24 stundir - 07.10.2008, Page 30

24 stundir - 07.10.2008, Page 30
fréttir 30 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 24stundir „Skemmtilegt að mbl skuli mynd- skreyta frétt af kvennaliði HK með mynd af karlaliði liðsins. Hefði haldið að þriggja daga skeggið á Sverre og Einari Inga hefði átt að hringja einhverjum bjöllum. Kannski hefur unglegt andlit Arons Pálmarssonar leik- manns FH ruglað fréttaritarann.“ Guðmundur Marínó Ingvarsson gummim.blog.is „Mér finnst óþolandi að Morg- unvaktin sé hætt að vera í útvarp- inu milli átta og níu á morgnana. Hér með er óskað eftir auknum fjárveitingum til ríkisútvarpsins og sömuleiðis annars konar forgangsröðun í dag- skrárgerð.“ Þórdís Gísladóttir thordis.blogspot.com ELSKULEG KAUPHÖLL MÍN, LANGAFI OG BRÓÐIR lést á fjórum sjúkrahúsum 6. október. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á ummæladálk síðuhaldara. Gunnar Sigurðsson www.haglabyssa.blog.is BLOGGARINN besta í lífinu er ókeypis,“ segir Sig- ríður. Sér í heiðan himinn Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, er meðal þeirra sem munu freista þess að hug- hreysta þjóðina á þessum síðustu og verstu tímum. Hann segir að hans skilaboð til þjóðarinnar séu nátengd þeirri ár- stíð sem stendur nú yfir. „Þrátt fyr- ir það að nú falli laufin af trjánum sér maður nú himininn betur vegna þess að þegar greinarnar eru naktar þá sér maður betur í gegn. Það er þetta sem ég ætla að segja alþýðunni, að þú sjáir himininn betur þrátt fyrir þetta sem á undan er gengið. Þrátt fyrir að allt sverfi að og syrti hafa menn meiri líkur til að vænta þess að eitthvað von- betra sé á leiðinni heldur en ella væri.“ Pétur segir að hann hafi vel fundið fyrir áhrifum kreppunnar og segir að nú sem aldrei fyrr sé mikilvægt að boða jákvæðan boð- skap. Í því skyni boðar Pétur til galdramessu hjá Óháða söfn- uðinum á sunnudag og yfirskrift messunnar: Allt í himnalagi. Skjár Einn vill hughreysta hnípna þjóð Mikilvægt að sjá björtu hliðarnar Á tímum þar sem hver kreppufréttin rekur aðra er nauðsynlegt að geta séð ljósið stöku sinnum Skjár Einn ætlar að koma hughreystandi skila- boðum til þjóðarinnar Sigríður Skjár Einn boðar jákvæðni Mynd/Rafn Rafnsson Betri tíð framundan? Pétur predikar í mynd- veri Skjás Eins. Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Við viljum bara hafa jákvæð upp- byggjandi áhrif á þjóðarsálina,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastýra Skjás Eins, en sjónvarpsstöðin hyggst á næstunni færa þjóðinni hughreystandi og já- kvæð skilaboð. Til þess að koma skilaboðunum á framfæri hefur Skjár Einn fengið til liðs við sig fjöldann allan af þekktu fólki sem mun birtast í auglýsingatímum stöðvarinnar og flytja áhorfendum hughreystandi pistla. Meðal þeirra sem taka þátt í hughreystingu stöðvarinnar eru fólk á borð við Dr. Gunna, Sigfús Sigurðsson, Unni Birnu, Jónsa, Þorgrím Þráinsson og Regínu Ósk. Sigríður segir að eins og staðan sé núna dynji á fólki hver neikvæð fréttin á fætur annarri og Skjár Einn vilji leggja sitt af mörkum til að vega á móti þeim. „Við ætlum alls ekki að gera lítið úr þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir sem þjóð. Okkur finnst samt full ástæða til að benda á jákvæða uppbyggjandi hluti núna. Það er ofboðslega mikilvægt að sem flestir taki höndum saman og minni hver annan á að það HEYRST HEFUR … Fyrrum knattspyrnuhetjan Hálfdán Gíslason, sem gerði garðinn frægan með UMFB, ÍA og Val, gekk í það heilaga um helgina. Hálfdán, sem nú er ríkis- starfsmaður via Glitnir, hefur löngum þótt spar- samur með afbrigðum og kom því mörgum í opna skjöldu hversu vel var veitt í veislunni. Meðal gesta var Jóhannes Karl Guðjónsson, sem flaug á Frón strax eftir leik með Burnley, í ensku 1. deildinni. tsk Tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Orri Harð- arson gekk einnig í það heilaga um helgina. Athöfnin fór fram í heimahúsi og var það allsherjargoði er gaf hann og heitmey hans saman. Ný bók Orra, Alka- samfélagið, kom út á dögunum en þar gagnrýnir hann AA-samtökin sem hann segir vera hönnuð sem öngul til Guðstrúar. Það er því í stíl að hann leitar frekar til ásanna um að blessa hjónabandið. bös Núna þegar efnahagshyggjan er komin í þrot og augljóst að hún býður ekki lengur upp á leiðina til hamingju er kannski ekki undarlegt að almenn- ingur leiti á önnur mið. Séra Þórhallur Heimisson fann allverulega fyrir því á fimmtudaginn þegar húsfyllir var á Fullorðinsfræðslu Hafnarfjarð- arkirkju þar sem farið var yfir talnaspeki og tákn Biblíunnar. Allir voru í stuði með Guði. bös „Ég hef áður útilokað pólitísk af- skipti, en þegar þú nefnir þennan möguleika, eins og staðan er nú, er það alveg spurning hvort maður eigi ekki að stíga skrefið og skella sér í hringinn,“ segir Bubbi Morthens, sem heldur mótmæla- tónleika gegn íslensku krónunni á Austurvelli klukkan 12 á morgun, ásamt Sprengjuhöllinni og Buffinu. Ónýtur gjaldmiðill „Það er svo hrópleg geðveiki í gangi að það jaðrar við brandara. Hugsaðu þér, að alla mína ævi, utan 10-15 ára, hef ég búið við ónýtan gjaldmiðil; óðaverðbólgu og vesen! Yfirvöld hafa einfaldlega rangt fyrir sér þegar þau segja að krónan sé besti kosturinn að búa við,“ segir Bubbi, sem segir nauðsynlegt hjá al- menningi að taka afstöðu. „Það má ekki sitja aðgerðalaus, það þurfa all- ir að láta í sér heyra. Og þegar ég er fallinn frá, þá geta börnin mín og barnabörn að minnsta kosti sagt að Bubbi hafi ekki verið gunga.“ Ekki kominn hringinn Bubbi blæs á sögur þess efnis að hann sé nú á byrjunarreit, eftir að hafa verið málsvari lítilmagnans framan af, en kapítalismans í seinni tíð. „Ég er einn fárra manna sem hafalent í einelti fyrir það eitt að fá borgað fyrir vinnu mína. Þeir sem skrifa svona verða að bera ábyrgð á bullinu. Staðreyndin er sú, að eftir að ég vann málshöfðunina gegn Hér og Nú, hefur öll umfjöllun um mig orðið rætnari, en ég get ekki staðið í því, alla daga, að leiðrétta lygina.“ traustis24stundir.is Bubbi tekur málin í eigin hendur Segist ekki útiloka pólitískt framboð Aftan við gítarinn Kannski Bubbi verði bak við ríkisskrifborðið í framtíðinni? Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 7 5 6 3 8 1 9 4 2 3 4 9 6 7 2 5 8 1 8 1 2 9 4 5 7 3 6 9 6 3 2 1 7 4 5 8 1 8 5 4 9 3 6 2 7 2 7 4 8 5 6 3 1 9 4 2 1 5 6 9 8 7 3 5 9 7 1 3 8 2 6 4 6 3 8 7 2 4 1 9 5 Eigið þið borð fyrir tvo nálægt neyðarútganginum? a Þetta verður alveg geggjað! Sveinn, verður þetta geðveikislega klikkað fjör? Sveinn Magnússon er framkvæmdastjóri Geðhjálpar, en í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins standa samtökin fyrir skemmtidagskrá í Perlunni á föstudaginn milli 16 og 18. Nánari upplýsingar eru á www.10okt.com FÓLK 24@24stundir.is

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.