24 stundir - 07.10.2008, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 24stundir
heimamenn taki sjálfir við og
þannig sé þetta langtímahjálp. Þar
sem við byrjuðum í Eþíópíu hafa
innlendir menn nú tekið við og sjá
um allan rekstur sjálfir og gengur
það mjög vel. Það sama er að segja
um starf okkar í Kenía,“ segir Skúli.
„Í héraðinu Pokot, í norðvestur
Kenía, búa um 500.000 manns en
þegar við komum þangað var læsi
nánast ekkert á svæðinu.“ Hann
segir þau hafa komið á fót 63
grunnskólum og byggt 6 mennta-
skóla með heimavist í landinu.
„Ríkið tekur síðan við rekstri þess-
ara skóla þegar þeir eru komnir á
skrið. „Þegar ég kom út 1997 lauk
ég einnig við að byggja fyrsta há-
skólann á svæðinu. Starfsemi hans
er síðan í samstarfi við háskólann í
Naíróbí og ríkið. Kennarar og pró-
fessorar koma frá háskólanum þar
og kenna þær greinar sem þörf er á
eftir aðstæðum,“ segir Skúli.
Fjölskyldan
Skúli og Kjellrun eiga 5 börn.
„Elsta dóttir okkar var sex vikna
þegar við fórum fyrst utan og síðan
fæddust þrjú þeirra í Afríku,“ segir
Skúli. Hann segir börnin hafa
plumað sig mjög í þessu umhverfi
og átt sín leiksystkin. „Þau gengu
síðan í norskan heimavistarskóla
því menntunarkerfið þarna úti er
gjörólíkt því íslenska. Við fluttum
heim ’84 þegar þau voru á mennta-
skólaaldri og fluttum ekki út aftur
fyrr en 1997.“
Ný trú og nýir siðir
Fólk á þessum svæðum hafði
sína eigin trú þegar þau komu fyrst
út en Skúli segir það hafa verið
einkar móttækilegt fyrir kristnum
boðskap. „Fræðslan hjá okkur
byrjar með biblíusögum og fólkið
fer svo gjarnan af stað og fræðir
aðra. Það hefur reyndar verið svo
að við báðum það að fara ekki svo
geyst því ákafi þess var mikill en
við viljum geta komið boðskapn-
um og hugmyndafræðinni vel frá
okkur, auka þekkinguna og dýpka
skilninginn. Annars er hætta á að
trúin blandist hjátrú og taki annars
konar stakkaskiptum,“ segir Skúli.
Hann segir sífellt spretta upp nýja
söfnuði svo þau hafi vart undan að
fræða fólkið. „Það er því fremur að
fólkið ýti á okkur að fræða sig en
við ýtum á það,“ bætir hann við.
Hann segir hins vegar að fyrst og
fremst þurfi að nálgast fólkið á eig-
in forsendum í kristniboðinu. „Við
þurfum að setja okkur inn í hugs-
anagang þess sem er töluvert ólíkur
því sem við eigum að venjast. Við
reynum þannig að koma trúnni
inn í menningu þeirra án þess að
gera eins konar aðför að þeirri
menningu sem fyrir er,“ segir Skúli
og bætir við að það sé grundvöllur
þess að kristinn boðskapur geti
þrifist þar og verði fólkinu ekki of
framandi. „Þannig getur það tekið
við og haldið starfinu áfram á eigin
spýtur.“
Skúli segir starfið hafa gengið
vonum framar og þróunina ótrú-
lega. Hann segir að ennfremur hafi
þau fjölskyldan tengst nágrönnum
sínum og samstarfsfólki sterkum
böndum.
Við störf Skúli Svavarsson
fræðir hóp af Keníamönnum.
Hjónin Skúli Svavarsson og Kellrun Langdal hafa starfað við kristniboð í þrjá áratugi
Líf og starf í Afríku
Skúli Svavarsson og eig-
inkona hans Kjellrun
Langdal hafa starfað sem
kristniboðar frá árinu
1967 og búið 17 ár sam-
fleytt í Afríku. Þau starfa
á vegum Sambands ís-
lenskra kristinboðsfélaga
SÍK og hafa á síðast-
liðnum þremur áratugum
séð gífurlega framþróun.
➤ Skúli segist hafa tekið þátt íkristinlegri starfsemi frá
barnæsku og verið í sunnu-
dagaskóla hjá Kristniboðs-
félagskonum á Akureyri.
➤ Það eru 30 ár síðan SÍK byrj-aði kristniboð í Pókot í Kenía
en síðan eru komnir 200 söfn-
uðir í héraðinu.
FAGNAÐARERINDIÐ
Eftir Ragnhildi Sigurðardóttur
rs@24stundir.is
Skúli segir þau hjón fyrst hafa
farið utan um áramótin 1967 og
dvöldu þau í Eþíópíu til 1976.
„Við störfuðum meðal þjóð-
flokka sem ekki hafði verið farið til
áður,“ segir Skúli. Hann segir
kristniboð jafnframt vera alhliða
hjálp. „Boðað er guðsorð og síðan
stundað það sem ég kýs að kalla
kærleiksþjónustu svo sem hjúkrun,
skólastarf og ýmiss konar smærri
þróunarverkefni sem miða að því
að bæta kjör fólksins,“ segir hann.
Unnið með heimamönnum
„Starfið byggist allt á því að
13 manna hópur frá KFUM og
KFUK stendur fyrir söfnun og
dreifingu jólagjafa fyrir úkraínsk
börn og er þetta í fimmta skiptið
sem verkefnið fer úr höfn. „Verk-
efnið byrjaði þannig að við kom-
umst í kynni við prest að nafni fað-
ir Evheniy á KFUM-þingi erlendis.
Hann lýsti fyrir okkur ástandinu í
Úkraínu en þar er mikil fátækt og
jafnframt mörg munaðarlaus
börn,“ segir Björg Jónsdóttir, tals-
maður hópsins „Almennt er fólk
að gefa leikföng, fatnað, ritföng og
sælgæti. Gjöfunum er pakkað í
skókassa og mikilvægt er að pakka
loki og kassa sér svo hægt sé að
opna kassana því tollgæslan krefst
þess að kíkja í þá. Kassarnir eru svo
merktir eftir aldursbili og kyni,“
segir Björg en gjafirnar eru sendar
á munaðarleysingjaheimili, sjúkra-
hús og barnageðdeildir. „Fyrsta ár-
ið fengum við 500 gjafir en síðari ár
hafa þær verið um 5.000 svo það
hefur verið mikil aukning milli
ára,“ segir Björg og bætir við að
tekið verði við gjöfum til 8. nóv-
ember hjá KFUM og K að Holta-
vegi 28. „Einnig er hægt að fá frek-
ari upplýsingar og horfa á
myndband af ferðum okkar á síð-
unni www.skokassar.net,“ segir
Björg og bætir við að hún hvetji
alla til að leggja sitt af mörkum.
rs@24stundir.is
Íslendingar gefa jólagjafir til munaðarlausra úkraínskra barna
Jól í skókassa
Von Börnin á munaðarleysingjaheimilinu
Nadiya í borginni Kirovohrad í Úkraínu
taka við gjöfum. Nadiya þýðir von.
Landbúnaðarfræðingurinn Os-
waldo Muñoz frá Ecuador mun
halda fyrirlestur um vistvæna
ferðamennsku 9. október í Öskju.
„Ég mun fjalla um þjóðgarða í
Ecuador með tilliti til verndunar
þeirra annars vegar og ferða-
mennsku hins vegar og bera saman
við þjóðgarða á Íslandi,“ segir Os-
waldo. Hann segir ferðaþjónustu
gífurlega stóran atvinnuveg en
jafnframt mjög viðkvæman þar
sem hann nærist að stórum hluta á
náttúrufegurð sem þurfi að hlúa að
og gæta. „Hins vegar er ferðaþjón-
ustan einnig háð öðrum hagfræði-
legum þáttum og annarri atvinnu-
starfsemi, svo sem olíuiðnaði svo
dæmi sé tekin,“ segir Oswaldo og
bendir á að það sé í þágu ferða-
mennskunnar að þessi atvinnu-
grein sé af fremsta megni rekin á
þann hátt að hún spilli náttúrunni
sem minnst. „Að þeim ástæðum
hafði ég mikinn áhuga á Íslandi því
Ísland er einmitt frumkvöðull í
nýtingu jarðvarma sem er einkar
umhverfisvænn,“ segir Oswaldo.
Fyrirlestur Oswaldos verður
klukkan 20 á fimmtudaginn.
rs@24stundir.is
Oswaldo Muñoz heldur fyrirlestur í Öskju
Vistvæn framtíð
Á meðan landsmenn munu vænt-
anlega halda sig sem mest heima
við á næstunni hefur sjaldan ver-
ið hagstæðara að koma til Ís-
lands. Á síðustu árum hefur hátt
verðlag hér hindrað margan
ferðalanginn, ekki síst ungt fólk
og námsmenn. Því er ekki galið
að benda útlendum vinum á þetta
tækifæri.
Heimsókn
Það þykir
kannski ekki
langt né framandi
að fara til Fær-
eyja en þó vissu-
lega utanlands-
ferð. Nú geta
menn þó sparað
sér flugið því
Fjörukráin í Hafnarfirði mun
standa fyrir færeyskum dögum
næstkomandi helgi. Færeyskir
tónar munu fylla þar salinn og
færeyskur matur vera á boð-
stólum, framreiddur af lista-
kokknum Birgi Enna.
Færeyja-
stemning
Þegar við ferðumst hættir okkur
til að fara geyst, taka nokkrar
myndir af helstu kennileitum og
drífa okkur á næsta áfangastað.
Netsíðan Slowplanet.com gefur
ferðalöngum góð ráð hvernig þeir
eigi að læra að slappa af og njóta.
Netsíðan býður góð ráð um
hvernig hægt sé að blanda geði
við heimamenn og fræðast um
menninguna. Ef einhverjir leggja
í ferðalög ættu þeir því endilega
að athuga þessa sniðugu síðu.
Ferðastu hægt
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Við þurfum að setja okkur inn í hugsanagang þess sem
er töluvert ólíkur því sem við eigum að venjast. Við reyn-
um þannig að koma trúnni inn í menningu þeirra án þess að
gera eins konar aðför að þeirri menningu sem fyrir er. útlönd