Vikublaðið


Vikublaðið - 02.07.1993, Page 7

Vikublaðið - 02.07.1993, Page 7
VIKUBLAÐIÐ 2. JÚLÍ 1993 7 Tjaldið gert klárt Tími tjaldferðanna er hafinn og menn eru um það bil að taka tjöldin sín upp úr pokunum til að athuga hvort allt sé í lagi. Sem betur fer er yfirleitt allt í lagi, sérstaklega ef svo hefur verið þegar tjaldinu var pakkað saman síðast. Þó kemur fyrir að tjaldið er orðið myglað þegar opnað er, en það er þá auðvitað vegna þess að það hefur verið rakt þegar því var pakkað niður. Það verður aldrei um of brýnt fyrir fólki að þurrka vel blaut tjöld áður en þau eru sett í geymslu. Það er fátt verra en að komast að því einmitt við upphaf ferðarinnar að tjaldið er skemmt af myglu eða bilað á einhvern hátt. Slitnar teygjur Það helsta sem bilar á tjöldum eru teygjur sem vilja slitna eða morkna. Það er auðvelt að gera við svoleiðis smámuni, nýjar teygjur má kaupa og í versta falli þarf að spretta upp saum til að koma henni fyrir og sauma síðan fyrir aftur. Þetta ætti hver og einn að geta gert sjálfur, en það má líka leita til Seglagerðarinnar sem hefur sér- stakar vélar til að sauma þykkan bómullardúkinn eða gúmmídúkinn í botni tjaldsins. Nýjar teygjur eru aðeins eðlilegt viðhald á tjaldi sem komið er til ára sinna. Rifinn dúkur Einstaka tjald rifnar við átök. Reyndar þarf talsvert til að rífa tjald, en skarpar brúnir á hlutum sem liggja utan í tjalddúknum geta skorið efhið í sundur og hvöss vindhviða getur hjálpað til við að gera lítið gat að stórri rifu. Það ætti því að gera strax við þau göt sem hugsanlega koma á tjaldið og til þeirra verka er hægt að fá hentugar bætur í pakka. Hægt er að láta bæta tjöld sem hafa rifhað. Mun auðveldara er að eiga við bómullartjöld en þau sem eru úr næloni. Stifir rennilásar Rennilásar bila sjaldan, en þá er Seglagerðin Ægir framleiðir enn sín endingargóðu bómullartjöld. Ragnheiður Olafsdóttir er hér við að sauma eitt slíkt. Mynd: Ol.Þ. auðvitað hægt að eyðileggja með slæmri meðferð. Ef rennilás er stíf- ur er best að liðka hann með sil- íkonúða áður en farið er að hamast á honum fram og aftur. Þessi úði er til í flestum sportvöruverslunum. Göt á tjaldbotni Tjaldbotnar eru gerðir fyrir tals- verð átök og þola mikið hnjask áður en þeir gefa sig. Eina örugga leiðin til að skemma þá er að stinga oddhvössum hlut af afli í gúmmíið. Tjaldsúlur hafa stundum gert göt á botninn, en til eru plastplattar undir súlurnar sem verja dúkinn. Hrjúfur jarðvegur með steinnibb- urn hefur líka gert gat á tjaldbotna og það er góð regla að eiga þykkan plastdúk í sömu stærð og botninn til að leggja undir tjaldið þegar því er tjaldað. Bómull eða nœlon? Þegar tjald er keypt þarf að velja milli bómullartjalds og nælon- tjalds. Minni tjöldin eru oftast úr næloni en þau stærri úr bómull. Munurinn liggur helst í þyngd þar sem nælonið er fislétt og lipurt meðan bómullin er þyngri og óþjálli. Bómullartjöldin hafa þann góða eiginleika að „anda“ svo raki myndast ekki inni í tjaldinu. Næl- ontjöldin anda ekki og því er hætta á að lofrið inni í þeim verði mjög rakt ef ekki er loftað vel út. Nælontjöldin eru sterkari, en það er auðveldara að gera við bóm- ullartjald sem verður fyrir hnjaski. Þétting Það er ágætur siður að tjalda nýju bómullartjaldi nokkrum sinnum áður en farið er af stað með það í Jónas og Björgvin í Seglagerðinni Ægi hjálpast að við saumavélina, enda þarf oft tvo til að stýra sauma- skapnum á stórum tjöldunum. Mynd: Ol.Þ. lengri ferðir. Bómullin hefur þann eiginleika að þéttast við raka svo nýju tjöldin eru ekki eins vatnsheld og þau eldri sem hafa fengið að þéttast eðlilega í náttúrunni. Það er ekki heppilegt að byrja á að úða vatnsþéttiefni yfir nýtt bómullartjald, við það eyðil- eggst þessi eiginleiki og tjaldið verður ekki vatnshelt af sjálfu sér. Nælontjöldin eru strax vel vatns- held þótt sumir kjósi samt að úða yfir þau áður en þau eru tekin með í lengri ferðir. Með íferðina Þegar lagt er af stað í langa tjald- ferð þarf auðvitað að muna efrir nauðsynlegum hlutum til að gera tjaldið að öruggum íverustað hvernig sem viðrar og velkist. Ef tjaldið er ekki alveg nýtt er gott að taka ineð sér nokkrar veg- legar teygjur, aukastög og hæla. Svoleiðis smáhlurir geta svo auðveldlega týnt tölunni án þess að nokkur verði þess var fyrr en of seint. Það getur verið bagalegt að vera án þeirra þegar á hólminn er komið. Hamar til að negla niður hælana getur komið sér vel, sömuleiðis plastplattar undir súlurnar og plastdúkur undir bominn. Lím, bætur, stór nál og sterkur tvinni eru hið mesta þarfaþing til bráðabirgðaviðgerða í svona ferðum, jafnt fyrir tjaldið sem aðra hluti í farteskinu. Og að síðusm: Til að vel fari um tjaldbúana er gott að hafa góðar tjalddýnur með í ferðina og þá er ekki úr vegi að benda á nýjar dýnur sem bæði einangra gegn kulda og eru góðar að liggja á. Þessar dýnur eru gerðar úr nokkurs konar svampi sem dregur í sig loft þegar tappi er tekinn úr dýnunni. Dýn- umar springa ekki eins og vind- sængur, einangra vel gegn kulda ffá jörðu, eru mjög léttar og fyrir- ferðarlitlar og falla vel að líkaman- um. Góða tjaldferð ! Félagsheimilið Aratunga Til leigu salir fyrir stór og smá samkvæmi. Veitingasala fyrir stóra og smáa hópa. Panta þarf með nokkrum fyrirvara. Getum tekið á móti allt að 250 manns í einu. Tilvalið fyrir ættarmót og einkasamkvæmi. Sími 98-68810, 98-68811 og 98-68893 Farfuglaheimilið Reykholti, Biskupstungum, 801 Selfossi Sími 98-68831 og 98-68936 Gisting fyrir einstaklinga og hópa. Opið frá 10. júní til 30. ágúst. Reykholtslaug í Biskupstungum Símar 98-68807, 68810 og 68808 Heitir pottar, gufubað, sólarlampi, vatnsrennibraut og nudd ásamt aðstöðu til sólbaða á sólnkum sumar- dögum. Sumaropnun alla daga frá kl. 10.00 til 22.00. AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1977-2.fl. 10.09.93-10.09.94 kr. 979.936,70 1978-2.fl. 10.09.93-10.09.94 kr. 626.044,80 1979-2.fl. 15.09.93-15.09.94 kr. 408.114,90 INNLAUSNARVERÐ *) FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL Á KR. 10.000,00 1985-1 .fl.A 10.07.93-10.01.94 kr. 57.983,30 1985-1 .fl.B 10.07.93-10.01.94 kr. 32.624.30**) 1986-1 .fl.A 3 ár 10.07.93-10.01.94 kr. 39.967,10 1986-1 .fl.A 4 ár 10.07.93-10.01.94 kr. 44.365,70 1986-1 .fl.A 6 ár 10.07.93-10.01.94 kr. 45.922,20 1986-1 .fl.B 10.07.93-10.01.94 kr. 24.061,60**) 1986-2.fl.A 4 ár 01.07.93-01.01.94 kr. 37.218,00 1986-2.fl.A 6 ár 01.07.93-01.01.94 kr. 38.446,80 1987-1 .fl.A 2 ár 10.07.93-10.01.94 kr. 31.578,90 1987-1 .fl.A 4 ár 10.07.93-10.01.94 kr. 31.578,90 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júní 1993. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.