísa flugdólgum til lögreglu Frumvarp um sjúkratryggingar sem heilbrigðisnefnd Alþingis hefur afgreitt er eitt af helstu málum sem ríkisstjórnin vill lögfesta nú. Önnur umdeild mál frá í vor liggja sum áfram í nefnd og þurfa að fara í gegnum þrjár umræður á nýju þingi. Lög um sjúkratryggingar eru forsenda þess að Sjúkratrygginga- stofnun, sem annast kaup á heil- brigðisþjónustu fyrir ríkið og semur við seljendur heilbrigðisþjónustu og hefur með þeim eftirlit, geti tekið til starfa. Vinstri græn leggjast hart gegn frumvarpinu og telja það stórt skref í átt til einkavæðingar heil- brigðiskerfisins. VG vísar til erindis Allyson Pollock, prófessors við Ed- inborgarháskóla, um vegferð til einkavæðingar, sem BSRB hefur gefið út á íslensku. beva@24stundir.is Lög um Sjúkratryggingastofnun fara í gegn Lög sem ríkisstjórn leggur áherslu á „Það er tvennt sem veldur þessu. Annars vegar gengu markaðir erlendis ekki vel. Þar var mikið um lækkanir. Hins vegar eru svo tölur um viðskiptahalla sem eru auðvitað mjög neikvæðar,“ sagði Edda Rós Karls- dóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, um ástæður skarprar veik- ingar krónunnar í gær og lækkunar úrs- valsvísitölunnar. Krónan veiktist um rúm- lega tvö prósent í gær og stóð vísitalan í tæplega 165 stigum í lok dags. Úrvalsvísitala Kaupahallarinnar var rúmlega 4.000 stig í gær og hefur ekki mælst jafn lág árum saman. Halli var á viðskiptum við útlönd um tæpa 130 milljarða á öðrum árs- fjórðungi samkvæmt nýjum tölum Seðlabankans. Helsta ástæðan er tap á hlutafjáreign Íslendinga erlendis en það nam um 60 milljörðum króna. Erlendar skuldir þjóðarbúsins nema 10.500 milljörðum. mh Viðskiptahallinn sagður ástæðan Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Lengi hefur verið ljóst að búast mátti við talsverðri andstöðu við ákvæði um landsskipulag í skipu- lagsfrumvarpi umhverfisráðherra. Sveitarstjórnir eru ófúsar til að láta af hendi skipulagsvöld sín til rík- isins og sjálfstæðismenn hafa tjáð sig andvíga landsskipulagi. Vongóður formaður Þrjú frumvörp umhverfisráð- herra til skipulags, mannvirkja og brunavarnalaga, sem öll tengjast innbyrðis, verða ekki afgreidd á septemberþingi. Helgi Hjörvar, formaður umhverfisnefndar, segir ástæðurnar tvær: „Þingdagar eru fáir og ekki ráðrúm fyrir nema eitt til tvö stór mál.“ En það er ekki sátt um málið. „Sveitarstjórnarmenn úr báðum stjórnarflokkum og Framsókn eru á móti. Í vor leit út fyrir að náðst hefði sátt milli um- hverfisráðherra og forystu sveitar- félaganna, en svo var ekki og stuðning skorti innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ég vona að málið verði flutt aftur strax í októ- ber og tel hægt að útfæra ákvæðin um landsskipulag í sátt. Helgi segir fjarri fara að frestunin komi illa út fyrir Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra. „Löggjöfin hef- ur verið í undirbúningi í átta ár og fleiri stór mál bíða núna, eins og matvælalöggjöfin „Það þarf að eyða tortryggni milli ríkis og sveit- arfélaga. Og það þarf að bæta inn í frumvarpið aðferðum sem tryggja að komið verði í veg fyrir að með landsskipulagi sé hægt að valta yfir heimamenn. Þótt enn sé óljóst um afdrif landsskipulagsins sem hefur verið keppikefli umhverfisráð- herra, er Helgi bjartsýnn. Græna netið, umhverfissamtök Samfylk- ingar segja náttúruverndarsinna leggja mikla áherslu á landsskipu- lag sem leið til að rjúfa alveldi sveitarfélaga í skipulagsmálum. Mörður Árnason, formaður Græna netsins, segir veruleg von- brigði að það verkfæri í þágu al- mennings og náttúru sem lands- skipulag er verði ekki lögfest nú. „Ég vil vera bjartsýnn, en þá þurfa menn að sjá ljósið og Samfylkingin að beita sér, því það gera ekki aðrir. Landsskipulagi ekki landað nú  Lög um landsskipulag fara ekki í gegn á þessu þingi  Sjálfstæð- ismenn leggjast gegn tillögum ráðherra Samfylkingarinnar Helgi Hjörvar Mál Samfylkingar. SKIPULAG Í SALT ➤ Græna netið harmar afdriflandsskipulagsins ➤ Rætt verður á fundi í Reykja-vík dag hvernig slíkt skipulag virkar í nágrannalöndum. STUTT ● Árás með golfkylfum Tveir menn vopnaðir golfkylfum reyndu að ráðast inn í íbúð við Fjarðarstræti á Ísafirði á mið- vikudagskvöld. Ætlunin var að ganga í skrokk á þriðja mann- inum sem var innan dyra. Lög- regla var kölluð á staðinn en þá voru mennirnir á bak og burt. Þeir fundust hins vegar stuttu síðar og voru handteknir. Þeim var sleppt í fyrrakvöld eftir yf- irheyrslur og telst málið upp- lýst. ● Fullur fór út af Ölvaður maður ók afturenda bíls síns út af efst í Kömbunum í fyrra- dag. Maðurinn var látinn sofa úr sér á Selfossi. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Ítalinn Daniel Briatore er í sárum eftir að ást lífs hans gekk í klaustur. Daniel og Pat- rizia Masoero, sem bæði eru 21 árs, hafa verið í tygjum hvort við annað frá unglings- árum. Hefur Daniel tekið sér mótmælastöðu utan við klaustrið sem Patrizia gekk í, í von um að hann nái ástinni úr greipum Guðs. aij Vill kærustuna aftur Nunnuástir SKONDIÐ WWW.EBK.DK Danskir gæðasumarbústaðir (heilsársbústaðir) Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: Anders Ingemann Jensen farsími nr. +45 40 20 32 38 netfang: aj@ebk.dk Ert þú í byggingarhugleiðingum? Ferðaskrifstofa Sjóðheittsólarlottó! CostadelSol Verðfrá: 49.900kr. 15. og 22. september. 1 vika m/v 2, 3, eða 4 saman í íbúð, stúdíó eða herbergi. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur, flugvallaskattar og íslensk fararstjórn. Síðustu sætin í sólina í haust. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.