24 stundir - 06.09.2008, Blaðsíða 31

24 stundir - 06.09.2008, Blaðsíða 31
24stundir LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 31 RÝNIR frettir@24stundir.is a Carola sagði jafnframt að fyrstu viðbrögð sín hefðu verið vangaveltur um hvernig hún gæti sungið dúett með manninum sem hefði gert barnfóstrunni þetta. Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Tito Beltrán, óperusöngvaranum frá Chile sem söng hlutverk Edg- ardos í Luciu di Lammermoor í Ís- lensku óperunni 1992, er ekki leng- ur boðið að syngja í uppfærslum stóru óperuhúsanna úti í heimi. Í viðtali við sænsku fréttastofuna TT nú í vikunni kennir hann ásök- unum um nauðgun og kynferðis- brot gegn barni um. Tito, sem er 42 ára, var dæmdur í tveggja ára fangelsi í héraðsdóm- stólnum í Ystad í Svíþjóð í byrjun þessa árs fyrir að hafa árið 1999 nauðgað 18 ára barnfóstru. Málinu var áfrýjað til hofréttar- ins í Gautaborg þar sem frægir Sví- ar í skemmtanabransanum munu bera vitni á næstu dögum. Nornaveiðar Í hofréttinum er einnig tekið fyrir mál sem höfðað var gegn Tito fyrir kynferðisbrot gegn sex ára stúlku á árunum 2000 til 2002 þeg- ar hún var stödd á heimili hans. Óperusöngvarinn var sýknaður af þeirri ákæru í héraðsdómstólnum í Varberg í fyrra, að því er greint er frá á fréttavef Svenska dagbladet. Tito hefur allan tímann neitað sak- argiftum. Það er skoðun hans að saksóknararnir í báðum málunum hafi unnið í sameiningu gegn hon- um og að um nornaveiðar sé að ræða. Óperusöngvarinn var í miklu uppnámi við réttarhöldin í Ystad í janúar síðastliðnum og grét þar til hann féll í yfirlið samkvæmt frá- sögnum sænskra fjölmiðla. Við réttarhöldin í Ystad sagði barn- fóstran frá því sem á að hafa gerst sumarið 1999 á tónleikaferðalag- inu með Tito, Eurovision-stjörn- unni Carolu Häggkvist, tónlistar- manninum Robert Wells, leikkonunni Mariu Lundkvist og fleirum. Bauðst til að nudda fóstruna Barnfóstran hafði gætt fimm barna um kvöldið og hana verkjaði í axlir og bak eftir að hafa burðast með börnin til og frá. Eftir tónleika í Svaneholms-höllinni bauðst Tito til að nudda hana. Barnfóstran taldi sig vita að hann væri mennt- aður nuddari og að hann hefði fyrr á tónleikaferðalaginu nuddað Ca- rolu. „Ég treysti honum fullkom- lega,“ sagði hún við réttarhöldin. Samkvæmt frásögn hennar fóru þau saman upp á hótelherbergi Ti- tos, hún klæddi sig úr og lagðist á rúmið. Hún var í nærbuxum og með handklæði breitt yfir sig. Tito byrjaði að nudda kálfana á henni og svo færðust hendur hans ofar. Hann stakk upp á því að hún færi úr nærbuxunum og hún hlýddi honum. Nuddið varð hins vegar sífellt óþægilegra, að því er hún greindi frá. „Ég fann eitthvað á milli fót- anna og þegar mér varð ljóst hvað var að gerast fraus ég.“ Að sögn barnfóstrunnar hélt hann henni fastri. Henni tókst loks að losa sig, klæddi sig og hljóp upp á hótelher- bergið sem hún deildi með leik- konunni Mariu Lundkvist. Barn- fóstran kvaðst alls ekki hafa viljað kæra Tito en hélt heim á leið nokkrum dögum síðar. Baðst fyrir með Carolu Það var svo ekki fyrr en átta ár- um síðar, eða í fyrra, sem hún ákvað að greina frá atvikinu. Það var þegar óperusöngvarinn hafði verið sýknaður af ákærunni um að hafa beitt sex ára stúlku kynferð- islegu ofbeldi. Við réttarhöldin í Ystad greindu tvær aðrar konur frá því að Tito hefði reynt að beita þær ofbeldi eftir að hafa boðist til að nudda þær. Carola Häggkvist bar fyrir rétt- inum að daginn eftir meintu nauðgunina hefði leikkonan Maria Lundkvist verið í uppnámi og greint frá því að barnfóstrunni hennar hefði verið nauðgað. Ca- rola kvaðst hafa tekið um hendur stúlkunnar og spurt hana hvort þær ættu að biðja saman sem þær hefðu gert. Sagði Carolu ljúga Carola sagði jafnframt að fyrstu viðbrögð sín hefðu verið vangavelt- ur um hvernig hún gæti sungið dú- ett með manninum sem hefði gert barnfóstrunni þetta. Ákveðið hefði verið að halda áfram tónleikaferða- laginu og að Tito yrði með. „Hann ók oftast eigin bíl. Líta átti út eins og ekkert hefði gerst og þar sem barnfóstran vildi ekki kæra þá voru haldnir fleiri tónleikar. Ég vildi þó hvorki halda í höndina á Tito né horfa framan í hann.“ Tito sagði Carolu ljúga. Til væri myndbandsupptaka þar sem sjá mætti að hún hefði haldið í hönd hans, horft í augu hans, kysst hann á kinnina og meira að segja faðmað hann. Síðan hefðu þau hist í Glo- ben í Stokkhólmi árið 2006. Þar hefðu þau aftur sungið saman, haldist í hendur og horfst í augu. Margar konur í lífi hans Tito viðurkenndi við réttarhöld- in í Ystad að það hefðu verið marg- ar konur í lífi hans. „Ég hef leitað þeirrar réttu. En ég hef aldrei á æv- inni gerst sekur um nauðgun.“ Það var um miðjan níunda ára- tug síðustu aldar sem Tito Beltran kom frá Chile til Svíþjóðar þar sem hann sótti um pólitískt hæli. Tito fékk styrk til að læra tónlist í Sví- þjóð og hóf nám í óperusöng í Gautaborg. Fjölskylda Titos sótti einnig um pólitískt hæli í Svíþjóð en hann var sá eini sem fékk dvalarleyfi. Þegar vísa átti móður hans úr landi 1989 gerði Tito allt sem hann gat til þess að stöðva lögregluna. Hann beitti bæði höndum og fótum og að lok- um bílnum sínum. Söngvarinn var handtekinn og þurfti að dúsa í fangelsi yfir nótt, að því er greint er frá á vef Aftonbladet. Sama ár og móður Titos var vís- að úr landi hitti hann tónlistar- manninn Robert Wells og þeir hófu samstarf sem fólst meðal annars í tónleikahaldi vítt og breitt um Sví- þjóð í mörg sumur. Árið 1993 komst Tito í úrslit í söngkeppninni Cardiff Singer of the World og í kjölfarið rigndi yfir hann tilboðum um hlutverk í óp- erum í Evrópu og víðar. Reifst við saksóknara um stæði Árið 1994 lenti Tito í rifrildi við fyrrverandi saksóknara um bíla- stæði. Hann var ákærður fyrir of- beldi en sýknaður. Ári síðar söng hann fyrir Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar á 18 ára afmælisdaginn hennar. Nokkrum vikum áður hafði Tito kvænst og meðal brúð- kaupsgestanna 75 voru Carola Häggkvist og Robert Wells. Velgengni Titos hélt áfram utan Svíþjóðar en óperuhúsin í Gauta- borg og í Stokkhólmi hunsuðu hann, að sögn Aftonbladet. Árið 2000 var hann kjörinn lista- maður ársins af alþjóðlega óperu- tímaritinu Opera Now sem gefið er út í einni milljón eintaka. Sama ár hlaut hann Grammy-verðlaun. Elti tengdó á BMW-inum Sjö árum eftir að Tito sagði í við- tali við fjölmiðla að konan hans hlyti að hafa verið fallegasta brúður sem nokkurn tíma hefði sést skildu þau og í kjölfarið lenti honum saman við tengdamóður sína. Hann reifst við nágranna sem bað hann um að draga úr hraðanum þegar hann elti tengdó á BMW-in- um sínum í Kungsbacka. Nágranninn upp á vélarhlífina Tito hlustaði ekki á nágrannann og samkvæmt saksóknara í málinu gegn honum keyrði hann með vilja á nágrannann þannig að hann kastaðist upp á vélarhlífina. Tito ók síðan 180 m með nágrannann á vélarhlífinni áður en hann stöðvaði bíl sinn. Óperusöngvarinn var dæmdur til að greiða dagsektir og skaðabætur til nágrannans. Stuttu síðar hitti hann núverandi eigin- konu sína, Jenny, á flugvelli en hún hefur stutt hann dyggilega í mála- ferlunum á þessu ári og vísað öll- um ásökunum á hendur eigin- manninum á bug. Bauðst til að nudda barn- fóstruna á hótelherbergi  Tito Beltrán aftur fyrir rétt vegna meintra kynferðisglæpa  Segir ferilinn í rúst vegna ásakananna Tito Beltrán Heims- frægi söngvarinn segir ferilinn í rúst. Carola Häggkvist Bar vitni gegn Tito. Í Íslensku óperunni Tito ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. a Tito ók síðan 180 m með nágrannann á vélarhlífinni áður en hann stöðvaði bíl sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.