Eintak

Tölublað

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 15

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 15
Bngibjörg Sólrún Gísladóttir segir það vera algera nauðsyn fyrir'Reykvikinga og lýðræðið í landinu að koma Sjálfstæðisflokknum frá í borginni. Að öðrum kosti vinni peningavaldið á kostnað hugmyndanna og hugsjónanna. Styrmir Guðlaugsson yfirheyrði borgarstjóraetni Reykjavíkurlistans um stöðuna í kapphlaupi flokkanna og kosningabaráttuna fram að þessu. „ Reykj avíkurlistann kýs yngra fólkið - og gamlar konur“ Undanfarnar vikur hefur Sjálf- stæðisflokkurinn verið að draga verulega á Reykjavíkurlistann í skoðanakönnunum. Er það ekki vísbending um tregðu kjósenda við breytingar, að þeir treysti sér ekki til að setja X við R-ið inni í kjörldefanum þótt þeir hafi stutt ykkur í skoðanakönnunum? „Nei. I fyrsta lagi er það oftúlkun hjá þér að Sjálfstæðisflokkurinn hafi dregið verulega á okkur. 1 síð- ustu könnun DV varð breytingin sú að það fluttist úr hópi okkar stuðn- ingsfólks yfir í þann hóp sem neitar að gefa sig upp, ekki yfir í þann hóp sem tekur ekki afstöðu. Og ég minni á að í könnun í apríl fór Sjálfstæðisflokkurinn niður.“ En ef þú tekur línuna þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn smátt og smátt verið að saxa á fylgi ykkar, hafa sjö menn og eiga mögulcika á þeim áttunda samkvæmt tilhneig- ingunni. „Ég tel að hann eigi ekki mögu- leika á þeim áttunda. Ég var sann- færð um það þegar við fórum af stað í upphafi að við ættum góða möguleika á að vinna þetta en það væri langlíklegast að við ynnum 8- 7.10-5 var allt of gott til að vera satt þótt það hefði verið lang gleðilegast að vinna með þeim hætti. En það er rétt að það gildir ákveðið tregðu- lögmál því fólk veit hvað það hefur en ekki hvað það fær.“ Staðan var semsagt 10-5 en er 8- 7 núna? „Nei, skoðanakannanir sýndu bara þessa tilhneigingu sem mátti greinilega túlka þannig að mikill og greinilegur áhugi væri á að Reykja- víkurlistinn kæmi fram sem val- kostur. Þó að skoðanakannanir sýni þessa tilhneigingu má samt ekki segja að veruleikinn líti þannig út. Við verðum auðvitað að meta stöðuna sjálfstætt og getum ekki metið hana eingöngu út frá skoð- anakönnunum.“ Þannig að þú ert að segja að staðan hafi í raun alltaf verið 8-7? „Mér finnst það mjög líklegt.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið áberandi síðustu vikurnar og sprett úr spori í kosningabar- áttunni. Hefur það ekki haft áhrif á stöðuna? „Jú, kosningamaskínan fór af stað en hún var mjög sein í gang hjá Sjálfstæðisflokknum. Þegar kosn- ingamaskínan fer í gang þá sýnir það sig að hún getur mulið talsvert undir sig. Það blandast engum hug- ur um það. Ég tala nú ekki um þeg- ar að þeim er vegið og þeim er ógn- að. Þá fyrst skilur maður og skynjar það vald sem við er að eiga, sem er ekkert lítið. Þegar flokkurinn, sem kallar sig flokk allra landsmanna, borgarstjórinn, sem telur sig vera borgarstjóra allra Reykvíkinga, og blaðið, sem telur sig vera blað allra landsmanna, leggjast allir á eitt þá geta þeir mulið talsvert undir sig.“ Þeirri kenningu hefur verið fleygt að þið hafið hugsað sem svo að öruggasta leiðin væri að láta Sjálfstæðisflokkinn sjálfan sjá um að færa ykkur sigurinn og þess vegna hafið þið beitt ykkur lítið í kosningabaráttunni. „Það er ekki rétt að við höfum beitt okkur lítið en við höfum hins vegar ekki auglýst mikið. Við höf- um verið mjög mikið á vinnustaða- fundum, farið í skólana og út á meðal fólks í borginni. Við gáfum út bækling með stefnumálum okk- ar og vorum að gefa út blað sem dreift er til ungs fólks og svo kemur út annað blað sem dreift verður til allra. En við höfum ekki beitt okkur í auglýsingum vegna þess að við ætluðum okkur einfaldlega að heyja kosningabaráttuna á mál- efnalegum grundvelli og vinna á nrálefnum en ekki auglýsingum.“ Kosningabaráttan hefur undan- farið snúist um sjálfa sig. Báðir listarnir hafa sakað andstæðing- inn um persónuníð og málflutn- ingurinn er farinn að snúast um aðferðir í kosningabaráttunni frekar en málefnin. „Það er mjög eðlilegt vegna þess að þú getur ekki skilið algjörlega að markmið og leiðir. Þú getur ekki stefnt að einhverju markmiði og notað leiðir sem eru í algjörri and- stöðu við það markmið.“ En er þetta upplýsandi fyrir kjósendur? „Já, það er mjög upplýsandi fyrir kjósendur að velta fýrir sér hvernig menn heyja baráttu. Það segir manni svolítið fyrir hvað menn standa hvaða vopnum þeir beita í baráttunni. Það þarf að benda á það og er mjög eðlilegt að gera það vegna þess að tilgangurinn helgar ekki meðalið.“ Eruð þið alveg saklaus af þvi? „Já, ég tel okkur vera algjörlega saklaus af þessu. Við höfum ekki beitt neinu sem þú getur kallað persónuníð og ekki tekið einstak- linga í Sjálfstæðisflokknum fyrir sérstaklega og verið að auglýsa gegn þeim.“ Hafið þið ekki verið að taka Ingu Jónu Þórðardóttur fyrir í blaðagreinum? „Ingu Jónu? Hún er ekki tekin fyrir sem einstaklingur, hún gæti þess vegna heitið Jóna Jóns. Hún var ráðin til að vinna sérstakt verk fyrir borgarstjóra og það var ekki borið undir borgarráð. Fyrir þetta eru greiddar úr borgarsjóði 2,4 milljónir króna og það er eðlilegt að það sé spurt um þessa skýrslu og þær hugmyndir sem þar liggja að baki því að við vitum að hún er til.“ Þegar maður flettir Morgun- blaðinu er eins og þetta sé eina kosningamál Reykjavíkurlistans. „Þetta er ekkert eina kosninga- rnálið. Aðalmálin og það sem þess- ar kosningar snúast urn eru at- vinnumálin og skólamálin, bæði grunnskólinn og leikskólinn. En það er sjálfsagt að fá þessa skýrslu upp á borðið, þessi vinna var unn- in. Þarna voru einkavæðingartil- lögur á ferðinni en nú kemur Sjálf- stæðisflokkurinn og segist ekki vilja einkavæða nein þjónustufyrirtæki borgarinnar. Þannig að við teljum að flokkurinn hafi þarna breytt stefnunni um 180 gráður og við viljum fá það upp á yfirborðið. Það getur skýrt ýmislegt fyrir kjósend- um. Það vill svo til að það var Inga Jóna sem vann þetta og það er hennar vandamál." Væruð þið að hamra á þessu ef Inga Jóna væri ekki í fr amboði fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn? „Já, það skiptir engu máli. Við viljurn sjá tillögurnar sem eru í þessari skýrslu vegna þess að þær gengu út á mjög víðtæka einkavæð- ingu. Að koma núna og láta sem þessi fortíð sé ekki til er ekki boð- legt. Þetta snýst ekkert um Ingu Jónu.“ Ykkar framboði hefur verið lýst þannig að það samanstandi af menntamönnum sem búi í Vest- urbænum og vinni hjá ríkinu. Á þessi skilgreining við? „Nei, ég myndi ekki halda það. Það kann vel að vera að hlutfall þeirra sé hærra sem búa í Vestur- bænum en í Austurbænum. En ég held að það sé þá tilviljun því það er auðvitað ekki raðað á listann eftir búsetu.“ Hvernig heldurðu að fylgið skiptist með tilliti til hverfa, stétta og þar fram eft ir götunum? „Það sem ég held að einkenni okkar framboð er fólk á fertugs- aldri sem kom út í misgengið á hús- næðismarkaðnum og það basl allt saman á sama tíma og það var að koma upp börnum og jafnvel að borga af námslánum. Ég held að Reykjavíkurlistinn sé svolítið dæmigerður fyrir það fólk. All- margir í efstu sætunum þelckja þetta basl sem venjulegt fólk sem er að koma sér upp húsnæði og börn- um lendir í hér í Reykjavík.“ Hvernig er þá fólkið sem er í framboði fyrir Sjálfstæðisflokk- inn? Það segist vera venjulegt fólk. „Auðvitað erum við öll venjulegt fólk á báðum listum en ég myndi að minnsta kosti segja að á lista Sjálfstæðisflokksins væri tekju- hærra fólk.“ Hvað um kjósendur hans? „Ég hugsa að þeir séu líka yfirleitt tekjuhærri. I skoðanakönnunum hefur verið greint í sundur hvaða hópar styðja frekar annan hvorn listann. Það vekur auðvitað athygli að fjölmennasti hópur stuðnings- manna Reykjavíkurlistans er fólk á aldursbilinu 30 til 45 ára. Og það er einmitt þetta fólk sem ég er að tala um sem hefur rekið sig á alla þessa veggi og þekkir þetta sundurtætta borgarlíf af eigin raun. Síðan kem- ur aftur yngsti aldurhópurinn, 18 til 25 ára.“ Fólk yfir sjötugu er ekki spurt í skoðanakönnunum. Segir ekki hefðin að Sjálfstæðisflokkurinn eigi helftina af því fylgi? „Ég er búin að heimsækja eldra fólk á Droplaugarstöðum, Hrafn- istu og Grund og það hefur komið mér á óvart að þetta er ekkert sjálf- stæðisfólk. Því fer víðsfjarri.“ En þessi kynslóð tryggði á sín- um tíma yfirburðastöðu Sjálf- stæðisflokksins í borginni. Og ef hægt er að tala um tregðulögmál í kjósendahópi á það væntanlega helst við hjá þeim elstu? „Konur eru mjög fjölmennar i þessum aldurshópi og gamlar kon- ur hafa mikinn áhuga á því hvað gerist í þeim málum sem snúa sér- staklega að þeim. Það má ekki van- meta það. Synir mínir, 8 og 10 ára gamlir, hafa verið að ganga í hús í Vesturbænum og selja happdrætt- ismiða fyrir Reykjavíkurlistann. Þeir eru búnir að gera félagsfræði- lega úttekt á því hvernig fylgið skiptist. Þeir segja við mig: D-list- ann kýs eldra fólkið, R-listann kýs yngra fólkið — og gamlar konur.“ Ykkur Árna er stillt upp hvoru gegn öðru. Hvað finnst þér um að kosningabaráttan sé perónugerð svona? „Þetta er mjög nýtt fyrir mér og að mörgu leyti erfitt.“ Er þetta eðlilegt? „Að surnu leyti. Ég er tákn fyrir Reykjavíkurlistann, í mér holdger- vist kannski það sem hann stendur fýrir. Ég lít þannig á það. Þetta snýst ekki bara um mína persónu heldur fyrir hvað ég stend.“ I bældingi frá R-listanum segir um þig: „Hún er stjórnmálamaður eins og fólk vill hafa þá.“ Hvað áttu við? „Hvað á ég við? Ég skrifa ekki þennan texta.“ Hvað á Reykjavíkurlistinn við? „Mér finnst skipta máli að ég er ekld komin þangað sem ég er kom- in í stjórnmálum vegna þess að það hafi verið mulið undir mig í ein- hverjum flokkum eða hagsmuna- hópum. Ég er komin þangað þrátt fyrir að ekki hafí verið mulið undir mig. Ég hef líka kannski komist áfram fyrir það að vera ekki hlýðin á réttum tímum, eins og Árni Sig- fússon hrósar sér helst af. Ég hef sagt hug minn í þeim málum sem ég hef verið að fást við þó að það hafi kannski ekki alltaf verið heppi- legt. Það er meðal annars það sem átt er við.“ í bæklingnum segir þú: „Reynsla mín í borgarstjórn og á Alþingi hefur sýnt mér að heilindi skipta öllu.“ Nú siturðu í 8. sætinu og ef þið náið ekki meirihluta ertu laus allra mála. Má ekki túlka það þannig að þú setjir sjálfa þig og pólitískan metnað þinn fram fyrir hugsjónirnar? „Nei, það er ekki hægt að túlka það þannig. Ég var beðin um að fara í 8. sætið. Fólkið sem bjó til Reykjavíkurlistann var sammála um það meðal annars vegna þess að það er baráttusætið.“ Gamla trikkið? „Já, auðvitað er þetta gamla trikkið. Ef fólk vill mig inn í borg- arstjórn Reykjavíkur þá vill það að ég fari inn í meirihluta. Ég sat í sex ár í minnihluta í borgarstjórn. Reynsla mín af þeim tíma segir mér að kröftum mínurn sé miklu betur varið sem þingmaður Reykjavíkur en borgarfulltrúi í minnihluta.“ Þannig að þú nennir því ekki? „Þetta er ekki spurning um að nenna. Þú hlýtur að forgangsraða í lífinu og spyrja þig hvar kröftum þínum sé best varið. Ég geri það líka. Ég ætla að verja kröftum mín- um þar sem þeim er best varið meðan ég er í stjórnmálum. Ég er ekki í stjórnmálum til að fórna mér og kemur það ekki til hugar. Ég hef gaman af því að vera í stjórnmálum og finnst það skapandi en ég er ekki haldin neinni fórnarlund." Er fólk að kjósa þig eða listann? „Hvorki ég né aðrir geta vitað það nákvæmlega. Ég held að sumir séu að kjósa hvort tveggja, mig og listann, og finnist þetta tvennt fara afskaplega vel saman. Aðrir eru kannski að kjósa listann, þrátt fýrir mig og enn aðrir mig, þrátt fýrir listann.“ Er ekki fyrst og fremst verið að kjósa um fólk í sveitastjórnar- kosningum? „Nei, heldurðu að sveitastjórnar- mál séu ekki pólitík eins og lands- málin? Það er bara annars konar pólitík. Skólamálin, leikskólinn, umhverfið og skipulagsmálin eru allt stór mál sem varða daglegt líf fólks. Þau eru bara með allt öðrum hætti.“ En andstæðurnar eru ekki jafn skarpar og í landsmálunum? „Þær hafa oft verið jafn skarpar en eru það reyndar ekki í þetta sinn vegna þess að við erum í þeirri sér- stöku aðstöðu hér í Reykjavík að það eru tveir stjórnarandstöðu- flokkar í kjöri. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur ekki verið að gera annað í kosningabaráttunni en að berjast við eigin fortíð og stendur ekki við stefnumál sín frá undanförnum ár- um. Það er ekki fyrr en núna sem það er vandamál að sýna fram á sérstöðu Sjálfstæðisflokksins og hann á sjálfur í erfiðleikum með það. Ástæðan er sú að þessi flokkur snýst ekki um neitt annað en að halda völdum." Hvernig stjórnmálamaður er Árni Sigfússon? „Ég veit það ekki vegna þess að ég hef ekkert séð til Árna sem stjórnmálamanns. En það er elcki mitt hlutverk að dæma hann opin- berlega.“ Hvernig finnst þér fjölmiðlar hafa sinnt sínu hlutverki í kosn- ingabaráttunni? „Ég hef ekkert sérstakt undan þeim að kvarta og finnst þeir hafa sinnt því nokkuð vel. En það hefur komið í Ijós að framboðsmálin hafa orsakað ákveðna pólitíska kreppu hjá vissum fjölmiðlum sem á sjálf- sagt eftir að draga dilk á eftir sér.“ Til hvaða fjölmiðla ertu að vísa? „Ég er að vísa til Morgunblaðsins og líka reyndar DV og þess sem ný- ráðinn fréttastjóri þess, Guðmund- ur Magnússon, hefur staðið fýrir þar.“ Hvað áttu við með þvi að það eigi eftir að draga dilk á eftir sér? „Þetta sýnir fólki að það þarf að fara að huga að því hvernig fjöl- miðlamarkaðurinn hér lítur út.“ Er þá næsta skref að gefa út dag- blað? „First we take Manhattan, then we take Berlin.“ Ertu sannfærð um sigur ykkar? „Ég er sannfærð um að við eig- um góða möguleika. Kosningabar- áttan hefur sýnt mér að það er alger nauðsyn að við vinnum þessa borg. Það er alger nauðsyn fyrir borgar- búa og lýðræðið í landinu að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Að öðrurn kosti vinnur peninga- valdið en ekki hugmyndirnar og hugsjónirnar.“ Hverjir eru möguleikar ykkar í prósentum? „Ég held að þeir séu 60 á móti 40.“ © •IK t * ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.