24 stundir - 06.09.2008, Page 6

24 stundir - 06.09.2008, Page 6
Ökumaður fólksbíls keyrði yfir upphlaðið hringtorg á mótum Bæjarháls og Tunguháls í Árbæj- arhverfi um þrjúleytið í fyrrinótt. Ökumaðurinn var einn í bílnum en hann hljóp í burtu af vettvangi áður lögreglan kom á staðinn. Um tólf metra bremsför eru á vettvangi og þykir það benda til þess að bílnum hafi verið ekið hratt. Málið er til skoðunar hjá lögreglu. mh Keyrði yfir hringtorg í Árbæ 6 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 24stundir Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Ljósanótt var sett í níunda sinn í Reykjanesbæ á fimmtudagsmorg- un og fer þar fram heilmikil dag- skrá yfir helgina. Verkefnisstjóri hátíðarinnar, Ásmundur Friðriks- son, hefur verið önnum kafinn við undirbúning síðastliðna daga og vart unnt sér hvíldar. 04:30 Vaknaði og var kom-inn niður á hátíðar- svæðið klukkan korter í fimm og byrjaður að flagga. Yfirleitt er ég kominn í vinnuna 6.30 þannig að þetta var ekkert svo snemmt á minn mælikvarða. Við erum með yfir 100 fána sem þarf að flagga þannig að það var nóg að gera. 07:00 Fór í útvarpsviðtal áRás 1 niðri í Duus- húsum hér í Reykjanesbæ. Var eftir það á miklum þeytingi um hátíð- arsvæðið að huga að ýmsum mál- um. 11:00 Mætti á setninguLjósahátíðar við Myllubakkaskóla þar sem 3000 skólabörn úr skólum Reykjanes- bæjar voru samankomin og slepptu blöðrum til himins í tilefni hátíðarinnar. Þetta var mjög skemmtileg stund. 13:00 Ég man ekki eftir aðhafa borðað hádeg- ismat en drakk því meira af kaffi yfir daginn. Upp úr hádeginu fékk ég nokkra félaga mína til að að- stoða mig við að hengja upp 12 myndir í samsýningu á portrett- myndum sem ég tek þátt í í galleríi í Svarta Pakkhúsinu í Reykjanesbæ. 15:00 Undirbúningur ískessuhellinum sem fólst í því að aðstoða Stöð 2 við að koma sér í samband og undirbúa sjónvarpsútsendinguna sem hér var. Við vorum að mála fótspor skessunnar hér á höfnina þar sem hún hafði komið í heimsókn til að kíkja á híbýli sín. 19:30 Eftir að hafa borðaðkvöldmat heima mætti ég á opnun sýningarinnar minnar og fór síðan klukkan 20 og tók þátt í sagna- og söngvakvöldi á Nesvöllum ásamt Guðna Ágústs- yni, Árna Johnsen, Sigurjóni Vil- hjálmssyni og Jóni Borgarssyni, öflugum körlum úr bænum. Þar var ég að segja sögur og kjaftaði á mér hver tuska. Ég geri það stund- um að segja sögur og fékk þarna ágætis undirtektir held ég. 22:00 Fór og náði í restinaá unglingatónleik- unum Unga fólkið rokkar og sá Mínus spila áður en ég hélt heim á leið. 23:45 Varla lagstur á kodd-ann þegar ég var sofnaður eftir afar erilsaman dag. Kjaftaði á mér hver tuska ➤ Er nú haldin í níunda sinn ogsækja sífellt fleiri hátíðina ár hvert til að njóta viðburða víða um bæinn. ➤ Á dagskránni eru myndlist-arsýningar, barnadagskrá, tónleikar og íþróttaviðburðir svo fátt eitt sé nefnt. LJÓSANÓTT Ásmundur Frið- riksson Verkefn- isstjóri ljósanætur og aðstoðamaður hans Árni Ragnarsson. 24stundir með Ásmundi Friðrikssyni, verkefnisstjóra Ljósanætur sem nú stendur yfir í Reykjanesbæ. Mynd/Sigríður Jóhannesdóttir Hass, amfetamín, marijúana, e- töflur og kannabisplöntur fundust við húsleit í nokkrum íbúðum í miðborg Reykjavíkur í fyrrakvöld. Einnig var lagt hald á peninga sem grunur leikur á að tengist fíkni- efnasölu. Höfð voru afskipti af nálægt tuttugu manns í tengslum við hús- leit lögreglunnar. Fíkniefnin fund- ust í híbýlum sjö þeirra eða á þeim sjálfum. „Það er enginn í varðhaldi. Öll- um var sleppt,“ segir Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn fíkniefnadeildar höfuðborgarsvæð- isins. Að sögn Karls Steinars var ekki um mikið magn fíkniefna að ræða. „Þetta voru bara neysluskammtar.“ ib Húsleit lögreglu í íbúðum í miðbænum Hald lagt á fíkni- efni og peninga Eldur kom upp í byggingum Ís- taks á Grænlandi í gærmorgun og brunnu verkstæði, lager og raf- stöðvar fyrirtækisins til ösku. Svæðið sem byggingarnar voru á er á vesturströnd Grænlands þar sem Ístak vinnur að byggingu vatnsaflsvirkjunar sem sjá á bæn- um Sisimiut fyrir orku. Ljóst má vera að þær framkvæmdir munu stöðvast um einhvern tíma. Starfsmenn Ístaks á staðnum reyndu að slökkva eldinn en höfðu ekki erindi sem erfiði. Virkjunin er fjarri byggð og því var ekki hægt að kalla til slökkvi- lið í tæka tíð enda aðeins hægt að komast sjóleiðina að svæðinu. Forsvarsmenn Ístaks segja að tjónið sé töluvert en ekki sé hægt að leggja mat á það að sinni. fr Byggingar Ístaks brunnu Íbúar í Lindahverfi í Kópavogi hafa stofnað samtök sem ætlað er að verða sameiginlegur vettvangur þeirra í skipulagsmálum til framtíðar en eiga ekki að hverfast um eitt tiltekið mál, að sögn Sigurðar Þórs Sig- urðssonar, stjórnarmanns íbúasamtakanna sem einnig ætla að láta sig skipulagsmál í aðliggjandi hverfum varða. Miklar breytingar verða gerðar á deiliskipulagi Glaðheimasvæðis við Reykjanesbraut og búast margir við umfangsmiklum gatnafram- kvæmdum því samfara. mbl.is Íbúarnir taka höndum saman www.tskoli.is Íslenska sem annað tungumál Icelandic for foreign students Námskeið fyrir útlendinga sem vilja læra íslensku: ÍSA102 er ætlað algerum byrjendum, ÍSA202 er fyrir þá sem hafa svolitla þekkingu á íslensku og ÍSA302 fyrir lengra komna. Námskeiðin heast 23. september og kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum. Heildarlengd hvers námskeiðs er 60 kennslu- stundir. Námskeiðið gefur 2 einingar á framhaldsskólastigi. Verð kr. 11.500 (kennslubók er innifalin í verði). Nánari upplýsingar veitir Fjölnir Ásbjörnsson í síma 821 5647. Icelandic language courses for foreign students: ÍSA102 for absolute beginners, ÍSA202 for those with a little knowledge in Icelandic and ÍSA302 for more advanced students. e courses start September 23. Lessons will take place Tuesdays and ursdays at 6 to 8 PM. Total number of lessons given in each course is 60. e course carries 2 credits on the modular credit system. Price IKR 11.500 (Price includes a textbook). For further information please call Fjölnir Ásbjörnsson at 821 5647. VERSLUNARINNRÉTTINGAR Til sölu mjög fallegar innréttingar fyrir fatnað (stillanlegar) úr burstuðu stáli og hvítu plexi. Nánari uppl. í síma 897-7917

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.