24 stundir


24 stundir - 07.10.2008, Qupperneq 6

24 stundir - 07.10.2008, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 24stundir – bankinn þinn vaxtaauki! Allt að vextir ... ... 16,85% +10% *S am kv æ m t gi ld an di va xt at öf lu SP RO N 21 .s ep t. 20 08 .V ax ta au ki nn le gg st in n á re ik ni ng in n um næ st u ár am ót . Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu reikning á spron.is Þeir sem stofna SPRON Vaxtabót á Netinu fyrir 3. nóvember nk. fá um næstu áramót 10% vaxtaauka á áunna vexti* Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Forsætisráðherra mælti fyrir frum- varpi til laga um heimild til fjár- veitingar úr ríkssjóði vegna sér- stakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., eins og það heitir, í gær. Ráðherrar og formenn stjórnar- flokkanna tóku einir til máls við umræðu um neyðarlögin sem for- sætisráðherra kvaðst kynna með þungum hug. Hann ítrekaði marg- sinnis að innistæður landsmanna í bönkunum væru tryggðar og að hagur almennings gengi fyrir öll- um öðrum hagsmunum. „Við höf- um ekki leyfi til að stefna íslensku þjóðinni í voða til bjargar fjármála- fyrirtækjum,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í ávarpi, á Alþingi og á fréttamannafundi. Þingfundi hraðað Samkvæmt starfsáætlun þings- ins átti að vera nefndadagur í gær. Þess í stað fóru neyðarlög um fjár- málastarfsemi í gegn með afbrigð- um og hraði til þess að bankaþjón- usta við almenning yrði tryggð. „Heildarskuldsetning sem bank- arnir hafa staðið fyrir er þjóðar- búinu ofviða. Íslenska þjóðin með sína framleiðslu ræður ekki við að skulda jafnháar uppæðir og hér er um að tefla.“ Samstarf við stjórnarandstöðu Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, sagði að nú yrði þjóðin að standa saman. „Margt væri nú hægt að segja um andvaraleysi stjórnvalda og til- gangslausa kaffifundi. En það er ekki til neins nú.“ Formaður VG lýsti sig reiðubú- inn til að vinna með ríkisstjórninni að því að bjarga almenningi og heimilunum í landinu. Hið sama gerðu Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar, og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lyndra. Guðni lagði áherslu á að Framsókn hefði varað við krepp- unni allt frá því ríkisstjórnin tók við völdum en hún ekki hlustað. Hann sagði Framsókn þurfa að fara nákvæmlega yfir málið, en ekki yrði skorast undan samstöðu með ríkisstjórninni. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, tók undir en ræddi líka skort á samráði ríkisstjórnar við stjórnarandstöðu, sem hefði fyrst í gær getað kynnt sér málið. Þá hefði það reynst enn alvarlegra en við hafði verið búist. Þungt hljóð í andstöðunni Þótt forystumenn allra flokka hafi tjáð fullkominn samstarfsvilja til að bjarga því sem bjargað verður í íslensku efnahagslífi var þung undiralda í ræðum formanna stjórnarandstöðuflokkanna. „Guði sé lof fyrir Íbúðalána- sjóð,“ var meðal þess sem þeir tóku til í máli sínu og sjálfstæðismenn voru minntir á þann vilja sem fram kom til að einkavæða Íbúðalána- sjóð og færa öll lán frá honum til bankanna. Félagsmálaráðherra undirbýr samræmda þjónustumið- stöð um ráðgjöf og þjónustu við þá sem fara verst út úr þeim fjármála- hamförum, sem nú ganga yfir, og horfa framan í mestu erfiðleikana. Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra sagði frá þessu í um- ræðum um neyðarlögin, en bætti við hóflegri bjartsýni um stöðu bankanna. „Ég er sannfærður um að þessar heimildir þarf ekki að nota í öllum tilvikum.“ Til ábyrgðar seinna Stjórnarandstaðan heldur til haga hverjir bera ábyrgð. „Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei upplif- að,“ segir Guðjón Arnar. „Banka- kerfið jafnvel að hruni komið. Það er alveg ljóst hverjir komu okkur í þessa stöðu. Auðvitað þarf að horfa til þess í framtíðinni. En núna eru tímarnir svo alvarlegir að það þarf að einbeita sér að því að lágmarka skaðann og halda þjóðfélaginu starfhæfu.“ Steingrímur segir að nú verði að lágmarka tjónið „en um leið hef ég lagt áherslu á að þeir sem ábyrgðina bera axli hana. Al- menningur á skýlausa kröfu á því að þeir hlutir verði allir kannaðir ofan í kjölinn. Í Bandaríkjunum er þegar hafin rannsókn á framferði sem tengist hruninu þar.“ Lög til að afstýra þjóðargjaldþroti  Erfiðir dagar og mikil vinna framundan, sögðu ráðherrar á þingi  Stjórnarandstaða tekur þátt en heldur til haga hvar ábyrgð liggur ➤ Fjármálaeftirlitið fær heim-ildir til sérstakra ráðstafana. ➤ Það getur tekið yfir vald hlut-hafafundar, vikið frá stjórn og beitt ýmiss konar valdi. FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ Neyðarlög á Alþingi Geir H. Haarde mælti síðdegis í gær fyrir frum- varpi um björguin bankaakerfisins. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ekkert verður af opnum fund- um fastanefnda Alþingis í vikunni eins og til hafði staðið. Fundirnir verða haldnir síðar í mánuðinum. Samkvæmt lögum um þingsköp skulu ráðherrar að jafnaði mæta á fundi þeirra fastanefnda sem fjalla um þeirra málaflokka og gera grein fyrir væntanlegum þingmálum sín- um. Forseti Alþingis hefur óskað eftir því að þeir fundir verði opnir. Í því felst að fjölmiðlar geta setið fundina og munu þeir verða sendir út á sjónvarpsrás Alþingis. ejg Fundir fastanefnda Alþingis Opnum nefndar- fundum frestað Heildarskuldir fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi í erlendri mynt nema tæplega 2.800 millj- örðum íslenskra króna sam- kvæmt upplýsingum frá Seðla- banka Íslands. Á hvern íbúa nema skuldirnar 8,6 milljónum króna í erlendri mynt eingöngu. Með þessum tölum er aðeins átt við skuldir hér á landi en ekki skuldir íslenskra fyrirtækja og einstaklinga við erlendar fjár- málastofnanir. Engin önnur þjóð í heiminum skuldar eins mikið í annarri en þjóðarmynt miðað við höfða- tölu. Vegna mikillar veikingar krón- unnar undanfarnar sex vikur, sem nemur rúmlega 20 prósent- um, hafa skuldirnar aukist um rúmlega 400 milljarða króna. Óyfirstíganlegt? "Það er ekki annað að sjá en að miklir erfiðleikar séu framundan í íslensku atvinnulífi," segir Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann segir auk- ið atvinnuleysi og gjaldþrot fyr- irtækja, stórra sem smárra, blasa við. Gylfi segist jafnframt líta svo á að íslenskt hagkerfi hafi góða möguleika Þegar til lengri tíma er litið. Erfiðleikarnir séu yfir- stíganlegir þótt þeir verði miklir á næstu mánuðum. Á meðan grunnþættir eru sterkir, eins og hér á landi, þá liggur fyrir að við höfum mikla möguleika á já- kvæðri stöðu í efnahagsmálum horft til framtíðar. Það munu aðrir koma í stað þeirra sem fara illa út úr niðursveiflunni sem þegar er hafin. Hún mun lenda illa á mörgum einstaklingum en þjóðin heldur áfram. Framundan er sársaukafullt tímabil en stoðir íslensks samfélagsINS eru sterk- ar," segir Gylfi og vitnar til þess að menntunarstig þjóðarinnar sé hátt, útflutningsgreinar hafi bjarta framtíð og góður grund- völlur sé til enduruppbyggingar. Eignirnar duga ekki Þótt skuldastaðan sé slæm – í raun afleit – hafa ýmsir á það bent að eignir fyrirtækja og ein- staklinga séu verðmætar á móti. Eignir séu til fyrir að minnsta kosti megninu af skuldunum. Ein birtingarmynd þess al- þjóðlega vanda sem nú blasir við er sú að erfitt – eða næstum ómögulegt – er að koma eignum í verð. Í ljósi nýjustu atburða, það er hamfara á fjármálamörk- uðum, er ljóst að skuldabaggi þjóðarinnar verður henni þung- bær í nánustu framtíð. Skuldum vafin þjóð með „sterkar stoðir“ Magnús Halldórsson magnush@24stundir.is FRÉTTASKÝRING

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.