24 stundir - 07.10.2008, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 24stundir
*Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar.
30 bitar
2.930 kr.
20 bitar
2.650 kr.
FERSKT
EINFALT&
ÞÆGILEGT
PANTAU SÓMAVEISLUBAKKA
Pantaðu í síma5656000eða á www.somi.isFrí heimsending*
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Björg Eva Erlendsdóttir
Magnús Halldórsson
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is,
Prentun: Landsprent ehf.
Eftir að markaðir opnuðu í gær varð ljóst að hver þjóð sér um sig í fjár-
málakreppu heimsins. Lánalínur Íslendinga lokuðust. Íslensku bankarnir
eru nú á eigin ábyrgð. Ríkið hefur ekki efni á að verja bankana. Hluthaf-
arnir munu því tapa. Ríkisstjórnin lofar að hugsa um hag almennings.
Gjaldþrot? Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segist sannfærður
um að einhver bankanna okkar komi sér út úr kreppnni. En hvaða?
Nú þurfa Íslendingar að halda haus. Þeir eru við það að glata trúverð-
ugleika sínum á erlendri grund. Rétt eins og Davíð Oddsson seðlabanka-
stjóri sagði, að yrðu innistæðurnar ekki tryggðar myndi fólk hætta að
spara í marga áratugi, þá mun orðstír okkar á erlendri grundu bíða hnekki
fari bankarnir í þrot.
Af hverju? Af því að við buðum bankaviðskipti án þess að bankarnir
hefðu tryggt bakland. Af hverju? Af því að bankarnir nýttu sér fjárflæðið á
alþjóðamarkaði og stækkuðu án þess að Seðlabankinn héldi í við þá. Af
hverju? Það skilur enginn nú en spurt er: Var það vegna þekkingarleysis?
Fólk mun krefjast svara. Hagur fjölskyldnanna er nú að veði.
Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu til landsmanna að
ef tryggja hefði átt bönkunum örugga líflínu og allt færi á versta veg yrði
þjóðin gjaldþrota. „Íslenska þjóðin og framtíð hennar gengur framar öll-
um öðrum hagsmunum.“
Nú fær Íbúðalánasjóður heimild til að kaupa íbúðalánin sem bankarnir
veittu frá árinu 2004. Hver greiðir fyrir þau? Þjóðin.
Í 24 stundum á laugardaginn var sagt frá því að
Tryggingasjóður innlána ætti fyrir einu prósenti inn-
lána bankanna. Hver greiðir því innlánin að fullu, fari
bankarnir í þrot? Þjóðin.
Timburmenn og partýið búið eru margtuggnar
klisjur sem hjálpa ekki fjölda fjölskyldna sem ramba á
barmi gjaldþrots.
„Ég hvet fjölskyldur til að ræða saman og láta ekki
örvæntingu ná yfirhöndinni þótt útlitið sé svart hjá
mörgum,“ sagði forsætisráðherra við þjóðina.
Nú þurfa allir að leggjast á árarnar og rétta íslenska
hagkerfið af.
Núna er frumkrafan sú að ríkisstjórnin tryggi að
landsmenn geti framfleytt sér svo þeir geti horft fram
á veginn.
Bankarnir sínir
gæfusmiðir
Búast má við óðaverðbólgu í
kjölfarið falli krónunnar og
hruni íslenska fjármálakerfisins
á næstunni.
Gera má ráð fyr-
ir að verð-
tryggðar skuldir
vaxi fram úr
greiðslugetu ansi
margra heimila.
Því hefur mig
undrað, að í
allri þeirri um-
ræðu sem fram hefur farið
undanfarnar klukkustundir,
hefur ekkert verið minnst á
hvort ríkisstjórnin ætli að
tryggja að verðbætur verð-
tryggða skulda hér á landi
verði frystar, til að koma í veg
fyrir fjöldagjaldþrot innanlands
samfara snarhækkandi lánum.
Eiríkur Bergmann Eiríksson
eirikur.eyjan.is
BLOGGARINN
Frysting
Vandi Íslendinga er meðal annars
sá að við höfum gráan skrifstofu-
mann þar sem við þurfum víg-
reifan foringja,
en við höfum
slagsmálahunda
þar sem við þurf-
um mannasætta.
Með vígamenn-
ina Ólaf Ragnar
Grímsson og
Davíð Oddsson á
þeim stöðum þar
sem sitja ættu vammlausir sóma-
menn á friðarstóli, þakkar maður
bara Guði fyrir að Sigurður G.
Guðjónsson skuli ekki vera bisk-
up. Að biskupnum frátöldum
höfum við menn sem gætu komið
af stað rifrildi í tómu herbergi
þar sem vera ættu menn sem
bæru klæði á vopnin…
Árni Snævarr
arni.eyjan.is
Vígamenn
Hliðarverkun á yfirtöku Glitnis
er, að Ísland glataði trausti. Er-
lendis er talað um land hins bil-
aða seðla-
bankastjóra, hins
ónýta fjármála-
eftirlits, hinnar
óheftu frjáls-
hyggju í pen-
ingum. Krónan
hrundi, þegar
Glitnir var keypt-
ur. Hvort sem
brýn ástæða var til kaupanna eða
ekki, þá kölluðu þau á eftirfylgni.
Markvissar aðgerðir stjórnvalda
til að friða útlendinga hefðu átt
að koma í kjölfarið. Þær komu
ekki og ekki heldur einni helgi
síðar. [...]allt þeirra pat og pot í
heila viku hefur verið dýrasta
rugl Íslandssögunnar.
Jónas Kristjánsson
jonas.is
Dýrt rugl
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
gag@24stundir.is
Gærdagurinn verður lengi í minnum hafður.
Hann var erfiður fyrir Íslendinga og óljóst er á
þessari stundu hverjar verða afleiðingar þeirra ákvarðana
sem þá voru teknar. Bankarnir okkar, sem hafa vaxið hratt
og fjárfest víða um heim, eru nú í miklum vanda staddir.
Það var því nauðsynlegt að grípa til ráðstafana. Við fram-
sóknarmenn höfum beðið lengi eftir aðgerðum og undr-
umst að ekki skuli hafa verið leitað eftir samstarfi við
stjórnarandstöðuna.
Í umræðu á Alþingi í síðustu viku lagði ég áherslu á mik-
ilvægi þess að ríkisstjórnin gripi til aðgerða til að bjarga því
sem bjargað yrði í þeirri lausafjárkreppu sem nú ríkir. Al-
þingi kom saman í gær til að fjalla um frumvarp rík-
isstjórnarinnar um heimildir til handa Fjármálaeftirlitinu til
að grípa inn í aðstæður á örlagastundu. Að okkar áliti hefði
átt að kalla Alþingi til strax á sunnudag til að setja neyð-
arlög. Sú spurning er uppi og skiljanlega, hvernig svona
lagað geti gerst. Bankarnir hafa verið gerðir upp með mikl-
um hagnaði, eiginfjárstaða þeirra hefur verið sögð sterk og
eignasafnið gott. Samt sem áður er staða þeirra eins og
raun ber vitni í dag. Einhverjir þeirra munu ekki eiga sér
framtíð í óbreyttu formi. Hluthafar munu tapa miklum
fjármunum en sparifé verður tryggt. Bankarnir hafa stækk-
að ört og eru einfaldlega of stórir fyrir íslenskt efnahagslíf.
Talað er um að stærð þeirra nemi tólffaldri þjóðarfram-
leiðslu en íslenska hagkerfið er það minnsta í heimi sem
hefur sjálfstæðan gjaldmiðil. Eðlilegt er að spurt sé hvers
vegna Seðlabanki eða Fjármálaeftirlit hafi ekki á einhvern
hátt brugðist fyrr við útþenslu bankanna. Lagaumhverfi á
fjármálamarkaði hér innanlands er á flestan hátt sambæri-
legt við það sem gerist á fjármálamörkuðum í Evrópu. Það
er því ekki hægt að kenna stjórnvöldum um að þar hafi
verið slegið slöku við. Sé litið til þeirra álitaefna sem uppi
hafa verið og varða stærð eignarhluta og
form rekstrarins skal þess getið að það
stenst ekki ákvæði EES-samningsins að
setja skorður á eignarhluta né heldur að
skipta bönkunum upp í viðskiptabanka
annars vegar og fjárfestingarbanka hins
vegar. Það hefur verið flogið hátt á und-
anförnum árum í heimi fjármálanna en
nú er komið að lendingu. Því miður varð
hún harkaleg og jafnvel má tala um brot-
lendingu. Engu að síður er mikilvægt að
við sjáum ljósið og verðum minnug þess
að í öllum erfiðleikum felast tækifæri.
Loksins aðgerðir
ÁLIT
Valgerður
Sverrisdóttir
þingmaður