24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 24stundir
Hrökkvi eignir Tryggingarsjóðs
ekki til að greiða heildarfjárhæð
innstæðna fari fjármálastofnun á
hausinn á að skipta greiðslum
kröfuhafa þannig að krafa hvers
þeirra upp á allt að 2,5 milljónir
króna er bætt að fullu. Allt umfram
það er bætt hlutfallslega, að því er
Jónas Þórðarson, framkvæmda-
stjóri sjóðsins greinir frá.
Þuríður Hjartardóttir, fram-
kvæmdastjóri Neytendasamtak-
anna, telur að neytendur séu ekki
nægilega vel upplýstir um lág-
markstryggingarverndina. „Í Sví-
þjóð stendur upphæðin á árlegu yf-
irliti frá bönkunum. Hér er farið
með þetta eins og viðkvæmt mál,“
segir Þuríður.
Gísli Tryggvason, talsmaður
neytenda, kveðst ekki telja að lág-
marksupphæðin þurfi að vera
hærri. „Ef menn eiga meira fé geta
þeir dreift því á milli bankanna.“
Í samræmi við ákvæði tilskipun-
ar Evrópusambandsins um inn-
lánstryggingar er Ísland, sem aðili
að Evrópska efnahagssvæðinu,
lagalega skuldbundið til að upp-
fylla lágmarkstryggingarvernd að
fjárhæð 20 þúsund evrur. Lág-
markstryggingarfjárhæðin hér á
landi jafngildir rúmlega þeirri upp-
hæð eða 20.887 evrum. „Þetta er
pólitískt mat á hverjum tíma. Lág-
marksupphæðin í Svíþjóð og Finn-
landi er 25 þúsund evrur en í Nor-
egi er upphæðin miklu hærri,“
greinir Jónas frá.
Tryggingarsjóður, sem sam-
kvæmt lögum á að eiga 1 prósent af
innstæðum á hverjum tíma, átti í
mars á síðasta ári um 12,5 millj-
arða króna. Aðildarfyrirtæki sjóðs-
ins eru bankar og önnur fyrirtæki
sem hafa heimild til að taka við
innlánum og standa þau skil á
greiðslum til sjóðsins. Að sögn
Jónasar hefur ávöxtun sjóðsins,
sem ekki má fjárfesta í hlutabréf-
um, verið mjög góð í ár. „Sjóður-
inn á mikið af erlendum eignum,
aðallega skuldabréfum, og vegna
falls krónunnar hefur ávöxtunin
verið góð.“
ingibjorg@24stundir.is
Greiðslur úr Tryggingarsjóði vegna gjaldþrots fjármálastofnana
2,5 milljónir bættar að fullu
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@24stundir.is
Þróunar- og fjárfestingarfélagið
Nýsir rambar á barmi gjaldþrots
samkvæmt heimildum 24 stunda.
Unnið hefur verið að fjárhagslegri
endurskipulagningu fyrirtækisins
undanfarna mánuði og vikur.
Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri
Nýsis, segir að unnið sé að því
hörðum höndum að létta á
greiðslubyrði lána félagsins til þess
að tryggja áframhaldandi rekstur
þess. Endurfjármagna þarf sjö til
tíu milljarða af skammtímalánum
félagsins á þessu ári svo að rekstur
félagsins geti gengið áfram. Auk
þess þarf að endurskipuleggja lán
félagsins til lengri tíma. „Niður-
staða liggur fyrir innan nokkurra
vikna frekar en mánaða,“ segir
Höskuldur.
Landsbankinn stærstur
Stærsti lánveitandi Nýsis er
Landsbankinn og hefur hann, í
samráði við aðra lánveitendur fé-
lagsins, leitt vinnu sem miðar að
því að bjarga félaginu frá gjaldþroti
og lánveitendum þess frá vandræð-
um vegna þess.
Samkvæmt heimildum 24
stunda kemur vel til greina að lán-
veitendur félagsins verði eigendur
þess, að minnsta kosti að hluta til.
Rætt hefur verið um ýmsar lausnir
á stöðu Nýsis, þar á meðal hvernig
unnt sé að auka hlutafé, selja eignir
og framlengja íþyngjandi lán fé-
lagsins.
Óveðtryggðar skuldir Nýsis
nema tæplega fimmtán milljörðum
króna. Þær eru að mestu í formi
víxla og skuldabréfa. Meirihluti
eigenda þeirra eru lífeyris-, verð-
bréfa- og fjárfestingarsjóðir.
Skuldir Nýsis nema um fimmtíu
milljörðum króna líkt og eignir fé-
lagsins. Eigið fé félagsins er því lítið
sem ekkert.
Viðmælendur 24 stunda voru
sammála um að lánveitendur væru
að reyna að „halda lífi“ í félaginu
með öllum mögulegum ráðum.
Meðal annarra lánveitenda Nýsis
eru Glitnir, Kaupþing og Aareal
Bank sem er með höfuðstöðvar í
Þýskalandi. Hann var fjárhagslegur
bakhjarl Nýsis í verkefnum félags-
ins í Danmörku.
Samtals ræður Nýsir yfir meira
en 200 þúsund fermetrum af at-
vinnuhúsnæði sem leigt er til fyr-
irtækja og opinberra stofnana á Ís-
landi, í Bretlandi og Danmörku.
Áður hefur verið greint frá því í
24 stundum að vandræði fóru að
skapast í rekstri Nýsis þegar alþjóð-
leg lausfjárþurrð fór að hafa áhrif
hér á landi. Höskuldur Ásgeirsson
sagði meðal annars að lausafjár-
þurrðin hefði keðjuverkandi áhrif
til hins verra á starfsemi fyrirtæk-
isins.
Nýsir á barmi
gjaldþrots
Enn er unnið að því að bjarga Nýsi frá gjaldþroti Skuldir fé-
lagsins eru um fimmtíu milljarðar króna líkt og eignirnar
➤ Eitt stærsta verkefni Nýsis erbygging Tónlistarhússins í
Reykjavík í samvinnu við
aðra.
➤ Óljóst er enn hvenær vinnuvið endurfjármögnun á fyr-
irtækinu lýkur.
➤ Félagið á og leigir fasteignir íBretlandi, á Íslandi og í Dan-
mörku
UM NÝSI
24stundir/RAX
Sikiley
Stuttgart/
Heidelberg
Barcelona
Frá kr. 24.900
Flugsæti báðar leiðir m. sköttum
Prag
Frá kr. 24.900
Flugsæti báðar leiðir m. sköttum
Kraká
Frá kr. 24.900
Flugsæti báðar leiðir m. sköttum
Róm
Frá kr.19.900
Flugsæti aðra leið m. sköttum,
7. eða 10. okt.
Frá kr. 93.353
Flug og gisting.
Frá kr. 69.990
Flug og gisting.
Búdapest
Frá kr. 59.990
Flug og gisting
Brottför 23. okt., m.v. gistingu í tvíbýli á
Mercure Duna í 3 nætur.
Montreal
Frá kr. 29.990
Flugsæti báðar leið m. sköttum,
2 fyrir 1, 26. sept.
Gisting frá kr. 4.900
Netverð á mann á nótt, m.v. gistingu
í tvíbýli á Travelodge Montreal með
morgunverði. Gisting á Best Western
Ville Marie kr. 5.900 á mann á nótt.
Borgarveisla
í haust & vetur
Fullt af frábærum sértilboðum!
www.heimsferdir.is
14. okt.
Vikuferð í beinu flugi
Aðventuferð
27. nóv.
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Allt verð er netverð á mann.
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
3
53
86
Tónlistarhús Nýsir kemur
að uppbyggingu tónlistar-
húss í Reykjavík í gegnum
félagið Portus.