24 stundir - 06.09.2008, Side 24

24 stundir - 06.09.2008, Side 24
Þjóðin Virkjunin áað gera Djíbúti samkeppnishæft. REI Í DJÍBÚTÍ ➤ Fyrirtækið sem REI mun vera ísamstarfi við heitir Electricite de Djibouti (EDD) og er í rík- iseigu. ➤ Verði virkjunin að veruleikamun framleiðsla hennar fara inn á dreifingarnet EDD. ➤ Yfirvöld í Djíbútí hafa skuld-bundið sig til að kaupa fram- leiðsluna  Minni fjárhagsleg áhætta fylgir verkefnum REI en þeim virkj- unum sem Orkuveitan byggir á Íslandi  Arðsemiskröfur þó hærri Minni áhætta en meiri arðsemi dóttur, stjórnarmanni í REI, verður sú fjárhagslega áhætta sem fyrir- tækið tekur í þeim verkefnum sem það mun sinna á erlendri grund mun minni en sú áhætta sem fylgir verkefnum OR innanlands. Þegar virkjanir eru byggðar á Íslandi fell- ur allur kostnaður á OR, og Reykjavíkurborg, sem er lang- stærsti eigandi fyrirtækisins, er ábyrg fyrir þeim skuldum sem slík verkefni skapa. Fjármagnið í Djí- bútí-verkefnið kemur hins vegar að mestu frá yfirþjóðlegum bönkum. Þannig hefur Alþjóðabankinn skuldbundið sig til þátttöku í Djí- bútí-verkefninu og þróunarbankar Evrópu og Afríku eru áhugasamir um þátttöku. Á sama tíma er sú arðsemiskrafa sem REI gerir á það rafmagn sem verður framleitt hærri en OR gerir til þeirra virkj- ana sem það reisir á Íslandi. skemmstu voru rannsóknarboranir boðnar út. Engin tilboð bárust í út- boðinu en forsvarsmenn REI telja það ekki verða til vandkvæða því það gefi þeim tækifæri til að semja beint við þann aðila sem mun sjá um boranirnar. Minni áhætta og meiri arðsemi Samkvæmt Sigrúnu Elsu Smára- Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Reykjavik Energy Invest (REI), er þó með verkefni í pípunum víða. Það sem líklega er lengst komið er uppbygging jarðvarmavirkjunar í Afríkuríkinu Djíbútí. REI undirritaði viljayfirlýsingu um samstarf um könnun á jarð- varmasvæðum þar í febrúar 2007. Í byrjun apríl síðastliðins var síðan undirritaður samningur um hag- kvæmnisathugun og fyrir Útrásararmur Orkuveit- unnar hefur verið meira í fjölmiðlum vegna þeirra stjórnmálaátaka sem hafa verið í borgarstjórn en fyrir það sem það raunverulega gerir. 24 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 24stundir Gunnar Hjartarson, verkefnastjóri Djí- bútí-verkefnisins og framkvæmdastjóri Afríkuverkefna REI, telur mjög líklegt að hægt sé að virkja jarðvarmann í Djí- bútí. „Það er búið að vinna forrann- sóknir og í raun allar rannsóknir sem hægt er að gera ofanjarðar. Þær lofa mjög góðu. Þetta er saltur vökvi þarna sem er ekkert sem er óþekkt. Þetta eru þekktar stærðir. Það eru vissulega meiri vandræði þar sem er saltlögn, en það er rekin virkjun á Reykjanesi og víðar um heim í svona vökva. Við erum ekkert að finna upp neitt hjól. Við kunnum þetta og munum gera þetta eins og við gerum hérna heima. Í fullkomnum heimi væri hægt að byrja að framleiða þarna árið 2012.“ Tilraunaboranir á svæðinu sem ætlunin er að virkja voru boðnar út fyrir skemmstu en ekkert tilboð barst. Gunnar segir það ekki endilega tefja verkið. „Við erum búin að uppfylla þau skilyrði um útboð sem Al- þjóðabankinn setti okkur og fylgja inn- kaupareglum Orkuveitunnar. Þar sem það bárust engin tilboð þá erum við frjálsir til að semja við hvern sem er um þetta verkefni. Við erum að fara á fullt að ræða við borfyrirtæki. Þetta þarf ekkert endilega að tefja málið og flýtir því jafnvel.“ Hann segir að meðal annars verði rætt við íslenska fyrirtækið Jarðboranir. Gunnar Hjartarson, verkefnastjóri í Djíbútí og framkvæmdastjóri Afríkuverkefna REI Mjög líklegt að hægt verði að virkja Djíbútí er í Austur-Afríku og liggur að Erítreu í norðri, Eþíópíu í vestri og suðri og Sómalíu í suð- austri. Svæðið er iðulega kallað horn Afríku. Landið var frönsk nýlenda allt til 27. júní 1977 þegar sjálfstæði var lýst yfir. Strandlína landsins er 314 kílómetra löng og liggur að Rauðahafinu. Landið þekur um 23 þúsund ferkílómetra sem er tæpur fjórðungur af Íslandi. Fólk Talið er að um 800 þúsund manns búi í Djíbútí en þær tölur eru þó nokkuð á reiki. Stærsti hluti þjóðarinnar er múslímar en nokkur prósent eru kristin. Meðalaldur er mjög lágur og ungbarnadauði algengur. Meira en þriðjungur þjóðarinnar er tal- inn búa við sára fátækt og at- vinnuleysi er gífurlegt. Efnahagur Efnahagur landsins byggist fyrst og síðast upp á þjónustu við höfn landsins, flugvöll og fjármála- stofnanir. Frakkar eru með her- stöð í landinu sem útheimtir tölu- verða þjónustu. Þá hafa Bandaríkin leigt gamla franska herstöð, Camp Lemonier, af Djí- bútum og hafa gert frá árinu 2001. Hún gegnir hlutverki í stríði Bandaríkjanna gegn hryðjuverka- starfsemi. Ýmsar efnahagslegar umbætur hafa verið keyrðar í gegn í landinu síðastliðinn áratug í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF). Þær aðgerðir urðu meðal annars til þess að dregið hefur úr verð- bólgu, ríkisstarfsmönnum hefur fækkað og launakostnaður hins opinbera hefur lækkað. Stjórnarfar Forseti landsins heitir Ismail Omar Guelleh og hefur setið við völd frá því í apríl 1999. Hann var áður yfirmaður leyniþjónustu rík- isins í tíð forvera síns og frænda, Hassan Gouled Aptidon. Sá hafði verið forseti frá því að sjálfstæði var lýst yfir, eða í 22 ár. Guelleh var endurkjörinn til sex ára án mótframboðs árið 2005. Stjórnarskrá landsins meinar hon- um að bjóða sig fram oftar og því er þetta síðasta kjörtímabil hans. Forsetinn er bæði þjóðhöfðingi og leiðtogi ríkisstjórnarinnar. Hann skipar því ráðherra lands- ins. Þingkosningar fara fram á fimm ára fresti og þar eru kosnir 65 þingmenn. Flestir ráðherrar landsins eru einnig þingmenn. Spilling Í skýrslu sem var unnin fyrir bandarísk stjórnvöld um ástandið í Djíbútí árið 2005 segir að spill- ing hamli þróun viðskipta og fjár- festinga í landinu. Þar segir að op- inberir starfsmenn þrýsti mjög á þá sem vilja fjárfesta í landinu að gera þá að samstarfsmönnum sín- um. Þá er sagt frá því að við- skiptamenn erlendis frá hafi kvartað töluvert undan því að til þess að koma á fót rekstri í land- inu þyrfti að múta fjölmörgum aðilum. Skýrslan segir litla eftirfylgni vera á þeim lögum sem til staðar eru um spillingu og að spillingin í landinu ógni trúverðugleika dómskerfisins. thordur@24stundir.is Djíbútí var frönsk nýlenda Hlaut sjálfstæði fyrir 31 ári Kort af Djíbúti Eritrea Jemen Sómalía a Talið er að um 800 þúsund manns búi í Djíbútí en þær tölur eru þó nokkuð á reiki. Stærsti hluti þjóðarinnar er múslímar en nokkur prósent eru kristin. Úrval af silfur skartgripaefni, gott verð. Perlulengjur frá kr. 1200.- Hraunlengjur frá kr. 990.- Allt til leir- og glergerðar. Námskeið í boði. ALLT EFNI TIL SKARTGRIPAGERÐAR Glit ehf. Krókhálsi 5, 110 Rvk. sími 587 5411 www.glit.is FRÉTTASKÝRING frettir@24stundir.is

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.