24 stundir - 04.10.2008, Síða 2

24 stundir - 04.10.2008, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 24stundir WWW.EBK.DK Danskir gæðasumarbústaðir (heilsársbústaðir) Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: Anders Ingemann Jensen farsími nr. +45 40 20 32 38 netfang: aj@ebk.dk Ert þú í byggingarhugleiðingum? Ferðaskrifstofa Antalya í Tyrklandi Maturogdrykkirinnifaldir! 98.900kr. 14. október. Verð á mann miðað við 2 í herbergi í 7 nætur. Innifalið: Flug og gisting á hótel Fame Residence Lara með fullu fæði og innlendum drykkjum í 7 nætur, flugvallaskattar og íslensk fararstjórn. Allra síðustu sætin á ótrúlegu verði! Fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is VÍÐA UM HEIM Algarve 22 Amsterdam 12 Alicante 22 Barcelona 20 Berlín 12 Las Palmas 25 Dublin 9 Frankfurt 12 Glasgow 10 Brussel 8 Hamborg 9 Helsinki 11 Kaupmannahöfn 13 London 12 Madrid 16 Mílanó 21 Montreal 5 Lúxemborg 8 New York 13 Nuuk 4 Orlando 20 Osló 8 Genf 9 París 9 Mallorca 17 Stokkhólmur 11 Þórshöfn 4 Norðaustan 8-15 m/s og él, en bjart S-lands. Lægir smám saman og léttir til, fyrst vest- antil, en áfram strekkingur og él austast. Hiti 1 til 6 stig sunnan- og vestanlands, en annars kringum frostmark. VEÐRIÐ Í DAG 5 5 4 4 5 Lægir og léttir til Hægviðri og víða bjart um morguninn, en gengur í suðaustan 13-18 m/s með rigningu eða slyddu vestanlands síðdegis. Hiti 0 til 5 stig, en hlýnar heldur vestantil. VEÐRIÐ Á MORGUN 6 5 -3 4 2 Rigning eða slydda vestanlands „Þessi efnahagsniðursveifla var ekki byrjuð þegar við gengum frá þessu og það var auðvitað ekki í boði að hætta við þegar búið var að skrifa undir leigusamninginn,“ segir Sólveig Anna Þorvaldsdóttir tannlæknir en í gær opnaði hún nýja tannlæknastofu í Turninum í Kópavogi ásamt Heiðdísi Halldórsdóttur og Jóhönnu Bryndísi Bjarnadóttur. Allar eru þær útskrifaðir tannlæknar frá því síðasta vor. Vinna allar annars staðar með Sólveig segir að auðvitað komi efnahagsnið- ursveiflan verulega niður á þeim. „Þetta er auð- vitað eins og önnur fyrirtæki. Við erum allar að vinna annars staðar til að kljúfa kostnaðinn. Ég held að ég hefði ekki farið út í þetta ef ég hefði vitað hvernig efnahagsástandið myndi þróast. Það þýðir samt ekkert annað en að vera bjartsýn og það er sem betur fer hægt að segja að byrj- unin lofi góðu. Við höfum fengið mjög góðar viðtökur.“ Þær stöllur tóku ákvörðun um stofnun stof- unnar í byrjun árs og gengu frá lausum endum í mars síðastliðnum. Þá var gengið frá leigu á húsnæði og kaupum á tækjum. „Við skrifuðum undir og gengum frá hlutunum nokkrum dög- um áður en það fór að gefa verulega á bátinn í efnahagslífinu. Við erum auðvitað að byrja á mjög erfiðum tímum, kannski þeim svörtustu sem sést hafa lengi,“ segir Heiðdís. Tækin sem til þarf í reksturinn eru keypt á gengislánum og því hafa afborganir af þeim auðvitað hækkað. „Það er auðvitað mjög dýrt að fara af stað með svona starfsemi og staðan nú gerir okkur erf- iðara fyrir. Okkar lán hækka eins og hjá öðrum en það er bara sama sagan alls staðar. Ég held samt að ég hefði farið út í þetta þó að ég hefði vitað hvernig staðan yrði núna. Tannlæknar vinna sér inn kúnna með góðu orðspori og við erum góðir tannlæknar. Við erum líka bara með sanngjarnt verð og ætlum bara að keyra á þetta,“ segir Heiðdís. freyr@24stundir.is Þrír nýútskrifaðir tannlæknar láta kreppuna ekki hafa áhrif á sig Opna tannlæknastofu í efnahagslægð Eftir Láru Ómarsdóttur lom@24stundir.is Össur Skarphéðinsson, starfandi utanríkisráðherra, segir það tóma vitleysu að umræða hafi verið um það innan Samfylkingar að slíta stjórnarsamstarfi eins og 24 stund- ir greindu frá í gær. Samkvæmt heimildum 24 stunda innan þingflokks Samfylk- ingar var samstarf stjórnarflokk- anna í hættu um miðjan dag á fimmtudag en innan flokksins vildu menn senda skýr skilaboð til almennings um aðgerðir. Voru þrjár leiðir aðallega ræddar, að lýsa yfir vilja til að ganga í ESB, að sækja um lán frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum eða öðrum sjóðum og að víkja Davíð Oddssyni úr Seðla- bankanum. Heimildarmenn segja Samfylkinguna óánægða með af- skipti Davíðs af stjórnmálum. Einbeiti sér að lausn Óánægju með Davíð gætir einn- ig innan Sjálfstæðisflokksins og mun það, samkvæmt heimildum, hafa átt stóran þátt í að róa Sam- fylkinguna og þá sérstaklega um- mæli menntamálaráðherra sem sagði á fimmtudag að Davíð væri kominn langt út fyrir sitt valdsvið. Heimildarmenn segja að sammælst hafi verið um að einbeita sér að því að leysa efnahagsvandann og láta ekki ágreining um seðlabanka- stjóra spilla fyrir. Einn ráðherra orðaði það svo: „Þetta mál verður ekki látið snúast um það.“ Stjórnarslit aldrei rædd Össur Skarphéðinsson, starfandi utanríkisráðherra, segir þetta ekki rétt. „Það er tóm vitleysa að það hafi verið umræða um það innan Samfylkingar að slíta stjórnarsam- starfi. Samfylkingin er ábyrgur flokkur og henni kæmi aldrei til hugar að hlaupast undan árum á þeim tímum þegar mestar holskefl- ur ganga yfir íslenskt samfélag. Ég, sem staðgengill utanríkisráðherra, hef hvorki tekið þátt í samræðum við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur, aðra þingmenn Samfylkingar né nokkurn mann um að slíta sam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það er hugarburður og uppspuni.“ Ræddu aldrei stjórnarsamstarf  Heimildir 24 stunda innan stjórnarinnar segja stjórnarslit hafa verið rædd  „Hugarburður og uppspuni,“ segir Össur ➤ Stjórnarsamtarfið hékk á blá-þræði samkvæmt heimildum 24 stunda. ➤ Össur Skarphéðinsson þver-tekur fyrir að sú hugmynd hafi verið rædd. ➤ Sömu sögu sögðu við-skiptaráðherra og mennta- málaráðherra í fjölmiðlum. STJÓRNARSLIT STUTT ● Vill flytja út óseldar bifreiðar Bílasalan Islandus vill fá end- urgreidd vörugjöld af óseldum bifreiðum sem fyrirtækið hyggst flytja út aftur. Með sölu bílanna segir fyrirtækið að mætti losa um milljarða króna. ● Líkt eftir jarðskjálfta Slökkvilið og björgunarsveitir æfa viðbrögð við jarðskjálfta í Grindavík í dag. Um 175 manns taka þátt í æfingunni. ● Stjórn Glitnis vill ríkið Stjórn Glitnis hvetur hluthafa til að samþykkja tilboð ríkisins í 75% hlut í bankanum. Til- boðið verður tekið fyrir á hlut- hafafundi 11. október. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Rússneskur karlmaður hefur verið handtekinn fyrir að rífa vegabréf eiginkonu sinnar niður og éta snifsin. „Þau voru að skilja, en bjuggu enn í sömu íbúð,“ segir tals- maður lögreglu. „Hann vildi eyðileggja vegabréfið, þar sem það var eina skjalið sem stað- festi að konan mætti búa í íbúðinni.“ aij Bitur skilnaður Át passann SKONDIÐ SPURT OG SVARAÐ UM EFNAHAGSVANDANN ? Ef bankinn minn fer á hausinn, - tapa ég þá innistæðunni? Fólkið sem átti innistæðu í bankanum gerir kröfu á Tryggingarsjóð. Hann tryggir að lágmarki þrjár milljónir á hverja kennitölu í hverjum banka. Ef þú átt innistæðu umfram það, þá borgar Tryggingasjóður hlutfallslega út, séu fjármunir fyrir hendi. ? - þarf ég þá ekki að borga lánið mitt? Jú. Ef bankinn fer á hausinn mun hann líklega selja útistandandi skuldir til annars aðila, sem heldur áfram að rukka af láninu. ? - en gengur þá ekki innistæðan mín upp í lánið mitt? Nei, það er ekki heimild fyrir því í lögum. Því miður. ? Verður skortur á mat eða öðrum nauðsynjum? Það fer allt eftir því hvernig ástandið þróast. Engin ástæða er til þess að örvænta að óþörfu. Ýmis innflutningsfyrirtæki hafa nú þegar lent í vandræðum með gjaldeyrisfyrirgreiðslu. Ef slíkt ástand heldur áfram er ekki hægt að útiloka vandamál. Það sem hverfur þá fyrst af búðarhillum eru ferskar vörur með takmarkaðan geymslutíma, til dæmis ávextir og grænmeti. ? Af hverju er þetta orðið svona slæmt? Íslenska fjármálakerfið er komið í vítahring núna vegna þess að fyrirtæki eiga ekki laust fé fyrir afborgunum af lánum. Lausafjárþurrðin er alþjóð- legur vandi en veikur gjaldmiðill gerir stöðuna hér enn erfiðari. Þá hjálpar ekki fyrirtækin eigi nægar eignir, ef þau geta ekki selt hlutabréf eða aðrar eignir til að losa um reiðufé. Vegna þessara vandræða er að verða of óhagstætt og dýrt að taka erlend lán til að bjarga stöðunni. Þar að auki fækkar þeim sífellt sem eru fáanlegir til að veita lán inn í íslenska efnahagskerfið.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.