24 stundir - 04.10.2008, Side 38

24 stundir - 04.10.2008, Side 38
38 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 24stundir pokahorninu þegar sólin rennur upp á sigurhátíðinni. Að skrifta er svipað og að tæma hugann. Það gerum við líka í qi-gong, kannski af því að við erum með eitthvað á samviskunni. Það er enginn full- kominn. Þegar fólk sækist eftir að stunda qi-gong segi ég yfirleitt: Ef þið eigið í útistöðum við einhvern í fjölskyldunni, ættingja eða vini, skuluð þið vera manneskjur til að rétta fram sáttarhönd. Ekki ástunda qi-gong með innibyrgða langrækni. Langrækni er mesta orkusuga sem til er. Fólk veit ekki hvað það er að gera sjálfu sér með því að vera langrækið.“ Hvað gerir qi-gong fyrir þig? ,,Það gefur mér kjark. Mér finnst ánægjulegt að hafa komið qi-gong af stað á Íslandi og ég vildi óska að hér væri aðstaða þar sem fólk gæti komið hvenær dags sem er, gert sínar æfingar og hugleitt. Hver veit nema sú draumsýn mín rætist.“ Undrast að vera enn í hópnum Það styttist í frumsýningu á Hart í bak, hvernig hefur undirbúningur gengið? ,,Það er gott að vinna með Þór- halli Sigurðssyni leikstjóra. Ég hef unnið með mörgum góðum leik- stjórum en er þakklátur fyrir það hversu vel Þórhallur skilur mig. Hann nær að laða það besta fram í leikurunum. Allir leikstjórar ná að bæta einhverju í reynslubankann hjá manni. Sumir hafa lag á að láta eitthvað springa út innra með leik- urum, jafnvel eitthvað sem þeir vissu ekki að þeir byggju yfir. Ann- ars dáist ég að unga fólkinu, því mér þykir gaman að sjá það vinna og undrast hvað það nennir að drattast með karlinn.“ Ertu stjórnsamur? ,,Ég reyni að vera það ekki en á erfitt með það.“ Hvernig var Jökull Jakobsson? ,,Við kynntumst þegar við geng- um saman heilan dag um götur Keflavíkur. Hann stjórnaði út- varpsþætti sem hét Gengið um göt- ur Reykjavíkur en síðan fór hann að fikra sig út á land. Vinátta okkur Jökuls varði meðan hans naut við. Með honum gekk góður maður. Megi hann hvíla friði.“ Gunnar er þakklátur Tinnu Gunnlaugsdóttur fyrir að bjóða sér hlutverk ógæfumannsins, skip- stjórans í Hart í bak. ,,Eftir frum- sýningu á Engisprettunum síðast- liðið vor sagði Tinna að hún hefði annað hlutverk í huga fyrir mig. Ég er stoltur af Þjóðleikhúsinu að heiðra minningu Jökuls Jakobs- sonar með því að setja upp þessa sýningu í tilefni þess að hann hefði orðið 75 ára í ár ef honum hefði auðnast lengra líf. Og ég er þakk- látur að fá að leika skipstjóra á þessum tíma sem siglir þjóðarskút- unni í strand. Slíkt á vel við í dag!“ Var sýnt umburðarlyndi Eru leikarar óþolandi heima hjá sér daginn fyrir frumsýningu, tómt stress og titringur? ,,Það hefur ekki verið svo í mínu tilfelli. Ég er svo einstaklega hepp- inn að eiga mína yndislegu eigin- konu og góðu dætur sem sýndu mér alltaf mikið umburðarlyndi og tóku tillit til mín. Stundum þarf ég og þurfti að hafa frið og það var virt. Ég vona að dætur mínar eigi góðar minningar frá æskunni.“ Hvaða veganesti telurðu að þú hafir gefið dætrum þínum út í lífið? ,,Það er annarra að svara því. Ég stend í mikilli þakkarskuld við móður þeirra, eiginkonu mína, Katrínu Aradóttur. Hún hefur gert mér kleift að lifa lífinu á þann hátt sem ég hef kosið Við vorum stödd í London þegar ég bað hennar. Þá sagði hún, líklega í ljósi þess að kaþólikkar mega ekki skilja: ,,Gunnar, ef við giftum okkur er það skilyrði að þú flytjir heim til Ís- lands og farir aftur að leika.“ Ég sagðist lofa því. Þá bætti hún við: ,,Og það verður skilnaðarsök ef þú hættir að leika, góði minn, sama hvað kaþólska kirkjan segir.““ Hvernig líður þér heima eftir erf- iða sýningu þar sem þú hefur gefið af þér í heilt kvöld? ,,Stundum er gott að fá að vera í næði og njóta þagnarinnar en í flestum tilfellum þykir mér best að tala við konuna. Það er nauðsyn- legt að eiga góða að. Ef hún er farin að sofa, fer hún á fætur og heldur mér félagsskap. Það þykir mér gott.“ Myndirðu vilja búa með sjálfum þér? ,Nei, ég gæti það ekki.“ Ertu nokkuð að syndga meðvitað? ,,Maðurinn er fæddur með frjálsan vilja sem er í sjálfu sér stór- kostlegt. Enginn neyðir þig til að syndga. Þú velur að brjóta lögin sjálfur. Það er eins og eitthvað taki yfir, maður missir stjórnina. Við erum öll frjáls og getum hafnað Kristi. En Kristur segir: ,,Sjá, ég stend við dyrnar og kný á.““ Hvenær ertu næstur Guði? ,,Hann lætur mig aldrei í friði. Hann er alls staðar. Ég þarf ekki að fara í kirkju til að tala við Guð. Hann bankar oft upp á. Ein mesta opinberun í trú felst í setningunni sem Kristur Maríuson sagði: ,,Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum.“ Ef einhver annar trúarleiðtogi hefur sagt eitthvað betra en þetta vildi ég gjarnan fá að heyra það.“ Hugsarðu um dauðann? ,,Ég signi mig daglega af því að ég trúi á krossinn en það er vegna áhrifa frá ömmu minni sem sagði: ,,Gunnar minn, það fer ekkert illt í gegnum krossinn. Og mundu það.““ Veltir sér ekki upp úr fortíðinni Einhver eftirsjá? ,,Eflaust hef ég ástæðu til að sjá eftir einhverju en ég velti mér ekki upp úr því. Við megum aldrei jarða okkur í fortíðinni. Við eigum að leitast við að finna styrk okkar í líð- andi stund, í núinu, og í krafti þess takast á við framtíðina sem við höfum ekki hugmynd um hver er. Við skipuleggjum en annar ræður, oftast.“ Áttu eftir að leika eitthvert hlut- verk? ,,Ég á eftir að deyja.“ Kvíðirðu því? ,,Nei.“ Hvað tekur við? ,,Ég á mér von en ég veit ekki hvað tekur við.“ Hvernig viltu að þín sé minnst? ,,Bara sem góðs manns, eigin- manns, föður, afa, vinar.“ Gunnar segist hugleiða á morgnana og kvöldin og stundum um miðjan dag ef tími gefst til. ,,Vitur maður, ábóti úr Benedikt- ínareglunni, sagði eitt sinn: ,,Við biðjum of mikið. Við hlustum ekki nóg. Við eigum að gera okkur að- gengileg með því að sitja og hugsa í spennulausu ástandi. Um leið og hugsun leitar á hugann eigum við að segja í huganum: ,,Nei, ég er að gera mig aðgengilegan fyrir kraft- inum mikla. Kínverskur qi-gong- meistari sagði: ,,Þegar hugsun leit- ar á hugann, líttu á hana sem lítinn fugl sem sest á gluggasylluna. Hann sér þig í gegnum rúðuna og segir þá við sjálfan sig: Hann er að hvíla hugann. Ég ætla að koma seinna. Og fuglinn flýgur burt.“ a Ég signi mig daglega af því að ég trúi á krossinn en það er vegna áhrifa frá ömmu minni sem sagði: ,,Gunnar minn, það fer ekkert illt í gegnum krossinn. Og mundu það.“ 24stundir/Kristinn Leikarinn Gunnar segir að eflaust hafi hann ástæðu til að sjá eftir einhverju en hann velti sér ekki upp úr því. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum til Búdapest 23. október. Bjóðum ótrúlegt sértilboð á gistingu á Hotel Novotel Centrum sem er gott og mjög vel staðsett fjögurra stjörnu hótel. Búdapest er ein fegursta borg Evrópu og haustið er einstakur tími til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri getrisni Ungverja auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Þetta eru síðustu lausu sætin til Búdapest í haust! Verð kr. 49.990 - helgarferð Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 3 nætur á Hotel Novotel Centrum **** með morgunmat. Sértilboð 23. október. Frábært sértilboð - einstök helgarferð! Búdapest 23. október frá kr. 49.990 Ótrúlegt sértilboð Frábær gisting Hotel Novotel Centrum * * * *

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.