24 stundir - 06.09.2008, Blaðsíða 54

24 stundir - 06.09.2008, Blaðsíða 54
Eftir Trausta S. Kristjánsson traustis@24stundir.is „Þetta er svona blint stefnumót fyrir 25 ára og eldri. Hver borgar 8.500 krónur og innifalið er matur, ball, gisting, morgunmatur og auðvitað ótakmarkað magn af smokkum,“ segir hótelstjórinn Óli Jón Ólason, sem stendur fyrir þess- um viðburði fyrir einhleypa laug- ardaginn 13. september. Leyfir ráp milli herbergja Hótel Hvolsvöllur er í rúmlega klukkutímafjarlægð frá Reykjavík og segir Óli tilvalið fyrir einhleypa að bruna austur. „Ég mun taka frá 25 herbergi fyrir stráka og 25 her- bergi fyrir stelpur. Það er tilvalið fyrir vinahópa að mæta saman, því það eru tveir saman í herbergi. En hver veit hvað gerist síðar um kvöldið, það er alls ekkert víst að allir gisti í sínum herbergjum, og það er bara í góðu lagi mín vegna,“ segir Óli og hlær. Hann mun þó ekki bjóða upp á ostrur, né annað frygðaraukandi sælkerafæði. „Nei og Viagra verður heldur ekki í boði, þrátt fyrir að aldurstakmarkið sé 25 ára! En það verður mjög góð þrírétta máltíð í boði, svo enginn ætti að þurfa að svelta,“ segir Óli, en hann fékk hugmyndina að slíku blindu hóp- stefnumóti í Noregi, hvar hann vann í mörg ár. „Ég er svosem ekkert að finna upp hjólið neitt, ég vildi bara brjóta aðeins upp dagskrána hjá okkur og gera eitthvað fyrir þessa einhleypu, því það er nóg í boði fyrir pör og hjón. Og er það ekki eins með allar góðar hugmyndir, eru þær ekki allar stolnar!?“ Sólóklúbburinn kemst ekki Á Íslandi er starfræktur Sóló- klúbburinn, sem Óli segir meira en velkominn. Jóhannes Egilsson, stjórnarmeðlimur klúbbsins, lofaði framtakið. „Okkar félagsskapur byggist á að gera eitthvað skemmtilegt saman og þetta virðist sannarlega flokkast undir slíkt. En því miður höfum við í klúbbnum þegar skipulagt jeppaferð þessa helgi, en framtakið er vissulega lofsvert.“ Óli lumar einnig á fleiri hug- myndum. „Ég býð kannski þeim sem settu öryggið ekki á oddinn skírnarveislutilboð að níu mán- uðum liðnum,“ sagði Óli hlæjandi að lokum. Hótelstjóri býður einhleypum á blint stefnumót Heitt í kolunum á Hótel Hvolsvelli Hótelstjórinn á Hvolsvelli vonast eftir góðri mæt- ingu einhleypra um þar- næstu helgi. Hann hyggst bjóða góð kjör á skírn- arveislu að níu mánuðum liðnum. Óli Jón Sjálfskipaður hjúskaparmiðlari. Hönd í hönd Kannski kviknar ástin á Hvols- velli um aðra helgi. 54 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 24stundir Hjá okkur fáið þið mikið úrval af barnabílstólum Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is „Ég er argasti femínisti. Samt hugnast mér ekki sú tegund femínisma sem vill ekki kannast við að konur geti verið kvenlegar. Eða karlar karlmannlegir. Ég held að til sé nokkuð sem heitir kven- leg mýkt, kvenleg hlýja og kven- leg smekkvísi. Og mér finnst karlmannlegt að vera nagli.“ Séra Svavar Alfreð Jónsson svavaralfred.blog.is „Vesturbæjarísbúðin er uppá- halds. Eina leimóið eru nið- ursoðnu jarðaberin. Stundum er samt svoooo löng röð þar. Sem varð til þess að við uppgötvuðum nýja ísbúð. Núna förum við í ís- búðina í Garðabæ. Við höfum alltaf fengið svo góða þjónustu þar (og fersk jarðaber.“ Katrín Atladóttir katrin.is „Ég vil fá vin minn Valtý Björn Valtýsson aftur í útvarp með „Mín skoðun“. Ég sakna þess að geta ekki hlustað á Valtarann í essinu sínu; jákvæðan, einlægan og skemmtilegan. Enginn Valtýr, engin gleði, ekkert, bara tóma- rúm. Eins og þetta sumar var sem senn er að líða.“ Tómas Meyer blogg.visir.is/meyerinn BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Það eru ýmsar leiðir reyndar til að afla sér fjár í kreppunni. Þetta fékk ungt par í heilbrigðisgeir- anum að reyna þegar því var boðið að mæta í viðtal á Útvarp Sögu. Böggull fylgdi hins vegar skammrifi því unga parið átti að greiða 50.000 krónur fyrir viðtalið og var því boðið afþakkað. Arnþrúður Karlsdóttir og félagar hennar á Sögu eru greinilega miklir frumherjar. vij Elli í Steed Lord, er kallar sig AC Bananas, er fluttur til London. Kærasta hans, ljósmyndarinn Saga Sig- urðardóttir, er að hefja nám þar og rapparinn ákvað að fylgja á eftir. Aðrir liðsmenn Steed Lord fullyrða að þetta hafi engin áhrif á starfsemi sveitarinnar og að vera hans í höfuðborg Englands komi jafnvel til með að spara ferðakostnað. Steed Lord spilar á Airwaves-hátíðinni í London í næstu viku. bös Á nýrri plötu Emilíönu Torrini er að finna fjör- ugan ástaróð er ber heitið Jungle Drum en í nýlegu viðtali við 24stundir uppljóstraði söngkonan að hinn nýi kærasti hennar hefði orðið ansi hissa þegar hann heyrði lagið. Það sem kom þó ekki fram í við- talinu er að nýr kærasti Emilíönu er um tíu árum yngri en hún og því sannast það enn og aftur að ást- in spyr ekki um aldur. bös Áætlunum aðstandenda Iceland Airwaves-hátíðarinnar var ógnað fyrr í vikunni þegar tónleikastað- urinn Organ hætti skyndilega starfsemi sinni. Staðurinn var einn af þeim sex stöðum er hátíðin ætl- aði að nýta sér fyrir fjölda lista- manna sem þegar er búið að bóka á hátíðina. Nú er allt í lausu lofti og eru hátíðarhaldarar að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni. „Við vonumst til þess að komast þarna inn samt sem áður,“ segir Egill Tómasson, starfsmaður hátíð- arinnar. „Við erum ekki búnir að slá staðinn út af borðinu eins og staðan er núna. Við erum miklir bjartsýnismenn og vitum að allt er hægt. Þetta hefur komið fyrir áður en þá lentum við í þessu með Gaukinn. Það ár rákum við stað- inn sjálfir á bráðabirgðaleigu fram að hátíðinni.“ Ófremdarástand Egill talar um að ófremdar- ástand sé í Reykjavík í húsnæðis- málum fyrir tónleikahald. Hann hefur þó sínar hugmyndir um hvernig bæta megi ástandið. „Mér finnst koma til greina, eins og er í öðrum skandinavískum borgum, að þeir sem stjórna mennta- og menningarmálum í borginni hjálpi þessari starfsemi. Staðurinn Vega í Kaupmannahöfn er til dæmis algjörlega rekinn af ríkisstyrkjum. Þar er bara örygg- isnet í kringum þetta. Þeir eru löngu búnir að átta sig á því þar að svona grasrótarsena þarf aðstoð.“ biggi@24stundir.is Lokun Organs setur Airwaves í vandræði „Vonumst til að komast samt inn“ Egill Tómasson Skorar á stjórnvöld að styrkja grasrótina betur. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 8 4 5 9 1 7 3 2 6 7 9 2 3 4 6 8 1 5 1 6 3 8 2 5 4 7 9 2 3 6 1 8 9 7 5 4 4 1 7 5 6 2 9 3 8 5 8 9 4 7 3 1 6 2 6 7 4 2 3 8 5 9 1 3 5 1 6 9 4 2 8 7 9 2 8 7 5 1 6 4 3 Ef þú ætlar að stunda jóga á hverju kvöldi, þá vil ég mitt eigið sjónvarp. a Klárlega, guli liturinn er trúar- brögð hérna, en hann kannski passar ekki alls staðar Gísli, munuð þið ekki sýna lit í verki? Gísli S. Einarsson er bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, en bæjaryfirvöld samþykktu næstum því að mála íþrótta- mannvirki bæjarins á Jaðarsbakka blá að lit, en Skaga- menn eru þekktir fyrir að vera gulir og glaðir. FÓLK 24@24stundir.is fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.