24 stundir - 07.10.2008, Side 18

24 stundir - 07.10.2008, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 24stundir Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Það má kannski stilla þessu upp á þennan hátt. Ímyndaðu þér að karlalið Vals kæmist í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu og and- stæðingarnir þar væru Liverpool, Real Madrid og Inter Mílanó. Ólíklegt kannski en þetta er í raun sú staða sem kvennalið Vals er í þessa stundina en liðið fer senn til Svíþjóðar til að taka þátt í 2. umferð Evrópukeppni kvenna. Þar mætir Valur tvöföldum Evrópu- meisturum Umeå, en þar er hin stórkostlega Marta frá Brasilíu að iðka listir sínar, ítölsku meisturun- um Bardelino frá Veróna og liði Alma frá Kasakstan. Hver og ein einasta viðureign verður erfið. Hæfilega bjartsýnar Þó von sé alltaf í brjóstum flestra sem þátt taka í íþróttum eru þær Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari, Katrín Jónsdóttir fyrirliði, og Mar- grét Lára Viðarsdóttir markamask- ína einnig raunsæjar og vita sem er að ekkert fæst gegn þessum liðum nema með bullandi baráttu allar 90 mínútur leikjanna. Fyrsti leik- urinn er gegn stórliði Umeå og El- ísabet eygir von. „Þær tapa að meðaltali einum leik á ári og kannski ágætt fyrir okkur að mæta þeim í fyrsta leiknum. Væntanlega munum við spila áfram okkar leik en hugsanlega varnarsinnaðri en gengur og gerist. Sækja á færri leik- mönnum og freista þess að ná stigi. Stig gegn Umeå er ákveðinn sigur og það tel ég vera möguleika en við þurfum að sýna mikinn aga í okkar leik og nýta til fulls þau tækifæri sem gefast.“ Sammála fyrsta ræðumanni Undir þetta taka þær Margrét Lára og Katrín. Verkefnið sé stórt og erfitt en ekki óyfirstíganlegt. Margrét sjálf vonar og telur ekki fráleitt að lið Vals verði vanmetið af andstæðingum sínum ytra og að það muni hjálpa heilmikið til. „Við höfum hvorki mætt Umeå né Bar- dolino áður og við erum óþekkt stærð fyrir þær, held ég. Jafnvel þó árangur okkar hingað til sé þekkt- ur þá kæmi mér ekki á óvart að þessi stóru lið leggi ekki of mikið upp úr viðureigninni gegn okkur. Vonandi kynna þær sænsku sér líka okkar síðasta leik, bikarleikinn gegn KR, því þar spiluðum við meira eða minna undir getu og höfum lært mikið af þeim leik.“ Styrkur frá Orkuveitunni Það er ekki hlaupið að því að fá styrki frá fyrirtækjum þessa síðustu og verstu en Orkuveita Reykjavík- ur hyggst leggja hönd á bagga með Val varðandi kvennaliðið. Styrkir fyrirtækið liðið um eina milljón króna og sagði Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, aldrei blása svo á móti að fyrirtækið hætti að styrkja íþróttastarf. „Það er ekki á hverjum degi sem íslensk lið eru að ná viðlíka árangri og kvennalið Vals hefur náð og slíkt ber að sjálf- sögðu að styrkja og við erum stolt- ir af að styðja við bak þeirra.“ Ekki gefið Dagur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Vals, sagði hart í ári fyrir alla og því væri slíkur styrkur afar kærkominn. „Kostnaður við keppni sem þessa er drjúgur og ekki jafn auðvelt að sækja styrki fyrir kvennaboltann og karlabolt- ann. Gróflega áætlað er kostnaður Vals við ferðir kvennaliðsins nú um tvær milljónir króna en heild- arkostnaðurinn við mótið í heild sinni hingað til er kringum fimm milljónir króna. Fari þær lengra áfram er ekkert fjarri lagi að kostn- aðurinn geti teygst í tíu milljónir króna.“ Bjartsýnar þrátt fyrir allt Katrín Jónsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir. Íslandsmeistarar Vals í víking  Kvennalið Vals heldur utan til þátttöku í Evrópumótinu í knattspyrnu  Elísabet Gunn- arsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir eru hæfilega bjartsýnar Þyngist nú róðurinn tals- vert hjá Val í Evrópu- keppninni í knattspyrnu. Eftir tiltölulega auðvelda sigra í forriðli þeirrar keppni mætir Valur nú af- ar skæðum keppinautum í 2. umferð. Þar á meðal tvöföldum Evrópumeist- urum Umeå frá Svíþjóð. Stelpurnar íslensku eru þó hvergi bangnar. Íslandsmeistararnir Á brattann að sækja erlendis en hugur í öllum. ➤ 9. októberFyrsti leikur Vals er jafnframt sá erfiðasti gegn sænska lið- inu Umeå. ➤ 11. októberMótherjinn þá er auðveldari á pappírum en ekki mikið. ➤ 14. októberSíðasti mótherjinn er Alma frá Kasakstan en því liði hefur Valur mætt áður. LEIKIR VALS 24stundir/Frikki Sem hluti af undirbúningiVals fyrir átökin fram-undan í Evrópukeppni kvenna í Sví- þjóð lék liðið æfingaleik við íslenska lands- liðið í síðustu viku og lauk þeim leik með sigri landsliðs- ins, 2:0. Verða það að teljast já- kvæð tíðindi fyrir landsliðið sem var án allra Valsara í leikn- um en milli fimm og tíu stúlk- ur úr Val hafa árum saman átt fast sæti í landsliðshópnum. Sigurður Ragnar Eyjólfs-son landsliðsþjálfari seg-ir samt ekki rétt að rýna um of í þau úr- slit. Um hreina æfingu hafi verið að ræða og fyrst og fremst góður undirbúningur fyrir bæði lið en sem kunnugt er á landsliðið fyrir höndum tvo umspilsleiki gegn Írum um laust sæti á Evr- ópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. Varðandi möguleika Valsgegn Umeå, Bardolinoog Alma var landsliðs- þjálfarinn bjartsýnn fyrir þeirra hönd. „Fyrst og fremst tel ég að það sé kostur fyrir Val að mæta tveimur erfiðustu félögunum fyrst og eiga leikinn við Alma eftir. Viðureignin gegn Umeå verður mjög erfið enda stórkostlegt félag. Ekkert útilokað þar en ég myndi telja að stig gegn þeim yrðu frábær úrslit fyrir Val og það er ekkert fráleitt að það náist. Hvað ítalska liðið varðar á Valur góða mögu- leika þar. Þar innanborðs eru margar stúlkur úr landsliði Ítala og ekkert gefið heldur eru möguleikarnir góðir. Þriðja leikinn á Valur að vinna og er áberandi auðveldasta viðureign þeirra í þessari umferð.“ Lið Vals hefur reyndarmætt liði Alma áður.Það var fyrir þremur ár- um og þá sáu stúlkurnar úr Alma aldrei til sólar þó glaða- sólskin væri. Vann Valur þá viðureign 8:0 en þær ís- lensku hafa aldrei mætt hvorki Umeå né Bardolino. Besti árangur Vals í um-ræddri keppni var árið2005 þegar félagið komst í átta liða úrslitin. Mætti Valur þá liði Potsdam og eru þær við- ureignir ekki í neinu sérstöku uppáhaldi þar á bæ. Var Valur algjörlega tekið í karphúsið af þýska liðinu, samtals 19:2, en Potsdam átti þá Evrópumeistaratitil að verja. SKEYTIN INN ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Gróflega áætlað er kostnaðurinn við þáttöku kvennaliðs Vals nú um tvær milljónir króna en heildarkostnaður við mótið í heild sinni hingað til um fimm milljónir króna.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.