24 stundir - 17.09.2008, Side 16

24 stundir - 17.09.2008, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 24stundir Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Þrátt fyrir ungan aldur er Tanja Huld Guðmundsdóttir búin að hanna föt og fylgihluti í nokkur ár og þegar byrjuð að selja eitt- hvað af vörum sínum í versl- uninni Fígúru á Skólavörðustíg. „Ég byrjaði að prjóna og sauma koddaver þegar ég var lítil. Ætli þetta hafi síðan ekki farið stig- magnandi. Síðan ég man eftir mér hef ég verið að föndra eitt- hvað og það hefur sífellt orðið flóknara. Ég byrjaði síðan að sauma fyr- ir alvöru þegar ég var sextán ára en það voru frekar mikil byrj- endaverk,“ segir Tanja sem ákvað að fara með nokkra hluti í Fígúru. „Í sumar hóf ég að gera alls kyns klúta og fór með þá og töskur sem ég gerði í Fígúru en það er þegar búið að selja það.“ Mamma kenndi mér mikið Tanja segir að áhuginn á fata- hönnun hafi kviknað á öðru ári sínu í menntaskóla. „Þá var ég nemi hjá fatahönnuði og áhug- inn jókst þá verulega. Mamma hefur líka hjálpað mér mjög mikið að sauma og kennt mér mikið,“ segir Tanja sem stefnir á að læra fatahönnun síðar meir. „Ég klára Menntaskólann við Hamrahlíð um jólin og ætla þá að búa mig undir að sækja um í fatahönnun, jafnvel einhvers staðar erlendis. Ég fæ auðveldlega hugmyndir að efni og þegar ég einbeiti mér að því að sauma þá dettur mér alltaf eitthvað í hug. Ég hef mjög gaman af þessu og sauma allt sjálf.“ Góðar viðtökur Tanja segist sauma mest fyrir sjálfa sig auk þess að vera dugleg að gefa vinum sínum og fjöl- skyldu hönnun sína. „Það litla sem ég hef selt af hönnun minni hefur fengið góðar viðtökur og það seldist fljótlega. Það er mis- jafnt hve mikið ég hanna og það fer algjörlega eftir því hvað ég hef mikinn tíma. Það er því engin regla á þessu en þessa dagana er ég mikið í því að skreyta flíkurnar með sat- ínborðum og geri alls konar skraut með því. Skemmtilegast þykir mér að sauma kjóla, hanna klúta og töskur,“ segir þessi upp- rennandi fatahönnuður að lok- um. 24stundir/Valdís Thor Tanja Huld er upprennandi hönnuður Hef saumað og prjón- að síðan ég var barn ➤ Tanja Huld er að verða nítjánára gömul og byrjaði að sauma og hanna þegar hún var sextán ára. ➤ Tanja Huld hefur ekki ákveðiðundir hvaða nafni hún hannar og er að skoða nokkra mögu- leika. ➤ Tanja Huld er með sauma-herbergi heima hjá sér þar sem hún hefur safnað saman góðu úrvali af efnum og öðru. TANJA HULD Tanja Huld Guðmunds- dóttir er þegar farin að selja hönnun sína í tísku- vöruverslun en hún er einungis átján ára gömul. Hún hefur prjónað og saumað síðan hún man eftir sér og fengið góða hjálp frá móður sinni. Tanja Huld Guð- mundsdóttir „Þegar ég einbeiti mér að því að sauma þá dettur mér alltaf eitthvað í hug.“ KYNNING Það er tilvalið að fylla heimili sín með rómantískum fylgihlutum og húsgögnum á haustin en þau má til dæmis finna í versluninni Nóru í Kópavogi. Jakobína Sigurðardóttir, eigandi Nóru, segist hafa opnað verslunina þar sem vöruúrvalið á Íslandi hafði verið mjög einhæft. „Það var mjög mikið til í þessari hörðu tískulínu, þessum fúnkisma, og mér fannst vanta vörur sem gefa notalega til- finningu. Í Nóru erum við fyrst og fremst að horfa á rómantísk hús- gögn og heimilisvöru. Hér eru franskar vörur og stíll okkar er þessi rómantíski, franski stíll sem fólk kynnist svo vel á sínum ferð- um um París og Suðaustur- Frakkland. Við erum með fullt af nýjum vörum um þessar mundir og vorum að taka upp mjög stóra sendingu fyrir viku. Búðin er nán- ast full af fallegri, nýrri vöru.“ Nóra var opnuð fyrir tveimur ár- um en hefur nú verið starfrækt í eitt ár á Dalvegi 16a í Kópavogi. Aðspurð hvernig viðtökurnar hafi verið segir Jakobína að þær séu góðar. „Fólk er mjög hrifið, and- rúmsloftið í versluninni er hlýlegt og vörurnar fallegar og gefa ljúfa og notalega tilfinningu. Hjá Nóru er mikið vöruúrval og fólk þarf að gefa sér góðan tíma til að skoða. Verslunin er þannig hugsuð að hér geturðu fengið vörur til að inn- rétta hvert einasta rými á heim- ilinu með þessum rómantíska, franska blæ.“ Rómantíkin ræður ríkjum í Nóru á Dalvegi Ljúf og rómantísk tilfinning Rómantískt og franskt Í Nóru má finna róm- antísk hús- gögn og heimilisvöru. Tíska Umsjónarmenn: Svanhvít Ljósbjörg svanhvit@24stundir.is Kristjana Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is María Ólafsdóttir maria@24stundir.is Glæsilegir kjólar nýkomnir Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum Fákafeni) www.gala.is • S:588 9925 Opið 11-18 og 11-16 lau.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.