24 stundir - 06.09.2008, Blaðsíða 50

24 stundir - 06.09.2008, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 24stundir www.flugskoli.is Námskeiðið hefst 6. október og lýkur um miðjan febrúar. Umsóknarfrestur er til 14. september. Allar nánari upplýsingar á www.flugskoli.is Flugumferðarstjóra Grunnnámskeið Flugskóli Íslands er hluti af Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins. Tækniskólinn er nýr framsækinn framhaldsskóli sem byggir á traustum grunni Fjöltækniskóla Íslands og Iðnskólans í Reykjavík. FÓLK 24@24stundir.is a Handahlaup í dag, helj- arstökk í morgun, helj- arstökk með skrúfu daginn eftir það. fólk leikur lykilhlutverk í þeirri mynd. Fyrr á árinu leituðu Sindri og fé- lagar hans til fimleikafélaganna í leit að æfingahúsnæði. Fimleika- félagið Björk sýndi málinu strax áhuga og æfingar hófust fljótlega. „Við vorum þrír á fyrstu æfing- unni en á þeirri fjórðu vorum við orðnir fimmtán. Svo hefur þetta bara aukist.“ Frábær útrás og líkamsrækt Það er fjölbreyttur hópur sem mætir á parkour-æfingarnar. „Við erum fólk úr öllum landshornum. Við erum með lögreglumenn, Norðurlandameistara í júdó, Ís- land þjálfarann í taekwondo, helminginn af Nexus-nördaliðinu, keppanda úr Ungfrú Íslandi og vinkonur hennar,“ segir Sindri og bætir við að öllum sé frjálst að bætast í hópinn svo lengi sem nægt pláss sé í húsinu. En hvað skyldi það vera við parkour sem gerir þetta lífsviðhorf svo heillandi? „Þetta er líkt og Tarzan-leikur fyrir fullorðna. Mað- ur fær alveg svakalega útrás, þetta gefur manni bara alhliða kikk og maður sér svo auðveldlega árang- ur. Handahlaup í dag, heljarstökk í morgun, heljarstökk með skrúfu daginn eftir það.“ Spurður um hætturnar sem fylgja parkour svarar Sindri á diplómatískan hátt: „Fótbolti getur verið hættulegur, handbolti getur verið hættulegur. Parkour getur auðvitað verið hættulegt en við ákváðum að fara þessa leið frekar en að byrja á ein- hverjum bílskúr úti í garði.“ 24 stundir kíktu á parkour-æfingu í Hafnarfirði Tarzan-leikur fyrir fullorðna Parkour er ekki bara ein- hver glæfraleikur sem snýst um að hoppa niður af húsþökum án þess að stórslasa sig. Parkour er lífsmáti sem sækir stöð- ugt í sig veðrið hér á landi. Í Hafnarfirði hittist hópur áhugafólks um parkour þrisvar í viku til að æfa sig, styrkja og komast í gott form. Fljúgandi búdda Sindri tekur létt stökk á trampólíninu. Styrking Ekki bara hopp á æfingunum. Háloftahasar Breskur hópur lék listir sínar í Ástralíu fyrr á árinu. Ekkert veikara kyn Það eru ekki bara strákarnir sem taka þátt í parkour- æfingunum. 24stundir/Ómar Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Það var mikið um að vera í húsi fimleikafélagsins Bjarkar í Hafn- arfirði þegar blaðamann 24 stunda og ljósmyndara bar þar að garði á fimmtudagskvöldið. Fyrir utan ungmennin sem lögðu stund á hina hefðbundnu fimleika mátti þar einnig finna fjölbreyttan hóp fólks sem var statt þar í öðrum erindagjörðum. Sindri Viborg er í forsvari fyrir þennan hóp fólks sem á það sameiginlegt að vera áhugafólk um parkour. „Parkour er í rauninni lífs- viðmót til að koma sér á milli punkta a og b eins auðveldlega og fljótt og hægt er. Í því felst bæði að stytta sér leiðir og nýta sér hindr- anir sem hröðun í það sem þú þarft,“ segir Sindri. Hann segir að áhugi sinn á parkour hafi, líkt og hjá mörgum öðrum, kviknað þegar hann horfði á myndina Yamakasi en parkour
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.