24 stundir - 06.09.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 06.09.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 24stundir Prófaðu Birkisafann frá Weleda, hann er vatnslosandi og styður við eðlilega úthreinsun líkamans. Birkisafann er hægt að fá með og án hunangs. Gott er að taka þriggja vikna kúr á safanum Ráðlagður dagsskammtur er ca. 20-30 ml Gott er að blanda safann með eplasafa eða vatni Má einnig taka óblandað Útsölustaðir: Heilsuhúsin, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi , Heilsuhornið Akureyri, Blómaval, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn , Sólarsport Ólafsvík, Femin.is, Náttúrulækningabúðin, Lyfjaver, Nóatún, Hagkaupum Kringlunni og Holtagörðum, Lyfjaval, Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi apótek um allt land. Velkomin að skoða www.Weleda.is Vilt þú létta á líkamanum eftir grillveislurnar í sumar? 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Nokkur hundruð studdu kjarabaráttu ljósmæðra á Austurvelli í gær. Ljósmæður fara fram á fjórðungs launahækkun og ætla ekki að gefast upp fyrr en þær telja sig hafa fengið launaleiðréttingu á við starfsstéttir með sambærilega menntun. „Við getum það ekki. Til þess eins að standa jafnfætis öðrum verður kraf- an ekki minni. Það kemur á óvart að ekki skyldi hafa bæst neitt við tilboð ríkisins, miðað við þau orð sem fallið hafa á Alþingi síðustu daga,“ sagði Guðlaug Einarsdóttir, formaður Félags ljósmæðra, í 24 stundum í gær. Þær standa saman. En fjármálaráðherra veit sem er að ef leiðrétta á kjör ljósmæðra er ósann- gjarnt annað en að kjör annarra umönnunarstétta verði einnig leiðrétt. Verði það gert er ósanngjarnt að þær fái launahækkun en ekki aðrar heil- brigðisstéttir. Og svo koll af kolli. Það er þess vegna sem hann heldur svo fast um pyngjuna. Er það sanngjarnt? Það er í það minnsta ósanngjarnt að fá ekki laun á við þau sem hafa sambærilega menntun, sinna sambærilegum störfum en eru svo heppin að tilheyra ekki kvennastétt. Það er því ljóst að eigi að jafna laun kynjanna þýðir ekki að láta eitt yfir alla ganga. Það er sú ákvörðun sem þarf að taka svo ríkisstjórnin geti staðið við markmið sitt um að minnka kynbundinn launamun hjá ríkinu um helming á kjörtímabilinu. Eða voru það marklaus markmið? Eða er virki- lega aðeins átt við innan hverrar stéttar fyrir sig? Það væri villandi. Ábyrgðin á því að markmiðið náist er ríkisstjórnarinnar. Nú þarf því stefnumótun um hvernig eigi að ná markmiðum um launajafnrétti og hvaða stéttir eigi að njóta leiðréttingarinnar fyrst og svo koll af kolli. Það á ekki að gera fjármálaráðherra ábyrgan fyrir því að standa í vegi fyrir launajafnrétti. Með skýrri stefnu að markmiðinu gæti hann sagt já nú og vitað að það þýddi ekki launaskrið allra stétta. Hann veit nefni- lega hvað bíður hans samþykki hann fjórðungs launa- hækkun nú. Krafa ungra vinstri grænna um að fjármálaráðherra segi af sér er því fráleit. Táknrænt væri að byrja á að leiðrétta kjör ljós- mæðra; kvennastéttar sem sinnir konum. Það styttist í 1. október. Þá sinnir helmingur allra ljósmæðra engum neyðarvöktum verkfallsdagana hafi ekki samist um kjörin. Uppsagnarfrestur þeirra hefur ekki verið framlengdur. Þær verða því hættar. Staðan er grafalvarleg. 1. október nálgast Klukkan 17.00 var ég í Háskól- anum í Reykjavík til að fagna 10 ára afmæli skólans … Nú dettur eng- um stjórnmála- manni í hug að gagnrýna einka- rekna háskóla eða hraðbraut og annars konar einkaframtak á framhalds- skólastigi. Dap- urlegt er, að ekki skuli hafa orðið sama þróun í grunn- skólum. Meginástæðan fyrir því er að R-listinn tók við flestum grunnskólum við flutning þeirra frá ríkinu og innan þess lista höfðu menn ofurtrú á op- inberum rekstri. Björn Bjarnason bjorn.is BLOGGARINN Einkareknir Ég tjáði opinberlega þá skoðun frá fyrsta degi, að ákvörðun Þórunnar myndi ekki seinka framkvæmd- unum. Ég kvaðst ekki einu sinni viss um að hún myndi seinka undirbún- ingnum. Ástæð- an var sú, að ég leit svo á, að lögin, og beiting ákvæðis um heildarmat, mein- aði síður en svo, að umsókn um tilraunaboranir færi sína eðlilegu leið í gegnum kerfið, þar sem tekin yrði afstaða til þeirra af réttum aðilum, einsog ekkert hefði í skorist. Össur Skarphéðinsson ossur.hexia.net Frá fyrsta degi Eins og vís maður sagði eitt sinn þegar menn veltu því fyrir sér hvort rétt væri að leggja mikla fjármuni í samgöngubætur, þegar þörf var á fjármunum til annarra verk- efna; það er ekki réttmætt að spyrja að því hvort við höfum efni á því að setja mikla peninga í sam- göngumannvirki, því við höfum hreinlega ekki efni á því að gera það ekki. Þetta er rétt og það sýnir í reynd fram á það hvað góðar samgöngur eru mikilvægar fyrir samfélagið í heild sinni. Magnús Stefánsson magnuss.is Samgöngur Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir.is Ríkisstjórnin er þögul sem gröfin um hvaða aðferðum verður beitt til að efna loforð sem gefið var í ríkisstjórnarsáttmál- anum um að jafna kynbundinn launamun. Starfandi nefndir og jafnréttisþing síðar í haust er lausnarorðið sem talsmenn jafnréttisins innan stjórnarflokkanna nefna sem helsta bjargráðið og jafnframt er minnt á að kjörtímabilið sé nú alls ekki búið enn. Það er stað- reynd sem bjargar ákaflega litlu í hugum þeirra sem bíða á lágu og óréttlátu laununum. Sá ósiður að efna engin loforð nema rétt fyrir kosningar leggst í besta falli illa í fólk og biðin eftir launajafnréttinu er líka orðin löng og nær yfir mörg kjörtímabil án þess að mikið þokist. Stjórnarsáttmáli algjörlega hunsaður „Það sem vekur mesta athygli mína er hvernig yf- irlýsing ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum hef- ur verið fullkomlega hunsuð í kjarasamningum hing- að til og ekkert bendir til að neitt að sé breytast,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra. Hún sat í gær fund ráðgjafarnefndar vegna launajafnréttismála. „Við vitum að óánægjan er vaxandi. Við vitum líka að hún er dýr. Henni fylgir mikil starfsmannavelta, veikindi og brottfall úr vinnu. Þjónusta við börn og sjúklinga versnar og við óttumst að velferðarkerfið hætti að virka ef þessu verður ekki breytt. Þetta er mikið rætt í Skandinavíu og í Evrópu.“ Gamla viðhorfið og stóru bitarnir Mikið hefur borið á því síðustu árin að gerðir séu gamaldags kjarasamningar þar sem litið er framhjá menntun, mannlegum þáttum og einblínt á atriði, sem ættu að tilheyra liðinni tíð. Eitt af þeim er eld- gömul hneigð í þjóðfélaginu til að ætla að karlar þurfi meiri peninga en konur. Meiri mat, hærri lán, fleiri græjur, stærri bíla og margföld laun. Tilfinning konu sem kemur að samningaborði líkist því að koma í mötuneytið í vinnunni þar sem leitað er að stóru bit- unum fyrir karlana. Svo eru þeir spurðir hvort þeir vilji ekki aðeins meira, enda þótt við blasi á öllu þeirra útliti þeir hafi alls ekki gott af því. Vissulega er við- horfið gamaldags og ekki hægt að kenna neinum ein- um um, hvorki ríkisstjórninni né körlunum við kjara- Má bjóða ykkur aðeins meira? SKÝRING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.