24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 24stundir 24 STUNDIR Á STAÐNUM Leikarar í salnum Esther Talia Casey, Björn Thors og Ólafía Hrönn Jónsdóttir voru meða áhorfenda Í góðum félagsskap Tobias Munthe, dramatúrg sýningarinnar, ásamt Söru Guð- mundsdóttur og Ragnheiði Steindórsdóttur. Á frumsýningu Margrét Bóasdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og Sjöfn Pálsdóttir létu sig ekki vanta. Að tjaldabaki Fótboltakappinn Arnar Gunnlaugsson samfagnar unnustu sinni Pattra Sriya sem fer með hlutverk í sýningunni. Klassík í nýjum búningi Leikritið MacBeth frumsýnt á Smíðaverkstæðinu Svik, valdagræðgi og afbrýðisemi koma við sögu í hinu sígilda leik- riti MacBeth eftir skáldjöfurinn William Shakespeare. Djörf og ný- stárleg uppfærsla af leikritinu var frumsýnd á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins á sunnudag. Sýningin er afrakstur vinnusmiðju leikara á Smíðaverkstæðinu og er leikstýrt af Stefáni Halli Stef- ánssyni og Vigni Rafni Valþórssyni. Leikgerðin er byggð á þýðingu Matthíasar Jochumssonar á verkinu og meðal leikara eru Baldur Trausti Hreinsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Elma Lísa Gunn- arsdóttir og Jörundur Ragnarsson. Uppklappið Leikarar í sýningunni voru ekki allir frýnilegir að sjá að sýningu lokinni. 24 stundir/Eggert LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is menning Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 í dag Þriðjudagur 7. október 2008  Lee Nelson vinnur hörðum höndum að því að láta drauma um íslenskan sirkus rætast. » Meira í Morgunblaðinu Sirkus Íslands  Atburðir síðustu átta daga í íslensku viðskipta- lífi raktir í samhengi. » Meira í Morgunblaðinu Hvað gerðist?  Eggert feldskeri sýnir pelsa á James Bond-sýn- ingu í London á morgun. » Meira í Morgunblaðinu Spæjarapelsar  Gordon Brown, forsætis- ráðherra Breta, hefur sótt í sig veðrið á ný vegna fjármálakreppunnar. » Meira í Morgunblaðinu Kominn aftur Bókaforlagið Veröld hefur gefið út í kilju Páls sögu eftir Ólaf Jó- hann Sigurðsson. Saga Ólafs Jó- hanns af Páli Jónssyni blaða- manni kom út í þremur hlutum á árunum 1955- 1983 og er fyrstu tvo, Gangvirkið og Seið og hélog, að finna í bókinni. Lokaþáttur bálksins, Drekar og smáfuglar, er væntanlegur á markað á nýju ári. Þóra Sigríður Ingólfsdóttir bók- menntafræðingur ritar formála að Páls sögu. ej Nýjar bækur Páls saga komin út í kilju Skáldsagan Miðnæturbörn eftir Salman Rushdie er komin út í ís- lenskri þýðingu Árna Óskars- sonar. Sagan er ein rómaðasta skáldsaga síðustu aldar og gerði Rushdie heims- frægan í einu vet- fangi. Hún hlaut hin virtu Booker- verðlaun árið 1981 og hefur tvisv- ar fengið viðurkenningu sem besta Booker-verðlaunabók allra tíma. ej Nýjar bækur Ein frægasta bók Rushdies Þess á milli er heiti fyrstu ljós- myndabókar Ingvars Högna Ragnarssonar sem er nýkomin út á vegum Ný- hil-útgáfunnar. Ingvar Högni út- skrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Ís- lands árið 2007 og hefur að námi loknu tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Nýverið tók hann þátt í samsýningu ljós- myndara í Lost Horse Gallery og sýndi myndir sínar á ljóðahátíð Nýhils 2008. ej Nýjar bækur Fyrsta bók ungs ljósmyndara Franz Kafka var eitt af höfuð- skáldum evrópska bókmennta á 20. öld. Nú er komin út bókin Bréf til föðurins eftir Kafka í kiljuseríu For- lagsins. Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þor- valdsson þýddu og rituðu eftir- mála en þeir feðgar hafa áður þýtt meirihluta höfundarverks Kafka, þar á meðal Umskiptin, Réttarhöldin og Ameríku. ej Nýjar bækur Bréf til föðurins eftir Kafka

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.