24 stundir - 06.09.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 06.09.2008, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 24stundir Nánari upplýsingar í Skautahöllinni síma 588 9705 eða í skautaholl@skautaholl.is www.skautaholl.is REYKJAVÍK-LAUGARDALUR Sunnudagur 9. apríl kl. 13:00 - 18:00 Mánudagur 10. apríl kl. 12:00 - 15:00 Þriðjudagur 11. apríl kl. 12:00 - 15:00 Miðvikudagur 12. apríl kl. 12:00 - 15:00 & 17:00-19:30 Skírdagur 13. apríl kl. 13:00 - 18:00 Föstud.langi 14. apríl kl. 13:00 - 18:00 Laugardagur 15. apríl kl. 13:00 - 18:00 Páskadagur 16. apríl kl. 13:00 - 18:00 Annar í pásk 17. apríl kl. 13.00 - 18:00 OPNUNARTÍMAR UM PÁSKANA Fyrst opnunarhelgi vetrarins Opið kl. 13-18 l u ardag og sunnudag skautahollin.is Nánari upplýsing r í Skautahöllinni sími 588 9705 LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is krakkar Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is „Við erum búin að að æfa okkur alla vikuna og ætlum að syngja Allt fyrir ástina á Klambratúni,“ segir Ólafur Brynjar Bjarkason, umsjónarmaður frístundaheimil- isins Frístundar í Háteigsskóla, en í dag munu krakkarnir koma fram á hverfahátíð miðborgar og Hlíða. En það eru ekki bara krakkarnir í Frístund sem taka þátt í þessum fjöldasöng heldur líka krakkarnir frá frístundaheim- ilunum Draumalandi í Austur- bæjarskóla og krakkarnir úr Hlíðaskjóli í Hlíðaskóla. Hópurinn mun syngja nokkur lög en Ólafur Brynjar mun spila undir á gítar og verður því um glænýja útgáfu af hinu vinsæla lagi Páls Óskars að ræða. Hverfahátíðin verður á Klam- bratúni frá klukkan 14 til 16 og þar verður gríðarmargt annað skemmtilegt í boði en Ólafur býst við að hópsöngur krakkanna verði klukkan hálfþrjú. Fjör alla daga En það er ekki bara fyrir stórhátíðir eins og þessa sem krakkarnir skemmta sér því þau hafa nóg fyrir stafni alla daga. „Hér í Frístund erum við til dæmis með íþróttaskóla fyrir fyrsta bekk í samstarfi við Val. Svo fáum við að nýta ýmsa aðra að- stöðu í skólanum en íþróttahúsið. Eldri krakkarnir fá til dæmis að vera í tölvustofunum. Svo föndr- um við mikið og leikum okkur úti. Og gerum bara allt sem okkur finnst skemmtilegt.“ Og krakkarnir fá líka að ráða heilmiklu. „Við leggjum áherslu á að hafa barnalýðræði og krakk- arnir fá að koma með hugmyndir um hvað eigum að kaupa inn og hvað við gerum.“ Krakkarnir á frístundaheimilunum taka þátt í hverfahátíð Ætla að syngja Allt fyrir ástina Allir saman fyrir ástina Krakkarnir eru búnir að æfa sönginn alla vikuna. – Andrésar Andar-blöð voru eitt sinn bönnuð í Finnlandi vegna þess að Andrés var berrassaður. – Í seinni heimsstyrjöldinni voru óskarsverðlaunastytturnar úr gifsi vegna hráefnisskorts en eftir stríð gátu vinningshafarnir skipt þeim í gullstyttur. -Meðalmanneskjan snýr sér 12 sinnum í svefni á hverri nóttu. -Bandarískir krakkar nota um 730 vaxliti á mann fyrir 10 ára aldur. Vissir þú þetta? Nokkrar skrýtn- ar staðreyndir Hreindýr eru hjartardýr og þau finnast víða á norðurslóðum. Upp- runalega voru engin hreindýr á Ís- landi en seint á 18. öld voru þau flutt hingað til lands af mönnum. Þau voru sett víða um land en dóu út alls staðar nema á Austurlandi þar sem þau eru enn í fullu fjöri. Karldýrin kallast tarfar, kven- dýrin kýr og afkvæmin kálfar. Hreindýrum vaxa horn en þau falla af þeim á hverju ári. Það gerist á veturna en ekki á sama tíma hjá törfunum og kúnum. Seinna vaxa dýrunum svo ný horn. Sums staðar í heiminum eru hreindýr tamin, til dæmis í Norð- ur-Skandinavíu og hreindýrin sem eru á Íslandi eru afkomendur tam- inna hreindýra frá Noregi. En í dag eru þau villt. Hreindýr eru ekki bara falleg, mörgum finnst þau einnig bragð- ast vel og hafa þau verið vinsæll jólamatur síðustu ár. hj Hreindýrin á Austurlandi Ný horn á hverju ári a Hvað myndi gerast ef kengúrur og fílar gætu eignast afkvæmi saman? Mikki Mús Dýragarðurinn HANN VERÐUR AÐ HÆTTA ÞESSUM LÁTUM MIKKI, ÞETTA ER NÝI TROMMU- KENNARINN MINN FLOTT HJÁ ÞÉR, HERRA MÚS! SEINNA... Svar:Þá yrði mikið um jarðskjálfta í Ástralíu. DÝR VIKUNNAR Birgir 8 ára spyr: Af hverju er svona lykt af guf- unni úr jörðinni á Hellisheiði? Lyktin frá borholum á Hellis- heiði stafar af brennisteins- vetni í gufunni, en það er lit- laus, baneitruð og eldfim lofttegund. Sagt er að þef- skynið taki öllum mælitækj- um fram við að greina mjög lítinn styrk brennisteins- vetnis í and- rúmsloftinu, en aukist styrkurinn hættir nefið að skynja lyktina og jafnframt verður það lífshættulegt, eitraðra en koleinoxíð. Þar við bætist að brennisteinsvetni er þyngra en andrúmsloftið og getur því lagst í dældir eða safnast fyrir í leiðslum og tönkum – þetta gerðist sennilega á Hellisheiði fyrir skemmstu þegar tveir menn köfnuðu í röri sem staðið hafði lokað í nokkurn tíma. Brennisteinsvetni myndast með ýmsum hætti, meðal annars af völdum baktería í mýrum og í iðrum manna og í jarðhitakerfum við niðurbrot brennisteinssteinda. Þess má geta að Fúlilækur (Jökulsá á Sólheimasandi) dregur nafn sitt af „jöklafýlu“ sem af henni leggur og kemur frá jarðhitakerfi undir Mýrdals- jökli. VÍSINDAHORNIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.