24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 13
Grunnnám í Námsflokkum Reykjavíkur
Viltu læra stærðfræði, íslensku og ensku?
Þessar námsgreinar verða kenndar í Námsflokkum Reykjavíkur
þá daga sem hér segir:
Enska er kennd á mán. kl. 18:50-21:00 og mið. kl. 17:20-18:40.
Stærðfræði er kennd á mán. kl. 17:20-18:40 og mið. kl. 18:50-21:00.
Íslenska er kennd á þri. kl.18:15-20:05 og fim. kl.18:15-20:05.
Náms- og starfsráðgjafar
Námsflokkanna kenna
námstækni í tengslum við
grunnnámið.
Kennsla hefst 10.september 2008.
Upplýsingar í síma: 567 7050
Námsflokkar Reykjavíkur, Þönglabakki 4
(efri hæð skiptistöðvar strætó í Mjódd).
Verð:
Eitt fag: 16.000 krónur,
tvö fög: 21.000 krónur og
þrjú fög: 26.000 krónur.
24stundir MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 13
Sviptivindar blésu um frétta-stofur ljósvakamiðlanna ígær. Við það
fækkaði þeim, fjórir
fréttastjórar urðu
tveir og nú rekur
RÚV aðeins eina
fréttadeild. Óðinn
Jónsson bætti við
sig starfi Elínar Hirst og Stein-
grímur Sævarr Ólafsson vék fyrir
Óskari Hrafni Þorvaldssyni sem
tók við Stöð 2 og Bylgjunni í við-
bót við Vísi. Pólitískir spor-
hundar telja að með Elínu hverfi
síðasti Styrmirinn úr ritstjóra-
stóli, tengsl séu skyld. Í dagbók
meðritstjóra Styrmis, Matthíasar
Johannessen, er Svavar Gestsson
hinsvegar borinn fyrir sögu um
hlutdrægni Óðins í þágu krata. Sú
var óstaðfest.
Þótt engin séu flokksblöðinlengur telja margir að póli-tískar ráðningar og hags-
munatengsl séu jafnsterk á fjöl-
miðlum, en í stað
flokkstengsla hafi
tekið við tengsl
valds og auðs.
Steingrímur Sæv-
arr gegndi starfi að-
stoðarmanns Hall-
dórs Ásgrímssonar,
forsætisráðherra og var sagður
ráðinn inn á Stöð 2 af Framsókn-
artengdum eigendum. Sama gilti
um stjórnmálamanninn Björn
Inga Hrafnsson, sem nú er rit-
stjóri Markaðarins. Engar svipt-
ingar voru á blöðum í gær, en við
þeim er búist. Eigendum þykir
pappírinn orðinn dýr, auglýs-
ingamarkaður þungur og Frétta-
blaðið sagði nýlega upp fjölda
fólks í dreifingu.
Vísir.is hefur aukið áhorfmeð Óskari Hrafni Þor-valdssyni, sem er yngri
en hin, en annars frægastur fyrir
að fjalla um frægt
fólk og fyrir árekst-
ur við einn eigenda
Vísis.is, Jón Ásgeir
Jóhannesson, vegna
frétta Vísis.is af
einkaþotu og
snekkju þess síðarnefnda. Vís-
isritstjórinn hlaut þá hrós fyrir að
kikna ekki í hnjáliðunum þótt
eigandi miðilsins sýndi tenn-
urnar. Óskar Hrafn þarf víst ekki
að óttast álíka uppákomur á
næstunni, því einkaþotur og
snekkjur eru víst lítið á ferðinni í
kreppunni og hverfandi líkur á að
lenda í einverju jagi þeirra vegna.
Það má því segja að Óskar Hrafn
taki við sameinaðri fréttastofu á
besta tíma. beva@24stundir.is
KLIPPT OG SKORIÐ
Þessa dagana stendur yfir al-
þjóðleg samgönguvika en Reykja-
víkurborg er einmitt aðili að al-
þjóðlegum samtökum sem standa
að framtakinu. Ég hef áður á þess-
um vettvangi skrifað um vegagerð,
strætó, lestarsamgöngur, flug og
fleira sem lýtur að samgöngum á
Íslandi.
Í síðustu viku flutti umhverfis-
ráðherra Alþingi skýrslu um um-
hverfismál. Í umræðum um hana
var mikilvægi og gildi almennings-
samgangna áberandi. Á tímum
hækkandi olíuverðs og aukinnar
vitundar um umhverfismál hygg ég
að almenningssamgöngur verði sí-
fellt raunhæfari og skynsamlegri
samgöngukostur í hugum fólks.
Við Íslendingar notum strætó
allt of lítið og eru ýmsar skýringar á
því. Veður, tíðni ferða, áreiðanleiki
og fargjöld hefur verið nefnt sem
áhrifaþættir sem hindra notkun
strætisvagna. Það kann vel að vera
að allir þessir þættir hafi áhrif en
skipulag byggðar hefur einnig mik-
ið að segja svo og forgangur strætó
í umferðinni.
Bílum fjölgar
Því þéttari sem byggðin er því
hagkvæmara er að nota og reka
strætó og á það hafa margir lærðir
skipulagsfræðingar svo og leik-
menn í faginu bent á. Á höfuð-
borgarsvæðinu stöndum við nú
frammi fyrir þeirri staðreynd að
byggðin þenst út og bílum fjölgar,
með tilheyrandi kröfum um um-
ferðarmannvirki, breiðari götur og
mislæg gatnamót.
Um leið og þessi þróun hefur átt
sér stað koma fréttir af því að svif-
ryksmengun mælist yfir hættu-
mörkum í sumum hverfum borg-
arinnar á tilteknum tímum. Og
það er þörf á aðgerðum. Aðgerðum
til að draga úr mengun og bílaum-
ferð, til að losna við mislæg gatna-
mót og önnur fyrirferðarmikil um-
ferðarmannvirki nálægt
íbúðarhúsum og til að koma í veg
fyrir slysahættu. Flestir sem ég hef
rætt við vilja draga úr mengun,
vilja að fleiri noti strætó, finnst
umferðin of mikil og hröð, sérstak-
lega inni í íbúðahverfum, og býsn-
ast yfir því að ekki sé lengur hreint
loft og engin mengun í Reykjavík
eins og var hér í „gamla daga“. En
öll þurfum við að líta í eigin barm.
Er til dæmis algerlega nauðsynlegt
að vera með tvo og upp í þrjá bíla á
heimilinu? Er til dæmis algerlega
nauðsynlegt að fara allra ferða
sinna á bíl, jafnt styttri sem lengri?
Hjólreiðar og strætó
Á þinginu í vetur flutti ég tillögu
um forgangsakreinar strætó ásamt
þingmönnum úr öllum flokkum.
Það er að mínu mati brýnt að fjölga
þessum reinum svo strætó komist
fljótar leiðar sinnar og verði þannig
fýsilegur kostur fyrir fólk til að
komast hratt og örugglega milli
staða. Einnig hef ég bent á þá
skrítnu staðreynd að þeir opinberu
starfsmenn sem fá bílastyrk vegna
starfa sinna fá þær greiðslur sem
hlunnindi sem ekki þarf að greiða
skatt af, á meðan þeir sem fá
strætókort þurfa að greiða fullan
skatt af þeim hlunnindum. Á þetta
hef ég bent fjármálaráðuneytinu og
bíð svara um málið. Þriðji þáttur-
inn sem ég vil nefna er aðkoma rík-
isvaldsins að almenningssamgöng-
um. Ég er þeirrar skoðunar að ríkið
eigi nú á þessu kjörtímabili að sýna
vilja sinn í verki og koma að al-
menningssamgöngum með bein-
um hætti. Það hefur verið bent á
það að ríkið innheimtir alls kyns
gjöld og skatta af strætó. Fjármála-
ráðherra hefur ekki verið tilbúinn
að skoða niðurfellingu á þeim
gjöldum og borið fyrir sig fordæmi
gagnvart öðrum.
Gott og vel, ef það eru einhverjir
tæknilegir gallar á slíkum leiðum,
legg ég til ríkið komi þá með bein-
um hætti að styrkjum til almenn-
ingssamgangna. Þannig myndi rík-
isvaldið viðurkenna ábyrgð sína á
rekstri almenningssamgangna og
leggja með afgerandi hætti sitt lóð
á vogarskálar bættrar umferðar-
menningar og umhverfismála.
Höfundur er alþingismaður
Samgöngur
í samgönguviku
VIÐHORF aSteinunn Valdís Óskarsdóttir
Ég er þeirrar
skoðunar að
ríkið eigi nú á
þessu kjör-
tímabili að
sýna vilja
sinn í verki
og koma að almennings-
samgöngum með beinum
hætti.
PO
RT
hö
nn
un
/A
P
al
m
an
na
te
ng
sl
Ég er 100%
endurvinnanlegur
Mig langar
að endurvinna
þig
Endurvinnsla
– í þínum höndum
Það er í þínum höndum að ákveða hvaða úrgang þú ætlar að flokka og skila til
endurvinnslu. Vel gæti reynst að byrja smátt en bæta svo smám saman við eftir því sem
þú venst hugmyndinni. Í öllum sveitarfélögum er tekið á móti spilliefnum og langflest
þeirra taka við pappa, pappír og plasti til endurvinnslu.
Nánari upplýsingar og einföld ráð um endurvinnslu má sjá á
www.urvinnslusjodur.is/endurvinnsluvika
Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík
S: 58 58 900. www.jarngler.is
Vegghengdur gashitari.
Þriggja brennara gas geislahitari
Tvær hitastillingar, neistakveikja.
Afköst 22.000.BTU / 6,5 kWh
B:60cm x H:48cm x D:37cm.
Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík
höggdeyfar eru orginal
hlutir frá USA og E.E.S.
Aisin kúplings-
sett eru orginal
hlutir frá Japan
varahlutir í miklu úrvali
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við