24 stundir - 17.09.2008, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Björg Eva Erlendsdóttir
Magnús Halldórsson
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is,
Prentun: Landsprent ehf.
Kjaraskerðing, verðbólga, atvinnuleysi og skuldabaggi er vandi sem
bliknar í samanburði við reynslu þeirra sem missa bókstaflega fótanna.
Fyrri vandinn er yfirstíganlegur. En hvernig er hægt að yfirstíga það að
vakna upp á sjúkrahúsi, lamaður eftir slys, svo illa slasaður að maður and-
ar ekki sjálfur heldur þarf til þess aðstoð; alltaf?
„Bjartsýnin og vonin skipta öllu við þessar aðstæður,“ segir Tryggvi Ing-
ólfsson, 58 ára Rangæingur, í viðtali við 24 stundir í dag. „Ef ekki þá liggur
leiðin niður á við. Lífsvilji og ákveðni sem mér er eðlislæg hafa haft ótrú-
lega mikið að segja í baráttu síðustu missera. Raunar svo að ella værum
við ekki að tala saman – hér og nú.“
Tryggvi féll af hestbaki fyrir tveimur árum. „Mér var sagt að enginn
maður hér á landi hafi lifað af svona alvarlegan mænuskaða,“ segir hann.
Hann fór í tímamótaaðgerð í fyrra, þar sem raförva var komið fyrir í þind
hans. Hann var einn sá fyrsti utan Bandaríkjanna í svona aðgerð.
Auður Guðjónsdóttir beitti sér fyrir stofnun Mænuskaðastofnunar-
innar og er stjórnarformaður. Hún hefur barist fyrir lækningu á mænu-
skaða en dóttir hennar slasaðist í bílslysi og situr í hjólastól.
Það er einmitt svo að flestir þeirra hundrað sem eru mænuskaddaðir
hér á landi slösuðust í bílslysi, eða nær helmingur. Átta af hverjum tíu sem
slasast eru ungir karlmenn. Meðalaldur þeirra sem skaddast á mænu er
tuttugu ár.
Um næstu helgi verður landssöfnun til stuðnings Mænuskaðastofnun
Íslands. Þá á að beina sjónum að stöðu mænuskað-
aðra í samfélaginu. Bein útsending verður á Stöð 2 á
föstudagskvöld.
Tryggvi býr á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Kirkjuhvoli á Hvolsvelli; elliheimilinu. Á hjólastóln-
um hans eru skynjarar sem gera honum kleift að nota
tölvu. Hann stýrir henni með hökunni. Von hans er
að lækning finnist við mænuskaða. Hvenær það verð-
ur veit enginn.
Svona alvarleg slys gera ekki boð á undan sér. Upp í
bílinn, á hjólið eða hestbak; það er þetta daglega líf
hvers og eins sem enginn veit hvernig endar.
Gjaldþrot, kaupmáttur og verðbólga. Það verður
hjóm eitt í þessum samanburði.
Við viljum að lækna megi skaddaða mænu.
Fótunum kippt
undan manni
Valgerður Sverrisdóttir er komin
í hóp Eyverja. Það fór um mig
skelfingarhrollur. Nú mun hún
hvessa klær – og
stílvopn – á sak-
leysingja eins og
mig sem henni
finnst að hafi
með óverðskuld-
uðum hætti tekið
af sér ást prinsins
í gervi Sjálfstæð-
isflokksins.
Það má þó um Valgerði segja, að
hún hefur að minnsta kosti klær
– öfugt við ýmsa þá sem telja sig
snjallasta óratora og skriffinna
stjórnarandstöðunnar. Valgerður
Sverrisdóttir er beittasti penni
stjórnarandstöðunnar og líklega
eitraðasti stjórnarandstæðing-
urinn.
Össur Skarphéðinsson
eyjan.is/goto/ossur
BLOGGARINN
Beittar klær
Nú blasir við öllum hvað fjár-
málasnillingarnir hafi verið að
gera. Undirstaða brambolts
þeirra eru lífeyr-
issjóðir launa-
manna. Þeir hin-
ir sömu hafa
ætíð hallmælt
þessum sjóðum
og verið jafnvel í
fararbroddi fyrir
því að brjóta þá
á bak aftur og
færa lífeyrisparnað inn í bank-
ana eða til erlendra lífeyr-
issjóða. Starfsmenn Kaupþings
voru í áróðursherferð um að
launamenn ættu að gefa al-
mennu lífeyrissjóðunum langt
nef og ganga úr verkalýðsfélög-
unum. Þetta var purkunarlaust
gert ...
Guðmundur Gunnarsson
gudmundur.eyjan.is
Bramboltið
Nú kemur hins vegar á daginn
hvar styrkur bankanna liggur. Þeir
„njóta tryggingar“ eins og Björn
Ingi segir, fyrst og
fremst í krafti
þess að hafa al-
menn viðskipti
innandyra. Það
sem spyrja þarf
um er hið gagn-
stæða við það sem
Björn Ingi gerir
en hann nálgast
málin, þykir mér, út frá sjónarhóli
fjárfestingarbankanna: Hvernig
verða almennir viðskiptavinir
bankanna, þeir sem háðir eru
„hefðbundinni bankastarfsemi“,
tryggðir í samkrulli við fjárfest-
ingarbraskið? Hvers vegna skyldu
bankarnir hafa viljað komast yfir
íbúðalánin?
Ögmundur Jónasson
ogmundur.is
Styrkur banka
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
gag@24stundir.is
Íslenska útrásin hófst með hvelli. Íslend-
ingar komu stormandi inn á hið alþjóðlega
fjármálasvið fyrir um áratug – seinir fyrir en í frels-
isvímu, nýkomnir út úr lokuðu hagkerfi og „með vind-
inn í bakið“ eins og Svafa Grönfeldt orðaði það í Við-
skiptablaðinu fyrir tæpu ári. Í um áratug sigldu
fjármálafyrirtækin seglum þöndum við fagnaðarlæti og
hvatningaróp hérlendra ráðamanna og fjölmiðla sem
kepptust við að dilla og hossa íslensku strákunum í við-
skiptalífinu. Þeir voru jú að meika það drengirnir með
tugmilljónir króna í mánaðarlaun og kaupréttarsamn-
inga á fáheyrðum kjörum. Og vissulega var árangur ís-
lenskra fyrirtækja erlendis undraverður um tíma – svo
mjög að nágrannaþjóðum okkar varð nóg um. Yfirtök-
ur og samruni voru allsráðandi fréttaefni. Fyrirtæki
gengu kaupum og sölum, þau sameinuðust og runnu
saman í nýjar viðskiptaeiningar. Peningarnir voru
sendir á markaðinn til að vinna – mjólka meiri pen-
inga. Upphaflegur tilgangur rótgróinna fyrirtækja varð
aukaatriði. Möguleikinn á að skipta þeim upp og/eða
láta þau renna saman við önnur fyrirtæki skipti mestu.
En nú gerast aðstæður á fjármálamörkuðum heimsins
ískyggilegar: Viðsjárverðar fréttir berast af gjaldþrotum
öflugra fjármálafyrirtækja og rótgróin fyrirtæki ramba
á brauðfótum. Svo virðist sem íslensku útrásinni ætli
að ljúka á svipaðan hátt og hún hófst – með hvelli.
Já, fylliríinu er lokið og timburmenn óumflýjanlegir.
Íslensku útrásarjöfrarnir eru í svipuðum sporum og
bóndinn sem fór í kaupstaðarferð og fékk sér of mikið
neðan í því hjá kaupmanninum – lyktandi af ævintýr-
um gærdagsins og líður ekkert allt of vel undir augna-
ráði heimilisfólksins.
Ýmislegt bendir til þess að íslenski
fjármálaheimurinn hafi ekki verið í
stakk búinn til þess að hlaupa með
úlfunum á alþjóðamarkaði. Líklega
vorum við einfaldlega of smá, mark-
aðurinn of viðkvæmur og útrásin ein-
faldlega of tröllvaxin fyrir okkar ís-
lensku aðstæður. Spurningin er bara
hvort stoðir viðskiptalífsins eru nógu
sterkar til þess að standast átökin þeg-
ar hretinu slotar?
Höfundur er þjóðfræðingur
Útrásarfylliríinu lokið
ÁLIT
Ólína Þor-
varðardóttir
olina@hi.is
Við viljum gjarnan bæta við áhugasömum einstaklingum.
Nú er einmitt rétti tíminn að byrja.
Sækjumst eftir fólki á aldrinum 20 – 40 ára.
Reynsla eða kunnátta í söng og/eða nótnalestri er æskileg.
Nánari upplýsingar:
steini@neskirkja.is eða í síma 896 8192
Raddprófanir fyrir áhugasama verða
miðvikudaginn 17. september kl. 16.00 – 18.00
eða eftir samkomulagi.
KÓR
NESKIRKJU
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson