24 stundir - 17.09.2008, Page 10

24 stundir - 17.09.2008, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 24stundir ALLT SEM HUGURINN GIRNIST Verslanir opnar mán-mið 11-19, fim 11-21 fös 11-19, lau 11-18 og sun 13-18 smaralind.is / 528 8000 E N N E M M / S ÍA / N M 3 5 3 3 8 Takir þú strætó númer 150S eða 173E í Kaupmannahöfn geturðu kippt fartölvunni þinni með og notað tímann til að skoða tölvu- póst eða ferðast um á netinu. Frá gærdeginum er boðið upp á þráð- lausa nettengingu á þessum leiðum og er þjónustan farþegum að kostnaðarlausu. Evrópska almenningssam- göngufyrirtækið Arriva bryddar upp á þessari nýjung og er henni ætlað að laða að fleiri farþega og minnka jafnframt álag á götum borgarinnar og draga úr mengun. Reyndar eru engin borð fyrir tölvurnar og einnig spurning hvernig þeir farþegar sem ekki næla sér í sæti geta nýtt sér nýjung- ina en forsvarsmenn Arriva eru fullir bjartsýni og telja að þetta muni auka aðsókn. Þráðlausa netið er liður í þriggja ára samningi Arriva við sam- gönguyfirvöld. Arriva fær greiddar um 50 krónur íslenskar fyrir hvern umframfarþega og hvetur það til betri þjónustu. jmv@24stundir.is Vilja fleiri strætófarþega í Kaupmannahöfn Internetið í strætó Eftir Sigrúnu Birnu Birnisdóttir sibb@24stundir.is Yfirvöld í Ísrael og á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum eru nú sögð nær því en nokkru sinni fyrr að ná samkomulagi um næsta skref í friðarferli þjóðanna. Miguel Moratinos, utanríkis- ráðherra Spánar og fyrrverandi sendimaður ESB í Mið-Austur- löndum, segir Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna, vera að íhuga að samþykkja hugmyndir Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, um grundvallaratriði slíks samkomulags. „Það er mat mitt eftir fundi mína með Olmert og Abu-Mazen að það sé mjög jákvæður tónn í viðræðunum og að hugmyndirnar séu góðar. Ég tel þá vera nálægt samkomulagi. Ég er sannfærður um að sá árangur sem náðst hefur í þessum viðræðum verður ekki aftur tekinn. Hvað sem verður í innanríkismálum í Ísrael og stjórnmálum í Bandaríkjunum, verða báðir aðilar og alþjóðasam- félagið að tryggja að byggt verði á þessum grunni,“ segir Moratinos í viðtali við hebreska blaðið Ha’a- retz. Olmert, sem lýsti því yfir í sum- ar að hann teldi ekki líklegt að samkomulag næðist fyrir árslok, er nú sagður leggja allt kapp á að ná samkomulagi við Palestínu- menn áður en hann lætur af emb- ætti. Hann er þó sagður hafa áhyggjur af því að áhrifamenn innan heimastjórnar Palestínu- manna leggi hart að Abbas að ganga ekki að samkomulagi í skyndi. Mun það sérstaklega eiga við um Ahmed Qureia, aðalsamn- ingamann þeirra í viðræðum við Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísr- aels. Livni er talin líklegur arftaki Olmerts og haft er eftir Qureia í blaðinu Al-Jarida, sem gefið er út í Kúveit, að Livni muni veita Pal- estínumönnum það sem enginn hafi verið tilbúinn að veita þeim. Olmert keppir við tímann  Jákvæður tónn sagður í viðræðum leiðtoga Ísraels og Palestínu  Utanríkisráðherra Spánar segir samkomulag skammt undan ➤ Olmert gefur ekki kost á sér íleiðtogakjöri Kadima- flokksins sem fram fer 17. nóvember. ➤ Gert er ráð fyrir að hann látiaf embætti forsætisráðherra innan tveggja mánaða frá leiðtogakjörinu. ÁHERSLA Á SAMKOMULAG AFPKunnuglegt Svipmynd af samskiptum Ísraela og Palestínumanna Samkvæmt spænskum fjöl- miðlum sýna rannsóknir að vængbörð spænsku farþegavél- arinnar, sem fórst í síðasta mán- uði og kostaði 154 manns lífið, virkuðu ekki sem skyldi í flug- taki. Flugmenn hafi ekki vitað af biluninni þar sem aðvörunarkerfi hafi ekki farið í gang. Rannsókn stendur enn yfir. jmv Biluð vængbörð á Spanair-vél Franskar her- sveitir frelsuðu í gær tvo sjómenn sem hafði verið rænt af sjóræn- ingum við strendur Sómalíu fyrr í mán- uðinum. Nicolas Sarkozy, Frakklands- forseti og forseti ESB, hefur biðl- að til alþjóðasamfélagsins um að barist verði í auknum mæli gegn uppgangi sjóræningja. Svæðið ut- an við Sómalíu er eitt það hættu- legasta í heimi vegna tíðra árása sjóræningja sem hindra mat- vælahjálp til Sómalíu. jmv Sarkozy gegn sjóræningjum

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.