Eintak - 20.01.1994, Page 40
Islensk list
við öll tækifæri
'JUfi+L' Li^nr
1 ®
Skipholti 50b
Sími 814020
Vandað vikublað a
aðeins 195 kr.
HalldórÁsgrímsson um
formennsku í framsókn
Tilbúinn
ef áþarf
að halda
í viðtali við EINTAK í dag segist
Halldór Ásgrímsson, vara-
formaður Framsóknarflokksins,
vera tilbúinn að taka við for-
mennsku ef eitthvað komi upp á
sem kalii á slíkt. Hann segist ekki
hafa hugáð að framboði til for-
manns á flokksþinginu í haust.
Þrýstingur á Steingrím Her-
mannsson formann flokksins, um
að hann taki við bankastjórastól
Seðlabankans, hefur nú vaxið að
nýju. í samtölum EINTAKS við sam-
herja og andstæðinga Halldórs í
stjórnmálum kemur fram að þessar
vangaveltur hafa mjög veikt stöðu
Steingríms. Flestir viðmælenda
ganga að því sem vísu að Halldór
muni taka við innan stutts tíma.
Halldór ræðir formannakrepp-
una í Framsóknarflokknum í
viðtali á blaðsíðu 18.
Björk Guðmundsdóttir
Kvartar
undan
ágangi
Stöðvar 2
Björk Guðmundsdóttir
söngkona vandar íslenskum
íjölmiðlamönnum ekki kveðj-
urnar í viðtali við EINTAK í dag.
Hún segir tíu prósent erlendra
blaðamanna vaða yfir einkalíf
fólks í tilraunum sínum til að ná
í fréttir. Hún segir alla íslenska
blaðamenn hegða sér með þess-
um hætti og tekur meðal annars
dæmi af fréttamönnum Stöðvar
2 sem réðust að henni um miðja
nótt með myndavélar í gangi og
kröfðust viðtals.
Sjá bls. 22
Höfundar Fimbulfambs
Lágu yfir spilinu
en fengu marg-
notaða hugmynd
íslenski leikurínn Fimbulfamb á sérbræður um allan heim
Orðaleikurinn Fimbulfamb, sem
var kynntur íyrir jól sem alíslensk-
ur, á sér eftirmyndir í Englandi,
Kanada, Svíþjóð og fleiri löndum
sem hafa verið til í mörg ár. Enski
leikurinn heitir Balderdash og svip-
ar Fimbulfambi einkennilega mikið
til hans. T samtali við EINTAK
neitaði aðstoðarframkvæmdastjóri
Vöku-Helgafells, útgefanda Fimb-
ulfambs, að nokkuð í þeim leik
væri fengið að láni erlendis frá og
að gerð hans stangaðist á við lög
um höfundarrétt.
Bræðurnir Kjartan Örn og
Ragnar Helgi synir útgefandans
Ólafs Ragnarssonar í Vöku-
Helgafelli komu í fjölmiðla fyrir jól
og kynntu spilið Fimbulfamb sem
alíslenskt spil, samið af þeim sjálf-
um. I viðtali við DV þann 18. des-
ember sögðu bræðurnir frá því að
þeir hefðu alltaf haft gaman af spil-
um og útlistuðu hvernig hugmynd-
in að Fimbulfambi væri tilkomin:
„Við vorum búnir að heyra af því
að stúdentar í Háskólanum höfðu
verið að Ieika sér með þessi gömlu
orð og upp úr því fengum við þessa
hugmynd að búa til spilið. Við lág-
um lengi yfír hugmyndinni og
spáðum í því hvernig væri hægt að
gera þetta að skemmtilegu spili fyr-
ir allan almenning."
Að útfæra umræddan leik eins og
gert er með Fimbulfambi er þó alls
ekki nýtt af nálinni. í Bretlandi hef-
ur verið til leikur í mörg ár sem
gengur út á nákvæmlega það sama
og Fimbulfamb og heitir þar Bald-
erdash. Upprunalega er Balderdash
komið frá Kanada en þarlendur
uppfinningamaður kom því á
markað 1984.
Útgefendur Balderdash í Bret-
landi lýsa leiknum í lauslegri
þýðingu, á eftirfarandi hátt: „Bald-
erdash er frábær blekkingarleikur
(„bluffing game“) þar sem þú býrð
til falskar skilgreiningar fyrír fárán-
leg orð. Vertu viss um að hafa þess-
ar skilgreiningar sannfærandi því
þá gætir þú unnið.“ Til saman-
burðar lýsa útgefendur Fimbul-
fambs sínum leik þannig: „Fimb-
ulfamb er bráðskemmtilegur ís-
lenskur blekkingarleikur sem bygg-
ir á ímyndunarafli og útsjónarsemi.
Þátttakendur búa til sannfærandi
skýringar á orðum sem þeir hafa
enga hugmynd um hvað þýða og
læra um leið sjaldgæf íslensk orð.
Þátttakendur geta bæði fengið rétta
þýðingu fyrir að vita réttu skýring-
una á orðum og setja fram svo
sannfærandi skýringu á orði að
aðrir haldi að sú skýring sé sú
rétta.“
Kassinn sem inniheldur breska
spiiið er merktur: BALDERDASH -
bluffing game, kassinn um þann ís-
lenska; FIMBULFAMB - blekking-
arleikur. Báðir spilakassarnir inni-
KS3S----
BRÆÐURNIR RAGNAR HELGI OG KJARTAN ÖRN ÓLFASSYNIR
Myndin er tekin þegar þeir kynntu stoltir Fimbulfambið sitt.
halda; spilakubba fýrir sex, spila-
borð, kassa með spjöldum (þar sem
furðuleg orð eru rituð á aðra
hliðina en skýringarnar á hina) og
skrifblokkir til að skrifa skýringarn-
ar á. Spilin eru leikin á svipaðan
hátt. Hver þátttakandi fær sinn
kubb sem hann færir um spila-
borðið. Spjald er dregið úr kassan-
um og glímt við það orð sem reit-
urinn er spilakubburinn stendur á,
segir til um. Sá sem smíðar svo lík-
lega skýringu á furðuorði að hinir
þátttakendurnir trúa henni fær stig.
Balderdash hefur teygt anga sína
víða um lönd. I Svíþjóð heitir spilið
til dæmis Rappakalia og auk þess
eru staðfærðar útgáfur til í fleiri
Evrópulöndum.
Þegar EINTAK hafði samband við
Kjartan Örn, annan höfunda Fimb-
uífambs, sagðist hann aldrei hafa
heyrt um Balderdash og vildi alls
ekki kannast við að þeir hefðu haft
það sem fyrirmynd að Fimbul-
fambi. Hann sagði að það væri ekki
ný hugmynd að leika sér með svona
skrýtin orð og ítrekaði að þeir
hefðu fengið hugmyndina frá al-
gengum samkvæmisleik meðal ís-
lenskunema í Háskólanum. En svo
sagði hann: „Að setja það fram
nákvæmlega á þennan hátt og í
svona spili, með þessum reglum,
það er alveg sérstakt og hefur svo ég
viti til ekki verið gert áður.“ Kjartan
örn benti blaðamanni á að hafa
samband við Búa Kristjánsson,
sem hannaði útlitið á Fimbulfambi,
og sagði að hann gæti staðfest sögu
sína.
Það undarlega var þó að þegar
haft var samband við Búa sagði
hann: „Ég vissi að það var til ensk
■ -----------■—-------------
fyrirmynd að þessu spili. En við
útlitslega hönnun þess notuðum
við einungis okkar hugvit þannig
að útlitið er alíslenskt."
Og þegar Búi var spurður
hvenær hann hefði fyrst vitað af
fyrirmyndinni kom sú undarlega
staðreynd á daginn að aðilar frá
Vöku-Helgafelli höfðu sýnt honum
það á meðan hönnuninni stóð, sem
hlýtur að vera stórfurðulegt í ljósi
þess hverju Kjartan örn hafði áður
svarað blaðamanni.
Að fengnum öllu þessum upplýs-
ingum var málið borið undir Önnu
Sverrisdóttur, aðstoðarfram-
kvæmdastjóra Vöku-Helgafells og
hún spurð hvort að Fimbulfamb
gæti ekki brotið í bága við höfund-
arréttarlög: „Það er ekkert í þessu
spili sem er tekið annars staðar frá,“
svaraði hún.©
Amal Rún Qase
Vill banna
Kvenna-
listann
með laga-
setningu
Amal Rún Qase, frambjóðandi í
prófkjöri sjálfstæðismanna í
Reykjavík, ber af sér þann óhróður
að hún sé vændiskona, í viðtali við
EINTAK.
En hún ræðir einnig stjórnmála-
skoðanir sínar. Hún segist meðal
annars vera þeirrar skoðunar að
banna ætti Kvennalistann með lög-
um þar sem hann mismuni fólki
eftir kynferði.
Sjá bls. 14
Þjóðhagsstofnun
Vanmetur
aflann úr
Smug-
unni um
20.000
tonn
í frétt í ElNTAKI í dag kemur fram
að allt bendir til þess að Þjóðhags-
stofnun hafi vanmetið aflann úr
Smugunni á þessu ári. Þjóðhags-
stofnun geri ráð fýrir að aflinn í ár
verði sá sami og í fýrra eða um 10
þúsund tonn. Þeir útgerðarmenn
sem EINTAK ræddi við töldu þetta
með eindæmum varlega áætlað.
Islendingar hafi fyrst uppgötvað
Smuguna í fyrra. í ár megihins veg-
ar búast við að mun fleiri skip
freisti gæfunnar þar.
Og fleiri skip í Smuguna leiðir
ekki endilega til minni afla á hvert,
því Barentshafs-þorskurinn er í
miklum vexti núna og kvótar á
hann hafa verið stórlega auknir.
Það var mat viðmælenda EIN-
TAKS að líklegra væri að aflinn úr
Smugunni yrði um 30 þúsund
tonn. Ef það gengur eftir eru
útflutningstekjur íslendinga van-
áætlaðar um 2,5 milljarða í nýrri
þjóðhagsspá.
Sjá bls.6