24 stundir - 06.09.2008, Síða 50

24 stundir - 06.09.2008, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 24stundir www.flugskoli.is Námskeiðið hefst 6. október og lýkur um miðjan febrúar. Umsóknarfrestur er til 14. september. Allar nánari upplýsingar á www.flugskoli.is Flugumferðarstjóra Grunnnámskeið Flugskóli Íslands er hluti af Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins. Tækniskólinn er nýr framsækinn framhaldsskóli sem byggir á traustum grunni Fjöltækniskóla Íslands og Iðnskólans í Reykjavík. FÓLK 24@24stundir.is a Handahlaup í dag, helj- arstökk í morgun, helj- arstökk með skrúfu daginn eftir það. fólk leikur lykilhlutverk í þeirri mynd. Fyrr á árinu leituðu Sindri og fé- lagar hans til fimleikafélaganna í leit að æfingahúsnæði. Fimleika- félagið Björk sýndi málinu strax áhuga og æfingar hófust fljótlega. „Við vorum þrír á fyrstu æfing- unni en á þeirri fjórðu vorum við orðnir fimmtán. Svo hefur þetta bara aukist.“ Frábær útrás og líkamsrækt Það er fjölbreyttur hópur sem mætir á parkour-æfingarnar. „Við erum fólk úr öllum landshornum. Við erum með lögreglumenn, Norðurlandameistara í júdó, Ís- land þjálfarann í taekwondo, helminginn af Nexus-nördaliðinu, keppanda úr Ungfrú Íslandi og vinkonur hennar,“ segir Sindri og bætir við að öllum sé frjálst að bætast í hópinn svo lengi sem nægt pláss sé í húsinu. En hvað skyldi það vera við parkour sem gerir þetta lífsviðhorf svo heillandi? „Þetta er líkt og Tarzan-leikur fyrir fullorðna. Mað- ur fær alveg svakalega útrás, þetta gefur manni bara alhliða kikk og maður sér svo auðveldlega árang- ur. Handahlaup í dag, heljarstökk í morgun, heljarstökk með skrúfu daginn eftir það.“ Spurður um hætturnar sem fylgja parkour svarar Sindri á diplómatískan hátt: „Fótbolti getur verið hættulegur, handbolti getur verið hættulegur. Parkour getur auðvitað verið hættulegt en við ákváðum að fara þessa leið frekar en að byrja á ein- hverjum bílskúr úti í garði.“ 24 stundir kíktu á parkour-æfingu í Hafnarfirði Tarzan-leikur fyrir fullorðna Parkour er ekki bara ein- hver glæfraleikur sem snýst um að hoppa niður af húsþökum án þess að stórslasa sig. Parkour er lífsmáti sem sækir stöð- ugt í sig veðrið hér á landi. Í Hafnarfirði hittist hópur áhugafólks um parkour þrisvar í viku til að æfa sig, styrkja og komast í gott form. Fljúgandi búdda Sindri tekur létt stökk á trampólíninu. Styrking Ekki bara hopp á æfingunum. Háloftahasar Breskur hópur lék listir sínar í Ástralíu fyrr á árinu. Ekkert veikara kyn Það eru ekki bara strákarnir sem taka þátt í parkour- æfingunum. 24stundir/Ómar Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Það var mikið um að vera í húsi fimleikafélagsins Bjarkar í Hafn- arfirði þegar blaðamann 24 stunda og ljósmyndara bar þar að garði á fimmtudagskvöldið. Fyrir utan ungmennin sem lögðu stund á hina hefðbundnu fimleika mátti þar einnig finna fjölbreyttan hóp fólks sem var statt þar í öðrum erindagjörðum. Sindri Viborg er í forsvari fyrir þennan hóp fólks sem á það sameiginlegt að vera áhugafólk um parkour. „Parkour er í rauninni lífs- viðmót til að koma sér á milli punkta a og b eins auðveldlega og fljótt og hægt er. Í því felst bæði að stytta sér leiðir og nýta sér hindr- anir sem hröðun í það sem þú þarft,“ segir Sindri. Hann segir að áhugi sinn á parkour hafi, líkt og hjá mörgum öðrum, kviknað þegar hann horfði á myndina Yamakasi en parkour

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.