Eintak

Eksemplar

Eintak - 20.01.1994, Side 27

Eintak - 20.01.1994, Side 27
Andrea Gylfadóttir Fegurð og iosti eru orð sem má leggja út af á ýmsa vegu. Mér finnst að ég hafi alla tíð verið mjög lostafull kona. Ég var aðeins fjögurra ára þegar fyrsta ástarsambandið fór í gang. Mín var fyrst beðið þegar ég var fimm ára gömul, og ég játti því auðvitað. Mér hefur líka verið sagt að ég sé sexí á sviði, þótt ég hafi ekki áttað mig á því sjálf, og það er ein hliðin á lostanum. Þetta gerist án þess að maður setji sig í stellingar til að vera æðislega sætur og sexí. Kannski er þetta í manni og brýst fram í því hvernig maður túlkar tónlistina og reynir að segja eitthvað með öllum líkamanum. Ég hef gaman af því að nota allan líkamann á þennan hátt, en það er satt að þetta getur vakið losta og jafnvel ofsa með fólki úti í sal. Menn geta orðið -«■ ástfangnir af því sem þeir sjá á sviðinu — fyllst losta sem þeir ráða ekki við. Það hlýtur reyndar að vera dálítið undarlegt að langa til að elska konu sem maður hefur aðeins séð á sviði — konu sem maður þekkir ekki neitt! Sá maður er þá bara ástfanginn af sviðsmyndinni, enda þekkir hann konuna aðeins út frá því sem hún hefur sýnt opinberlega. Þegar menn verða til dæmis ástfangnir af kvikmyndastjörnum er yfirleitt Ijóst að þeir munu aldrei ná að kynnast þeim. En slík ást getur samt hei- tekið menn svo þeir skynja vart nokkuð annað. Losti getur orðið svo mögnuð tilfinning að maður týnir sér í honum. Orðið sjálft verkar sterkt á mann — maður finnur að það lýsir ein- hverri magnaðri tilfinningu. Lostinn eftir sviðsmyndinni tengist líka oft stöðluðum hug- myndum um það sem okkur á að finnast fallegt, einhverri tískuhugmynd um fegurðina, einhverri tilbúinni ímynd. Það er mikill munur á þessu annars vegar, og persónulegri reynslu af fallegum hlutum og fallegum samböndum hins vegar. Þegar maður kemur fram er eins og manni sé stillt upp eins og hlut á sviðinu og maður stúderaður: Er hún smart? Er hún hallærisleg? Er hún sæt? Er hún sexí? Þannig má segja að þeir sem koma fram á sviði lendi í klemmu. Annars vegar er búin til ímynd fyrir aðra, en hins vegar þarf maður að gæta sín á því að týna ekki eigin karakter. Sumir fara að trúa sviðsmyndinni og týna sjálfum sér alveg. Fegurðin aftur á móti, getur falist í svo mismunandi hlutum — hún getur jafnvel verið sorgleg. Ég skrifaði einu sinni texta um konu sem stendur við legstein látins barnsins síns og hugsar til þeirra fáu stunda sem þau áttu saman. Þetta finnst mér vera mjög fallegt „móment". Svo getur fegurðin að sjálf- sögðu líka falist í músík — í tónum. Suma langar til að eiga fegurðina — að eiga það sem þeim finnst fallegt — en sumir fallegir hlutir eru þannig að maður verður að njóta þeirra meðan þeir líða hjá. Þannig er tónlistin til dæmis. Fegurðin er ekki einn af eiginleiknm hlutanna. Hún er aðeins til 1 hnga þess sem greinir þá. David Hume ekki á milli mála. Hún verður ekki dregin í efa nema í gríni eða fyrir öfund, jafnvel þótt hún falli ekki í flokk með sannanleg- um röksetningum og reynsla okkar af fegurð, sérstaklega af mikilli fegurð, sé með því per- sónulegasta sem við getum upplifað. Þannig væri því lík- lega einnig farið með mikinn sannleik ef okkur auðnaðist einhvern tíma að fanga slíkt dýr. Hann hlyti að vera svo sannur að hann væri hafinn yfir allar sannanir, og mikil fegurð er líka hafin yfir alla gagnrýni. Líkt og sannleikshugmyndin hefur verið vísindamönnum og hugsuðum leiðarhnoða um aldir hefur hugmyndin um tæra og sanna fegurð gegnsýrt menn- ingu okkar og trúarbrögð. Það er varla nokkur tilviljun hvað mennirnir nefna fegurð og sannleika oft í sömu andrá. Þannig þekkjum við — í það minnsta af afspurn — óumræðilega fegurð himnanna þar sem hinn hinsti sannleikur opinberast í sætum söng dag- langt hvern dag. Þá er Ijóst að konur hafa haft nokkurn forgang í táknmáli hins fagra og sanna. Fallegar konur virðast yfirleitt hafa verið taldar viðeigandi táknmyndir fyrir göf- ugar hugsjónir — frelsið, réttlætið, skáldskapinn — og gyðjur veljast alla jafna umfram guði til að hafa umsjón með því sem er fallegt, rétt og satt. samruni losta og vináttu. Havelock Ellis burði, hollningu, kremum eða siðum. Hér kemur til kasta menningarinnar; tískunnar og þess sem við köllum að vera smekklegur. Það verður seint nægilega brýnt fyrir þeim sem vilja vera fallegir hve nauðsyn- legt þeim er að leggja rækt við þessa hluti. Krem og hárvötn, farði, ilmsápur og áburðir, púðar, púður og parrukk — ef tískan býður — eru ómissandi öllum þeim sem vilja leggja rækt við útlit sitt. Ef einhverjum finnst nóg um að þurfa að finna tíma til að baða sig stöku sinnum má minna á það að þegar Krasinska greifynja var að alast upp í kastala föður síns í Póllandi um miðja átjándu öld vörðu hún og systur hennar sjö stundum daglega í það að hafa sig til fyrir kvöld- matinn og í hárgreiðsluna fór hálft pund af púðri. Öskubusku jafnvel orðið eins konar allegoría um starf tísku- kónga og förðunarmeistara nútímans. Eins og 1 spegli Af öllum þeim áhöldum sem nauðsynleg eru þeim sem vill leggja rækt við útlit sitt er speg- illinn nauðsynlegastur. Jafnvel þótt fegurðin kunni að koma innan frá, er það útlitið sem allt Að vera fallegnr Fallegt fólk ber fegurðina ut- an á sér þótt hún felist ekki í neinum af eiginleikum þess ... en sumir bera hana ekki, þótt við segjum jafnvel stundum að þeir „ættu það í sér að geta verið fallegir". Það að vera fallegur getur stundum virst vera einhvers konar ákvörðunaratriði, fylgja sannfæringunni um það að maður sé fallegur, eða felast í því að maður „kunni að bera sig“. Kannski er það þetta sem átt er við þegar sagt er að fegurðin komi innan frá. í flestum má samt laða feg- urðina fram með einhverjum ráðum — með réttum klæða- Þá er það svo ótal margt sem þarf að læra, eins og greifynjan komst að raun um: „Til viðbótar því að kenna okkur menúett og kontra- dans er dansmeist- arinn að sýna hvernig við eigum að hneigja okkur. Ég kunni bara eina aðferð, en nú veit ég að þær eru margar; ein til að hneigja sig fyrir kónginum, ein fyrir prinsa, önnur fyrir aðals- menn og konur þeirra.“ Jafnvel þeim sem ekki kunna að hafa sig til eða bera sig má oft bjarga með tilsögn, því þótt sumum sé það kannski gefið að vera fallegir, er sumum það líka gefið að geta hjálpað öðrum að vera fallegir. Þeim hópi tilheyrði eT- laust dansmeist- ari Krasinsku, og líka hárgreiðslu- meistarinn, kjóla- meistarinn og all- ir hinir. í þessu samhengi gæti sagan af unga prinsinum og ©EIÐUR SNORRI & EINAR SNORRI 00 FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1994 27

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.