24 stundir - 06.09.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 06.09.2008, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 24stundir Ekki svo að skilja að það skipti nokkru máli hvaða skoðun ég hef á forsetakosningunum í Bandaríkj- unum. Því miður virðast Banda- ríkjamenn lítt eða ekki leggja eyrun við skoðunum umheimsins á því hver ætti að verða forseti Banda- ríkjanna, hvað þá mínum prívat- skoðunum. Samt sem áður get ég eiginlega ekki orða bundist. Þegar þetta er skrifað virðast úr- slitin geta orðið hnífjöfn, og það er meira að segja útlit fyrir að Repú- blikanaflokkurinn sé í sókn. Sem er algjörlega stórskrýtin tilhugsun. Og eiginlega óhugguleg. Já, beinlínis skelfileg. Að Bandaríkjamenn skuli geta hugsað sér að kjósa til áframhald- andi valda fulltrúa þess flokks sem hefur gjörsamlega rústað áliti Bandaríkjanna erlendis, haldið í glórulaust stríð og brotið mann- réttindi þvers og kruss; það er væg- ast sagt ógeðfelld tilhugsun. Allt annar pappír? John McCain gefur sig vissulega út fyrir að vera allt annar pappír en George W. Bush og reyndar virðist kosningabarátta repúblikana ganga út á að berjast gegn „Washington- valdinu“ eins og þeir séu allt í einu orðnir hinir kátu félagar Hróa hattar en Barack Obama er þá skyndilega kominn í hlutverk fóg- etans í Nottingham. En þótt McCain hafi stundum haft aðrar skoðanir en Bush (annað hvort væri nú!) verður auðvitað engin grundvallarbreyting á stefnu Bandaríkjanna ef annar haus Repúblikanaflokksins kemur í stað þess sem nú er að fjúka. Og stórundarlegt að repúblikan- ar skuli geta hugsað sér að bjóða viti bornu fólki upp á svona „falsk- ar áherslur“ í kosningabaráttu sinni. Við Íslendingar þekkjum reynd- ar dæmi um annað eins. Var það ekki fyrir kosningarnar 2003 sem Framsóknarflokkurinn, sem hafði verið í stjórn samfellt frá 1995, trommaði allt í einu upp í kosn- ingabaráttunni sem ákafur stjórn- arandstöðuflokkur? Einstrengingsskapur Og dugði svo vel að það afhroð sem flokknum hafði verið spáð varð ekki, heldur vann hann einn af sínum frægu „varnarsigrum“. Fyrst svona bellibrögð geta náð árangri á Íslandi geta þau líklega líka skilað tilskildum fjölda at- kvæða í Bandaríkjunum. Því stundum hefur maður á tilfinning- unni að kjósendur þar … ja, líti dá- lítið einkennilega á málin, svo maður orði það nú kurteislega. Samanber bara þá staðreynd að þeir kusu George W. Bush til for- seta, ekki einu sinni, heldur tvisvar. En það má eiginlega ekki verða að Bandaríkjamenn kjósi yfir sig og heiminn allan fjögur ár í viðbót af einstrengingslegum stjórnarhátt- um repúblikana. Stjórnartíð Bush hefur haft í för með sér ómældar hörmungar, ekki bara fyrir írösku þjóðina og aðra þá sem orðið hafa beinlínis fyrir barðinu á hervaldi Bandaríkjanna, heldur hefur hún líka valdið vaxandi spennu í ver- öldinni – spennu sem við höfum ekkert við að gera. Barack Obama er auðvitað ekki neinn frelsandi engill sem mun í einni svipan kippa öllu í lag sem aflaga hefur farið í veröldinni. Hann er í fyrsta lagi Bandaríkja- maður og í öðru lagi stjórnmála- maður. Dálítið öðruvísi á litinn Og það er meira að segja hætta á að einmitt sú staðreynd að hann er dálítið öðruvísi á litinn en títt er um forseta þar vestra muni (ef hann nær í Hvíta húsið) leiða til þess að hann telji sig þurfa að „sanna sig sem“ sannan Banda- ríkjamann með óþarflegri hörku og brussugangi á alþjóðavettvangi. En kannski ekki. Kannski er honum nógu mikil alvara með tali sínu um breytingar til þess að geta slakað á þeirri spennu sem glæp- samlegt framferði Bush undanfarin ár hefur haft í för með sér fyrir heiminn allan. Það liggur alla vega einhvern veginn í augum uppi að hann eigi skilið að fá tækifæri til þess. Og heimurinn eigi skilið tækifæri til að anda léttar eftir átta ár af stjórn Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Þeim mun óhuggulegra er að fylgjast með vel- gengni þessa sama flokks í skoð- anakönnunum þar vestra. Og þeim mun óhuggulegra líka að fylgjast með orðræðu hægrimanna (t.d. á hinni hræðilegu Fox-sjónvarps- stöð) þar sem þeir útmála Obama sem hættulegan mann fyrir Banda- ríkin; það sé alveg nauðsynlegt að hafa í Hvíta húsinu mann sem sé til í að fara í stríð við hvert tækifæri. Og kunni kannski að skjóta ísbirni, eins og varaforsetaefnið. Yfirburðastaða Bandaríkjanna Það er ljóst að ef McCain vinnur þessar kosningar verður engin breyting á afstöðu Bandaríkjanna til umheimsins. Sem þýðir sjálf- krafa, vegna yfirburðastöðu Bandaríkjanna sem eina stórveld- isins í heiminum, að ástand ver- aldar mun ekki skána næstu fjögur ár. Því mun taka á taugarnar að fylgjast með lokaspretti kosninga- baráttunnar vestanhafs. ÚTSAL A! ÚTSAL A! Tekur á taugarnar aIllugi Jökulsson skrifar um forsetakosningar í Bandaríkjunum. Stjórnartíð Bush hefur haft í för með sér ómældar hörmungar, ekki bara fyr- ir írösku þjóðina og aðra þá sem orðið hafa beinlínis fyrir barðinu á hervaldi Bandaríkjanna. Kosningar Því miður virð- ast Bandaríkjamenn lítt eða ekki leggja eyrun við skoðunum umheimsins á því hver ætti að verða for- seti Bandaríkjanna. ERTU Í SÖLU- EÐA KAUPHUGLEIÐINGUM? • Veiti trausta og örugga þjónustu • Ég sýni alltaf eignina og veiti fulla eftirfylgni • Nota fagljósmyndara Veldu framúrskarandi þjónustu 898 3326 Dórothea E. Jóhannsdóttir Sölufulltrúi 898 3326 dorothea@remax.is Bergsteinn Gunnarsson Löggiltur Fasteigna- fyrirtækja og skipasali Hafðu samband núna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.