Eintak

Eksemplar

Eintak - 24.05.1994, Side 28

Eintak - 24.05.1994, Side 28
íslandsmótið'2. deild Grindvíkingar voru sterkari gegn Fýlld Fyfkismönnum tókst þó að jafna leikinn í seinni hálfleik O KA ekki í erfiðleikum með Selfoss. Keppni hófst í annarri deild karla um helgina og var heil umferð leik- in á föstudagskvöldið. Nýliðar HK, undir stjórn Atla Eðvaldssonar, heimsóttu Víkinga í Stjörnugrófina og fóru leikar 1:0 fyrir heimamenn. HK-menn voru sterkari framan af leiknum en Vík- ingspiltar, sem komu ofan úr fyrstu deild, náðu að skora markið og því fara öll þrjú stigin til þeirra. Markið kom eftir að einn leik- maður HK handlék knöttinn innan vítateigs og úr vítaspyrnunni skor- aði Trausti Ómarsson örugglega. Leikur þeirra liða sem hvað lík- legust eru til að keppa um efsta sæt- ið í deildinni í sumar var bráðíjör- ugur og spennandi. Grindvíkingar mæta greinilega einbeittir til leiks og ætla sér stóra hluti, og Fylkis- menn sem voru óheppnir að falla í fyrra eru með sterkt lið. I fyrri hálfleik gerðist fátt mark- vert utan þess að Haukur Braga- son, þekktur sem fyrrum mark- vörður Fram og KA, varði víta- spyrnu Finns Kolbeinssonar eft- ir að brotið hafði verið á unglinga- landsliðsmanninum Ólafi Stígs- syni. Ingi Sigurðsson, fyrrum fyrir- liði Eyjamanna, opnaði marka- reikning Grindvíkinga með glæsi- legu skoti í upphafi seinni hálfleiks og Ólafur Ingólfsson bætti síðan öðru marki við þannig að staðan var orðin 2:0 heimamönnum í hag. Þá tóku Fylkismenn við sér og Finnur Kolbeinsson þrumaði bolt- anum í markið af löngu færi og Þórður Helgason jafnaði á elleftu stundu. Heimamenn voru ívið sterkari aðilinn í leiknum, en mörkin eru það sem telja og því skiptu liðin með sér stigunum að þessu sinni. Á Akureyri tóku heimamenn, KA, á móti liði Selfyssinga og áttu ekki í teljandi erfiðleikum með þá. Sóknaraðgerðir þeirra voru mun beittari og skoraði Bjarni Jóns- son fyrra markið úr skalla eftir hornspyrnu en síðan dofnaði yfir leiknum þar til Þorvaldur Sig- björnsson bætti öðru marki við á lokamínútunum. O 2. deild 1. umferð 20. maí. Víkingur - HK 1:0 Trausti Ómarsson (73. v.) KA - Selfoss 2:0 Bjarni Jónsson (24.), Þorvaldur Sigurbjörnsson (90.) Þróttur R. - ÍR 3:1 Páll Einarsson (7., 47), Ragnar Egilsson (13.) - Halldór Hjartarson (50.) Þróttur N. - Leiftur 2:1 Sveinbjörn Hákonarson (2., 30) - Einar Einarsson (56.) Grindavík - Fylkir 2:2 Ingi Sigurðsson (50.), Ólafur Ing- ólfsson (75.) - Finnur Kolbeinsson (86.), Þórður Helgason (88.) 3. deild 1. umferð 20. maí Haukar - Dalvík 2:2 Reynir Sandg.- Höttur 4:3 BÍ - Tindastóll 2:2 Völsungur - Víðir 2:2 Fjölnir - Skallagrímur 3:1 Bandarílqamenn gera tilraunir með nýjar realur í fótbottanum Fáránlegar reglur eða mikilvægar breytingar? Gianluca Pagliuga Ef tilraunir FIFA í Bandaríkjunum ganga vel þarf Gianluca Pagliuga að leika í marki sem er 120 sentimetrum breiðara og fimmtán sentimetrum hærra en mörk eru núna. Fyrir utan hálf-atvinnumennsk- una er Bandaríska landsknatt- spyrnudeildin, USISL, ekki með neitt hálfkák. Sjötíu og tvö lið hvaðanæva að frá Bandaríkjunum mynda átta riðla og þegar keppnistímabilið 1994 hefst mun USISL tilkynna átta breytingar á knattspymureglunum. Það er allt klappað og klárt og FIFA hefur gefið sitt samþykki fyrir því að tilraunir verði gerðar með þessar nýju reglur. Formaður USISL, hinn portú- galskættaði Fransisco Marcos, hefur látið það skýrt í ljós að hann fagnar því að fá tækifæri til að reyna nýjar reglur: „Alltof lengi hefur það verið þannig í fótboltan- um að refsingar hæfa ekki brotum. Við viljum herða refsingarnar þannig að leikmenn geri sér grein fyrir því að það borgar sig ekki að brjóta.“ Aðal drifkrafturinn fýrir breyt- ingunum kemur þó frá annarri deild: Aðal knattspyrnudeildinni (The Major League Soccer, MLS). Sú deild er reyndar ekki til um þessar mundir nema á pappírun- um, en er í smíðum af hóp undir stjórn Alan Rothenberg sem er sá hinn sami og stýrir framkvæmd heimsmeistarakeppninnar í ár og er jafnframt forseti Bandaríska knatt- spyrnusambandsins, USSF. Keppni í MLS á að hefjast í apríl 1995 og verður atvinnumannadeild, en FIFA hefur ákveðið að þessi deild eigi að fylgja eftir heimsmeist- arakeppninni og nýta þá athygli sem knattspyrnan fær í kjölfar hennar í Bandaríkjunum. Það hefur aldrei verið auðvelt að fá bandaríska aðdáendur til að flykkjast á völlinn að horfa á at- vinnufótbolta. Þannig að megin markmið MLS er að tryggja að leik- urinn sem fer fram á vellinum sé spennandi og fjörugur. Ein besta leiðin til að ná þessu fram er að kynna til leiks breytingar á reglum sem taka á svokölluðum „prófess- jónal“ brotum (vísvituð brot eins og t.d. tæklingar aftan frá, tosað í treyju til að stöðva leikmann, bolt- inn stöðvaður með hendinni o.s.frv.) Og er til betri leið til að finna út hvort þessar reglur virki en að láta USISL reyna þær áður en þær eru teknar upp annars staðar? Rothenberg hefur látið hafa það eftir sér að USISL sé himnasending. Það sem gerir þessa deild svo gagn- lega sem reglu-tilraunastofu eru hinir átta aðskildu riðlar hennar. Keppnistímabilið 1994 mun hver riðill leika með mismunandi reglu- pakka. Þetta er mögulegt þar sem mjög lítið er um leiki milli riðl- anna. Ruglingur um hvaða reglur á að nota kemur ekki upp fyrr en úr- slitakeppnin hefst. En þá verður ákveðið hvaða reglupakki verður notaður. Þetta hljómar óneitanlega eins og hinir geggjuðu Bandaríkjamenn séu að beita fyrir sig aulalegum auglýsingabrellum en í raun og veru, eins og Rothenberg hefur bent á, „er ekki ein einasta af þess- um tillögum búnar til af okkur (Bandaríkjamönnum) sjálfum. Sumar þeirra eru komnar beint frá FIFA.“ Það sem er sjálfsagt umdeildast í þessum breytingum er að mörkin verða stækkuð. í suð-vestur riðli Marco Van Basten hefur lagt til sumar afþeim breytingum sem verða reyndar í Bandaríkjunum. USISL verða mörkin 2,6 metrar á hæð og átta og hálfur metri á breidd. Þetta þýðir að það verður fimmtán sentimetrum hærra upp í slána en núgildandi reglur segja til um cg 120 sentimetrum lengra á milli stanganna. í suð-austur riðl- inum verða mörkin 2,6 metrar á hæð og 7,7 metrar á breidd. I hin- um sex riðlunum verða mörkin í hefðbundinni stærð. Einnig verður reynt að láta grófa leikmenn og gróf lið gjalda fyrir fantaskapinn. Sú hugmynd er kom- in frá hollenska landsliðsmannin- um Marco Van Basten sem hefur fengið meira en sinn skerf af brot- um, spörkum og tæklingum. Nú- verandi reglur FIFA kveða á um gult spjald fyrir „ítrekuð“ brot en skilgreiningin á „ítrekuð" hefur verið breytileg. USISL hefur hins vegar búið til ákveðinn kvóta yfir ítrekuð brot. I mið-vestur riðlinum fær sá leijc- maður sem brýtur oftar en fimm sinnum af sér (brot á andstæðing- um og þegar boltinn er viljandi handleikinn) blátt spjald sem þýðir að hann er útilokaður frá leiknum en varamaður má koma í hans stað. Ef fleiri leikmenn í sama liði safna upp fimm brotum eru þeir útilok- aðir án þess að nýir leikmenn megi koma inn á. Svo eru það liðsbrotin, þau mega ekki verða fleiri en sex. Þegar lið brýtur af sér í sjöunda skipti þarf það að þola refsingu. 1 mið-suður og Atlantshafsriðlunum eru viður- lögin þau að einn leikmaður and- stæðinganna fær boltann á miðju vallarins og reynir síðan að skora einn gegn markmanni. Til glöggv- unar má benda á að víti eru tekin á þennan hátt í íshokkí og að þetta var einnig reynt í Reykjavíkurmót- inu í knattspyrnu fyrir einhverjum árum og var þá kallað bráðabani. Þessari aðferð verður líka beitt til að þyngja refsinguna þegar leik- maður er útilokaður eftir gróft brot. í suð-austur og Miðjarðarhafs- riðlunum verður refsað fyrir sjö- unda hvert brot með nokkurs kon- ar útfærslu á vítaspyrnu. Þetta verður alveg eins og venjulegt víti nema hvað boltanum er stillt upp á bogann á vítateignum, tuttugu og tvo metra frá markinu. Þegar verið er að taka aukaspyrn- ur nálægt vítateig reynist dómurum oft erfitt að fá leikmenn til að mynda varnarvegg í réttri fjarlægð, sem er níu metrar, frá aukaspyrnu- staðnum. Á þessu verður tekið þannig að gula spjaldinu verður óspart veifað og veggurinn að auki látinn færa sig aftur um sex metra eða í fimmtán metra fjarlægð frá boltanum. Þessi háttur verður hafður á í mið-suður og Miðjarðar- hafsriðlunum. í suð-austur og Atlantshafsriðl- unum fá liðin að velja á milli þess að taka hefðbundin innköst eða sparka boltanum inn á völlinn. Einnig verður fiktað aðeins við það hvernig á að taka hornspyrnur. Þegar varnarmaður sparkar boltan- um aftur fýrir endalínuna innan vítateigs, fá andstæðingarnir stutt horn sem er tekið þar sem vítateigs- línan endar við endalínuna. Að auki verður radíus svæðisins, þar sem boltinn skal liggja þegar hefð- bundar hornspyrnur eru teknar, víkkaður um 90 sentimetra. Þá er komið að töfum. I fimm af átta riðlum USISL verður sérstakur tímavörður sem mun stoppa tím- ann í hvert sinn sem boltinn er ekki í leik. Hugmyndin með þessu er að ná fram sextíu mínútna leiktíma þar sem boltinn er alltaf í leik. Allir leikirnir hjá USISL eru leiknir þar til úrslit nást fram. Ef jafnt er að loknum venjulegum leiktíma verður byrjað á því að framlengja en ef úrslit nást ekki fram.á þeim tíma er öðrum aðferð- um beitt. 1 sjö riðlum verður bráðabani eins og áður hefur verið lýst en í norð-austur riðlinum verða úrslit ákvörðuð eftir því hvort liðið fær fleiri hornspyrnur meðan á leiknum stendur. Það sem kemur kannski mest á óvart við þessar tilraunir með knattspyrnureglurnar er að reglan um rangstöðu er látin ósnert. Það lítur út fyrir að FIFA hafi lagt þvert bann við því að hreyft yrði við rangstöðureglunni en þar á bæ hafa menn meiri áhuga á því að dómar- ar og línuverðir beiti núverandi reglum rétt. Rothenberg segir engan vafa leika á því að sumar af þessum regl- um verði aldrei notaðar annars staðar. „En tilgangurinn með þess- um tilraunum er að reyna að opna leikinn og gera hann meira spenn- andi og skemmtilegri. Þær breyt- ingar sem koma vel út verða skoð- aðar rækilega og ég held að hið al- þjóða knattspyrnusamfélag muni aðstoða okkur við að koma þeim almennt á.“ 28^i port ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.