24 stundir - 04.10.2008, Side 24
24 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 24stundir
Geir H. Haarde forsætisráðherra flutti
stefnuræðu sína í Alþingi í gær. Margir
höfðu búist við að í henni yrðu kynntar að-
gerðir ríkisstjórnarinnar til að takast á við
efnahagskreppuna.
Geir kynnti engar beinar aðgerðir en
sagði Íslendinga ekki gefast upp þó á móti
blási, „örvænta eða leggja árar í bát í þeim
stórsjó sem þjóðarskútan siglir nú í gegn-
um“. Hann sagði ríkisstjórnina mundu láta
einskis ófreistað til að jafnvægi myndaðist á
ný og lækka verðbólgu og vexti og að hún
vildi forðast aukið atvinnuleysi en benti þó
á valdaleysi ríkisstjórnarinnar varðandi ytri
aðstæður.
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna
óskuðu allir eftir aðgerðum og buðu fram
krafta sinna flokka til að takast á við vand-
ann. fifa@24stundir.is
Álit: Hvað fannst þér um stefnuræðu forsætisráðherra
Kynnti engar beinar aðgerðir
Mér fannst þetta sorg-
legt. Forsætisráð-
herrann hafði bara
akkúrat ekkert að
segja, ekkert sem skipti
máli fyrir mig allavega.
Ég hefði í rauninni
bara viljað að við hefðum forsætisráð-
herra sem tæki á þeim málum sem
væru uppi. Segir það ekki allt? Mér
finnst þetta svakalegt.
Elísabet Rónaldsdóttir
kvikmyndagerðarkona
Ávarpið sorglegt
Geir sagði ekkert
Mér fannst ræða for-
sætisráðherra, Geir H.
Haarde, voðalega inni-
haldslaus. Ég átti von á
einhverri aðgerðaáætl-
un eða að minnsta
kosti skilaboðum til
þjóðarinnar sem stendur á öndinni út
af ástandinu í efnahagsmálunum. Ég
varð fyrir miklum vonbrigðum.
Guðjón Guðmundsson,
blaðamaður á Viðskiptablaðinu
Þjóðin stendur á öndinni
Varð fyrir vonbrigðum
HRINGIÐA
lfrettir@24stundir.is a
Þessi aukna þekking og við-
horfsbreyting hjálpar við að fyr-
irbyggja kynferðislega misnotkun.
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sigbogi@simnet.is
„Viðbrögðin eru mjög góð og við
finnum fyrir auknum áhuga á ít-
arlegri fræðslu fyrir fólk sem starfar
með börnum. Ég tel að óöryggi
valdi því að fólk tilkynnir síður of-
beldi eða áttar sig ekki á mikilvægi
forvarna til að koma í veg fyrir of-
beldi. Okkar fræðsla snýst um að
hjálpa að greina og bregðast við of-
beldi gegn börnum af hugrekki,“
segir Sigríður Björnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Blás áfram.
Þekkja vísbendingar
Blátt áfram hefur hleypt af stokk-
unum verkefninu Verndarar barna
– sem er námskeið fyrir foreldra og
alla þá sem starfa með börnum og
unglingum svo sem starfsfólk leik-
og grunnskóla landsins. Á nám-
skeiðinu er kennt að koma auga á
vísbendingar kynferðislegrar mis-
notkunar sem ekki eru algengar.
Engu að síður, segir Sigríður, er full
ástæða til að athuga vandlega ein-
kenni á borð við roða, rispur og
bólgur í kringum kynfæri – sem og
allar þvagfærasýkingar. Líkamleg
vandamál sem tengjast kvíða; svo
sem þrálátur maga- eða höfuðverk-
ur geta einnig gert vart við sig. Ein-
kenni tengd tilfinningum og hegð-
un eru þó mun algengari.
„Aðsóknin að námskeiðunum
Verndarar barna hefur verið góð.
Ísafjörður hefur tekið föstum tök-
um á þessum málum. Á næstu
tveimur vikum verða þar átta nám-
skeið fyrir um það bil 100 manns og
stefnt er að því að 500-600 manns
vestra fái fræðsluna. Einnig hefur
Reykjavíkurborg sóst eftir nám-
skeiðum fyrir starfsfólk og kennara
grunnskóla,“ segir Sigríður sem tel-
ur að miðað við höfðatölu barna
landsins þurfi 11.250 þátttakendur
á næstu fimm árum.
Bandarísk fyrirmynd
Fyrirmynd átaksins kemur frá
bandarískum samtökunum sem
nefna sig Darkness 2 light, sem
starfað hafa frá árinu 2000. Reynsl-
an af starfi þeirra er góð.
„Niðurstöður frá Bandaríkjun-
um sýna að tveimur mánuðum eftir
að þjálfun lýkur er hin nýja þekking
og viðhorfsbreyting enn til staðar
hjá þátttakendum. Minna en 10%
hefur gleymst,“ segir Sigríður
Björnsdóttir og bætir við:
„Þessi aukna þekking og við-
horfsbreyting hjálpar við að fyrir-
byggja kynferðislega misnotkun.
Meðal þeirra breytinga sem verður
vart hjá þátttakendum eftir þjálfun
má nefna að þeir ræða kynferðis-
lega misnotkun við börn og full-
orðna, eru vakandi fyrir hugsanleg-
um vísbendingum um
kynferðislega misnotkun og líta
óvænt í heimsókn þar sem börn eru
í umsjá annarra fullorðinna.“
Bregðast við
af hugrekki
Áhugi á ítarlegri fræðslu og þörf á henni Telja að óöryggi valdi
því að fólk tilkynni ekki ofbeldi Forvarnir koma í veg fyrir það
➤ Tilgangur samtakanna er aðefla forvarnir gegn kynferð-
islegu ofbeldi á börnum á Ís-
landi.
➤ Verndarar barna er námskeiðfyrir foreldra og alla þá sem
starfa með börnum og ung-
lingum sem kennir fólki að
þekkja vísbendingar um kyn-
ferðislegt ofbeldi.
BLÁTT ÁFRAM
Blátt áfram „Okkar
fræðsla snýst um að
hjálpa að greina og
bregðast við ofbeldi
gegn börnum af hug-
rekki,“ segir Sigríður
Björnsdóttir.
24stundir/Frikki
Hald lagt á klámblöð
Lögreglan í Færeyjum lagði á miðvikudag hald á
klámblöð á bensínstöð á Straumey sunnanverðri.
Færeysk refsilöggjöf bannar sölu og dreifingu á
klámi. Lögreglunni barst nafnlaus ábending um
klámsöluna og gerði hún blöðin upptæk.
Hver, hvað, hvar, hvenær?
Fimm verslanir verða opnaðar í dag í
nýrri verslunarmiðstöð, Korputorgi við
Vesturlandsveg. Arnar Hallsson er fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins Stekkjar-
brekkur sem stendur fyrir húsbygging-
unni.
Hvernig?
Arnar segir framkvæmdirnar ganga vel
og að aðstandendur hlakki til að opna.
Hann kvíðir því ekki að opna versl-
unarhúsnæði af þessari stærð í því óvissu-
ástandi sem nú ríkir í efnahagslífi þjóðarinnar. „Ég held að það verði
fjör hjá okkur í dag,“ segir hann. „Það er nú þannig að ástandið bitnar
jafnt á öllum og svona hús eins og þetta á að standa í 50-60 ár og hýsa
rekstur. Það mun blása með og á móti á þeim tíma. Auðvitað blæs
hressilega á móti núna en við bjóðum leigu á hagstæðum kjörum og
trúum því að þeir sem vilja hagræða í rekstri hjá sér flykkist til okkar
svo við lítum svo á að það séu tækifæri líka í kreppunni,“ segir hann.
Opna risastóra verslunarmiðstöð í dag
Tækifæri í kreppunni
Tónlist á bullurnar
Dyraverðir eru ekki einir um að geta haldið óláta-
seggjum frá skemmtistöðum. Danskir skemmti-
staðaeigendur hafa nú tekið tónlistargyðjuna í
sína þjónustu því þeir fullyrða að ólátaseggirnir
þoli verr ákveðna tegund tónlistar en aðrar.
Mikið úrval af dekkjum
umfelgun
opið
laugardag
10-14