24 stundir - 04.10.2008, Page 13
ingur og atvinnulífið.“ Greinilega er að verða samhæf-
ing út á við. Hún gengur misnærri hagsmunum og
skoðunum valdahópa. Svo má spyrja hver gæti hags-
muna almennings og hver stjórni för.
Bæði þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar
hafa lagt áherslu á að breytt stefna í Evrópumálum
myndi ein og sér snúa öllu til betri vegar. Og þeir hafa
viljað losna við Davíð Oddsson úr Seðlabankanum. Þó
var Davíð í landsföðurstellingum daginn eftir að Össur
Skarphéðinsson skammaði hann fyrir pólitísk afskipti.
Bæði Össur Skarphéðinsson og Björgvin G. Sigurðsson
töluðu á Evrópunótum frá Alþingi um stefnuræðu for-
sætisráðherra. Fyrsta útgáfa þeirrar ræðu var stöðvuð
og nýrri dreift rétt fyrir flutning. Hvergi voru þó lausn-
arorðin, loksins þegar þjóðin nennti að horfa á útsend-
ingu frá Alþingi. Ráðherrar vísa oft til ábyrgðar fjöl-
miðla sem vandi ekki vinnubrögð. Mættu þeir líta sér
nær. Því þótt þögn sé gulls ígildi, geta ráðamenn ekki
snúið bakhlutanum í þjóð í neyð, frekar en þeir geta
farið með tóma vitleysu. Kjaftæðið getur ekki komið
krónunni vel og hrun hennar er kannski beintengt því.
Evrópustefna kemur málinu ekki við
Guðlaugur Þór Þórðarson segir hugmyndir um nýja
Evrópustefnu ekkert hafa að gera með ástandið. „Og
það liggur ljóst fyrir hvað við erum að gera. Menn eru
búnir að vinna hörðum höndum að því að leysa málið.
En það er þess eðlis að menn geta ekki rætt hvað þeir
eru að gera. Niðurstöður eru það sem þarf að kynna og
ekki áður en þær liggja fyrir. En menn mega vita að all-
ir eru meðvitaðir um stöðuna. Þetta er gríðarlega stórt
mál sem snertir ekki bara Ísland. En kannski þó Ísland
hlutfallslega meira en aðra því fjármálakerfið er svo
gríðarstórt miðað við stærð landsins.“
aBjörg Eva Erlendsdóttir
Þjóðin á rétt bestu tiltæku
upplýsingum um stað-
reyndir hverju sinni. Önn-
ur eins styggð og kom að
ráðherrunum sem hröð-
uðu sér í öruggt skjól und-
an blaðamönnum eftir rík-
isstjórnarfund í gær, hefur ekki sést
lengi.
24stundir LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 13
Þú hjálpar ekki neinum með að
horfa bara á hann / það hefur engin
áhrif þótt þú eflaust meinir vel,
söng meistari Megas.
Ríkisstjórn Íslands hefur þó
varla einu sinni gert svo vel að
horfa á vandann, því fjárlagafrum-
varp sem liggur nú fyrir Alþingi er
merkileg sagnfræðileg heimild um
þá meinloku stjórnarflokkana und-
anfarin misseri að hér sé allt í lagi.
Frumvarpstextinn hefst á setning-
unni: „Eftir mesta hagvaxtarskeið
um langt árabil er hagkerfið tekið
að færast nær jafnvægi á ný.“
Það sem á eftir kemur er síst til
þess fallið að auka tiltrú á hagstjórn
eða skapa ró á mörkuðum.
Raunar eru þeir tímar sem við
nú göngum í gegnum með þeim
ósköpum að okkur alþingismönn-
um var hálfundarlega innanbrjósts
að ræða fjárlög í sölum Alþingis.
Engin samstaða var þó um að ýta
umræðunni til hliðar vegna
ástandsins og vafamál að slík ráð-
stöfun hefði verið til annars en að
auka á óróa og óvissu hagkerfisins.
Á nýafstöðnu haustþingi stóð
stjórnarandstaðan í skaki við
stjórnarliða um það hvort kalla
ætti það vandamál sem fyrirsjáan-
legt var þá og sagt hefur verið frá í
blöðum í hálft annað ár kreppu eða
bara lítilsháttar lægð. Þá brá svo
við að þingmenn Samfylkingar
gengu í takt við bankastjóra Seðla-
banka og töldu aðalatriði að
sporna við of mikilli þenslu sem vís
væri með að hellast yfir þjóðina ef
Framsóknarflokkurinn færi með
völd svo vitnað sé í orðræður
þeirra flokksbræðranna Helga
Hjörvar og Árna P. Árnasonar.
Heimili og fyrirtæki í landinu
glíma nú við gríðarlegan fjárhags-
vanda og niðurskurð allra útgjalda.
En þegar litið er ofan í fjárlaga-
frumvarpið kemur glöggt fram að
slík leiðindi blasa ekki við þeim
sem fara með forystu ríkisstofnana.
Í texta frumvarpsins eru tekin af öll
tvímæli um að opinberum stofn-
unum verður bættur sá skaði sem
þær hafa orðið fyrir á þessu ári og
verða fyrir á því næsta vegna verð-
bólgu og gengislækkunar. Af lið-
lega 70 milljarða halla eru um 30
milljarðar tilkomnir vegna verð-
lagsuppbótar ríkisstofnana. Að
hluta til er hækkunin vegna ný-
gerðra kjarasamninga en stór hluti
er beint tilkominn vegna almennra
verðhækkana í samfélaginu.
Í eðlilegu árferði væri slíkt fylli-
lega eðlilegt og sjálfsagt. En þeir
tímar sem við stöndum frammi
fyrir eru allt annað en eðlilegir og
ljóst að bæði heimili og fyrirtæki
munu taka á sig ómældar byrðar
og hafa ekki nema að sáralitlu leyti
möguleika á að velta þeim byrðum
út í verðlagið eða sækja til þess
auknar tekjur. Raunar gera spár
fjármálaráðuneytis um hraða kóln-
un hagkerfisins og hjöðnun verð-
bólgu á næsta ári alls ekki ráð fyrir
að neinum hækkunum verði velt út
í verðlagið.
Það er eðlileg krafa að ríkið búi
hér við sama veruleika og herði
sultarólina einnig, það tekst aðeins
með miklu mun strangari hagræð-
ingarkröfu en áður hefur tíðkast.
Þar sem fjallað er um aðhaldsað-
gerðir vekur mikil vonbrigði að
textinn er því sem næst óbreyttur
frá fyrra ári og líkt og þá gert ráð
fyrir tveggja milljarða hagræðing-
arkröfu, eða sem nemur 1,2%.
Hagræðingarkrafan sem við leggj-
um á heimilin í landinu er hér
meira en tíföld.
Sem fyrr segir gera spár fjár-
málaráðuneytisins ráð fyrir mikilli
hjöðnun verðbólgu á næsta ári. Því
fer þó fjarri að ríkissjóður ætli sér
þar að taka á með atvinnulífinu.
Þannig er í fjárlagafrumvarpinu
gert ráð fyrir að t.d. bifreiðagjöld,
álögur á bensín, olíu, tóbak og
áfengi haldi raungildi sínu og velti
því upp í sama hraða og verðbólg-
an. Semsagt, það verður kreppa en
ríkið ætlar að hafa allt sitt á þurru.
Það eru slæm skilaboð á slæm-
um tímum.
Höfundur er alþingismaður fyrir
Framsóknarflokkinn í Suðurkjördæmi
–
Engin kreppa í
ríkisrekstrinum
VIÐHORF aBjarni Harðarson
Raunar eru
þeir tímar
sem við nú
göngum í
gegnum með
þeim ósköp-
um að okkur
alþingismönnum var
hálfundarlega innan-
brjósts að ræða fjárlög í
sölum Alþingis.
Þórarinn Hjartarson tók ljóðin saman og rekur sögu
Páls og Ragnhildar – eina frægustu ástarsögu
á Íslandi. List Páls lifir enn á vörum þjóðarinnar,
enda borin uppi af eldi hjartans og óvenju
léttvængjuðu rími.
Í fyrsta skipti eru öll ástarljóð
Páls Ólafssonar komin út í einni bók.
Bókin fór beint í fyrsta
sæti á metsölulista
og seldist upp.
Loksins fáanleg aftur.
Gjöf sem
yljar og gleður.
LÍFRÆNIR SAFAR
Fæst í heilsubúðum og helstu
matvöruverslunum landsins
BETRA START
Rafgeymar í allar gerðir farartækja
mælum • skiptum um • traust og fagleg þjónusta • 30 ára reynsla
Sérsmíðaðir íslenskir sófar
opnunartími
10-18 virka daga
11-15 laugardaga
Ármúla 19 // sími 553 9595 // gahusgogn.is
Auglýsingasíminn er
510 3744
stundir