24 stundir - 06.09.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 06.09.2008, Blaðsíða 6
Ökumaður fólksbíls keyrði yfir upphlaðið hringtorg á mótum Bæjarháls og Tunguháls í Árbæj- arhverfi um þrjúleytið í fyrrinótt. Ökumaðurinn var einn í bílnum en hann hljóp í burtu af vettvangi áður lögreglan kom á staðinn. Um tólf metra bremsför eru á vettvangi og þykir það benda til þess að bílnum hafi verið ekið hratt. Málið er til skoðunar hjá lögreglu. mh Keyrði yfir hringtorg í Árbæ 6 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 24stundir Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Ljósanótt var sett í níunda sinn í Reykjanesbæ á fimmtudagsmorg- un og fer þar fram heilmikil dag- skrá yfir helgina. Verkefnisstjóri hátíðarinnar, Ásmundur Friðriks- son, hefur verið önnum kafinn við undirbúning síðastliðna daga og vart unnt sér hvíldar. 04:30 Vaknaði og var kom-inn niður á hátíðar- svæðið klukkan korter í fimm og byrjaður að flagga. Yfirleitt er ég kominn í vinnuna 6.30 þannig að þetta var ekkert svo snemmt á minn mælikvarða. Við erum með yfir 100 fána sem þarf að flagga þannig að það var nóg að gera. 07:00 Fór í útvarpsviðtal áRás 1 niðri í Duus- húsum hér í Reykjanesbæ. Var eftir það á miklum þeytingi um hátíð- arsvæðið að huga að ýmsum mál- um. 11:00 Mætti á setninguLjósahátíðar við Myllubakkaskóla þar sem 3000 skólabörn úr skólum Reykjanes- bæjar voru samankomin og slepptu blöðrum til himins í tilefni hátíðarinnar. Þetta var mjög skemmtileg stund. 13:00 Ég man ekki eftir aðhafa borðað hádeg- ismat en drakk því meira af kaffi yfir daginn. Upp úr hádeginu fékk ég nokkra félaga mína til að að- stoða mig við að hengja upp 12 myndir í samsýningu á portrett- myndum sem ég tek þátt í í galleríi í Svarta Pakkhúsinu í Reykjanesbæ. 15:00 Undirbúningur ískessuhellinum sem fólst í því að aðstoða Stöð 2 við að koma sér í samband og undirbúa sjónvarpsútsendinguna sem hér var. Við vorum að mála fótspor skessunnar hér á höfnina þar sem hún hafði komið í heimsókn til að kíkja á híbýli sín. 19:30 Eftir að hafa borðaðkvöldmat heima mætti ég á opnun sýningarinnar minnar og fór síðan klukkan 20 og tók þátt í sagna- og söngvakvöldi á Nesvöllum ásamt Guðna Ágústs- yni, Árna Johnsen, Sigurjóni Vil- hjálmssyni og Jóni Borgarssyni, öflugum körlum úr bænum. Þar var ég að segja sögur og kjaftaði á mér hver tuska. Ég geri það stund- um að segja sögur og fékk þarna ágætis undirtektir held ég. 22:00 Fór og náði í restinaá unglingatónleik- unum Unga fólkið rokkar og sá Mínus spila áður en ég hélt heim á leið. 23:45 Varla lagstur á kodd-ann þegar ég var sofnaður eftir afar erilsaman dag. Kjaftaði á mér hver tuska ➤ Er nú haldin í níunda sinn ogsækja sífellt fleiri hátíðina ár hvert til að njóta viðburða víða um bæinn. ➤ Á dagskránni eru myndlist-arsýningar, barnadagskrá, tónleikar og íþróttaviðburðir svo fátt eitt sé nefnt. LJÓSANÓTT Ásmundur Frið- riksson Verkefn- isstjóri ljósanætur og aðstoðamaður hans Árni Ragnarsson. 24stundir með Ásmundi Friðrikssyni, verkefnisstjóra Ljósanætur sem nú stendur yfir í Reykjanesbæ. Mynd/Sigríður Jóhannesdóttir Hass, amfetamín, marijúana, e- töflur og kannabisplöntur fundust við húsleit í nokkrum íbúðum í miðborg Reykjavíkur í fyrrakvöld. Einnig var lagt hald á peninga sem grunur leikur á að tengist fíkni- efnasölu. Höfð voru afskipti af nálægt tuttugu manns í tengslum við hús- leit lögreglunnar. Fíkniefnin fund- ust í híbýlum sjö þeirra eða á þeim sjálfum. „Það er enginn í varðhaldi. Öll- um var sleppt,“ segir Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn fíkniefnadeildar höfuðborgarsvæð- isins. Að sögn Karls Steinars var ekki um mikið magn fíkniefna að ræða. „Þetta voru bara neysluskammtar.“ ib Húsleit lögreglu í íbúðum í miðbænum Hald lagt á fíkni- efni og peninga Eldur kom upp í byggingum Ís- taks á Grænlandi í gærmorgun og brunnu verkstæði, lager og raf- stöðvar fyrirtækisins til ösku. Svæðið sem byggingarnar voru á er á vesturströnd Grænlands þar sem Ístak vinnur að byggingu vatnsaflsvirkjunar sem sjá á bæn- um Sisimiut fyrir orku. Ljóst má vera að þær framkvæmdir munu stöðvast um einhvern tíma. Starfsmenn Ístaks á staðnum reyndu að slökkva eldinn en höfðu ekki erindi sem erfiði. Virkjunin er fjarri byggð og því var ekki hægt að kalla til slökkvi- lið í tæka tíð enda aðeins hægt að komast sjóleiðina að svæðinu. Forsvarsmenn Ístaks segja að tjónið sé töluvert en ekki sé hægt að leggja mat á það að sinni. fr Byggingar Ístaks brunnu Íbúar í Lindahverfi í Kópavogi hafa stofnað samtök sem ætlað er að verða sameiginlegur vettvangur þeirra í skipulagsmálum til framtíðar en eiga ekki að hverfast um eitt tiltekið mál, að sögn Sigurðar Þórs Sig- urðssonar, stjórnarmanns íbúasamtakanna sem einnig ætla að láta sig skipulagsmál í aðliggjandi hverfum varða. Miklar breytingar verða gerðar á deiliskipulagi Glaðheimasvæðis við Reykjanesbraut og búast margir við umfangsmiklum gatnafram- kvæmdum því samfara. mbl.is Íbúarnir taka höndum saman www.tskoli.is Íslenska sem annað tungumál Icelandic for foreign students Námskeið fyrir útlendinga sem vilja læra íslensku: ÍSA102 er ætlað algerum byrjendum, ÍSA202 er fyrir þá sem hafa svolitla þekkingu á íslensku og ÍSA302 fyrir lengra komna. Námskeiðin heast 23. september og kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum. Heildarlengd hvers námskeiðs er 60 kennslu- stundir. Námskeiðið gefur 2 einingar á framhaldsskólastigi. Verð kr. 11.500 (kennslubók er innifalin í verði). Nánari upplýsingar veitir Fjölnir Ásbjörnsson í síma 821 5647. Icelandic language courses for foreign students: ÍSA102 for absolute beginners, ÍSA202 for those with a little knowledge in Icelandic and ÍSA302 for more advanced students. e courses start September 23. Lessons will take place Tuesdays and ursdays at 6 to 8 PM. Total number of lessons given in each course is 60. e course carries 2 credits on the modular credit system. Price IKR 11.500 (Price includes a textbook). For further information please call Fjölnir Ásbjörnsson at 821 5647. VERSLUNARINNRÉTTINGAR Til sölu mjög fallegar innréttingar fyrir fatnað (stillanlegar) úr burstuðu stáli og hvítu plexi. Nánari uppl. í síma 897-7917
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.